Frumsýna fimm verk Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. ágúst 2014 11:00 "Þetta er hátíð okkar hjóna,“ segir Ragnheiður en tekur fram að styrkir komi frá borg og ríki. Fréttablaðið/GVA „Á undanförnum árum höfum við jafnan frumsýnt íslensk leikverk og látið þau mæta erlendum verkum en nú ákváðum við að einblína eingöngu á íslenskar sýningar. Þær eru sjö talsins, þar af fimm frumsýningar,“ segir Ragnheiður Skúladóttir um Lókal - leiklistarhátíðina sem hefst í kvöld. Ragnheiður hefur verið framkvæmdastjóri hátíðarinnar frá upphafi en hún og Bjarni Jónsson maður hennar eru einnig listrænir stjórnendur. „Þetta er hátíð okkar hjóna,“ segir hún glaðlega en tekur fram að ríki og borg hafi styrkt Lókal frá byrjun. Svo fer hún nokkrum orðum um efni sýninganna í ár. „Í verkinu Blind Spotting verðum við vitni að ögrandi danslist Margrétar Söru, í Petru kynnumst við ömmunni sem arfleiddi fjölskyldu sína að nokkrum tonnum af grjóti og í Guddu fylgjumst við með sjeikspírskum sálfræðihernaði samleigjenda í Vesturbænum. Einnig fáum við aðgang að furðulegum heimi Bláskjás, í Flækjum tökum við þátt í líknandi dagskrá Kviss, Búmm Bang, við göngum um borg leyndardóma í verkinu Ég elska Reykjavík og upplifum óvæntar uppákomur í Haraldinum.“ Sýningarnar eru í Tjarnarbíói, Smiðjunni á Sölvhólsgötu 13, Borgarleikhúsinu og við Hörpu. Nánar á www.lokal.is. Menning Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Á undanförnum árum höfum við jafnan frumsýnt íslensk leikverk og látið þau mæta erlendum verkum en nú ákváðum við að einblína eingöngu á íslenskar sýningar. Þær eru sjö talsins, þar af fimm frumsýningar,“ segir Ragnheiður Skúladóttir um Lókal - leiklistarhátíðina sem hefst í kvöld. Ragnheiður hefur verið framkvæmdastjóri hátíðarinnar frá upphafi en hún og Bjarni Jónsson maður hennar eru einnig listrænir stjórnendur. „Þetta er hátíð okkar hjóna,“ segir hún glaðlega en tekur fram að ríki og borg hafi styrkt Lókal frá byrjun. Svo fer hún nokkrum orðum um efni sýninganna í ár. „Í verkinu Blind Spotting verðum við vitni að ögrandi danslist Margrétar Söru, í Petru kynnumst við ömmunni sem arfleiddi fjölskyldu sína að nokkrum tonnum af grjóti og í Guddu fylgjumst við með sjeikspírskum sálfræðihernaði samleigjenda í Vesturbænum. Einnig fáum við aðgang að furðulegum heimi Bláskjás, í Flækjum tökum við þátt í líknandi dagskrá Kviss, Búmm Bang, við göngum um borg leyndardóma í verkinu Ég elska Reykjavík og upplifum óvæntar uppákomur í Haraldinum.“ Sýningarnar eru í Tjarnarbíói, Smiðjunni á Sölvhólsgötu 13, Borgarleikhúsinu og við Hörpu. Nánar á www.lokal.is.
Menning Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira