„Við erum helvíti stemmdir fyrir þessu“ Þórður Ingi Jónsson skrifar 22. ágúst 2014 16:00 Sólstafir er ein þekktasta þungamálmssveit landsins. mynd/Stebba ósk Þungarokkssveitin Sólstafir leikur frumsamið efni við kvikmyndina Hrafninn flýgur eftir Hrafn Gunnlaugsson á kvikmyndatónleikum Reykjavík International Film Festival í ár. Myndin var frumsýnd árið 1984 og fagnar því þrjátíu ára afmæli í ár. Guðmundur Óli Pálmason, trommari Sólstafa, segir að hljómsveitin hafi beint og óbeint verið undir áhrifum frá myndinni í gegnum tíðina. „Við erum helvíti stemmdir fyrir þessu. Maður var alinn upp við þessa mynd og hún hefur eiginlega verið uppáhaldsmynd okkar allra síðan við vorum krakkar. Þetta smellpassar,“ segir hann. Tónlistin sem Sólstafir spila hefur einmitt verið kölluð víkingarokk en í tilkynningu frá RIFF segir: „Tónlist bandsins er í senn jafn mikil afurð hvínandi heimskautastorma og rauðglóandi hrauns landsins, sem og grænna engja, vindbarinna heiða og salta sævarins sem umlykur eyna.“ Í fyrra voru það þöglar myndir eftir franska frumkvöðulinn George Mélies sem leikin var tónlist undir, en árið áður var það krautrokk-goðsögnin Damo Suzuki sem lék tónlist ásamt íslenskum tónlistarmönnum við tímamótaverk þýska expressjónismans, Metropolis. Tónleikarnir fara fram hinn 1. október í Salnum í Kópavogi. RIFF Tónlist Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Þungarokkssveitin Sólstafir leikur frumsamið efni við kvikmyndina Hrafninn flýgur eftir Hrafn Gunnlaugsson á kvikmyndatónleikum Reykjavík International Film Festival í ár. Myndin var frumsýnd árið 1984 og fagnar því þrjátíu ára afmæli í ár. Guðmundur Óli Pálmason, trommari Sólstafa, segir að hljómsveitin hafi beint og óbeint verið undir áhrifum frá myndinni í gegnum tíðina. „Við erum helvíti stemmdir fyrir þessu. Maður var alinn upp við þessa mynd og hún hefur eiginlega verið uppáhaldsmynd okkar allra síðan við vorum krakkar. Þetta smellpassar,“ segir hann. Tónlistin sem Sólstafir spila hefur einmitt verið kölluð víkingarokk en í tilkynningu frá RIFF segir: „Tónlist bandsins er í senn jafn mikil afurð hvínandi heimskautastorma og rauðglóandi hrauns landsins, sem og grænna engja, vindbarinna heiða og salta sævarins sem umlykur eyna.“ Í fyrra voru það þöglar myndir eftir franska frumkvöðulinn George Mélies sem leikin var tónlist undir, en árið áður var það krautrokk-goðsögnin Damo Suzuki sem lék tónlist ásamt íslenskum tónlistarmönnum við tímamótaverk þýska expressjónismans, Metropolis. Tónleikarnir fara fram hinn 1. október í Salnum í Kópavogi.
RIFF Tónlist Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira