Er nakin án skartgripanna 30. ágúst 2014 19:00 María Birta segist vera með rokkaðan stíl í bland við kvenleika. Visir/Andri Marinó „Stíllinn minn er rokkaður í bland við kvenleika, en ég er þó oftast svartklædd. Lífsstíll minn hefur tekið hamskiptum síðustu árin og hugsun mín til fatakaupa þar með breyst mikið. Ég leyfi mér frekar að kaupa fallega hönnun í dag en ég gerði áður fyrr, en ég blanda merkjavöru mikið við plain boli og buxur, en ég er ekki feimin við að vera í of litlu eða of miklu, en þori þó að viðurkenna að mér finnst ég nakin án skartsins míns. Ég og verslunin mín, Manía, tökum alltaf breytingum saman og það mun sjást á næstu mánuðum í hvers konar stuði ég er, en næstu sendingar verða t.d. bara djúsí síðar peysur, slár, gallabuxur, plain bolir og svartir hversdagsskór,“ segir María Birta Bjarnadóttir, leikkona og verslunareigandi, er hún sýnir uppáhaldsfatnað sinn úr fataskápnum.„Mig hefur í mörg ár dreymt um að eignast fallegan Balmain-jakka og ég lét það eftir mér í fyrra og því mun ég aldrei sjá eftir. Þessi jakki er eins og hannaður á mig.“„Marios-peysan mín var gjöf frá vinkonu minn, en ég hef notað hana a.m.k. 5 sinnum í viku síðan þá… komin fjögur ár síðan og ég bara get ekki skilið við þessa peysu! Ég nota hana við öll tilefni, en mér finnst hún passa við allt.“„Ég keypti mér þennan MCQ-kjól í fyrra þegar ég var að fara með myndinni „minni“, XL, á kvikmyndahátíðina í Karlovy Vary, en hann hefur verið í uppáhaldi síðan.“„Ralph Lauren- taskan mín var jólagjöf frá mömmu í fyrra og ég hef notað hana mikið síðan.“„Þessir svörtu skór komu með síðustu skósendingu í Maníu og þeir eru svo þægilegir að ég hef varla farið úr þeim síðan… svo þeir eru nýjasta uppáhaldið.“ Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
„Stíllinn minn er rokkaður í bland við kvenleika, en ég er þó oftast svartklædd. Lífsstíll minn hefur tekið hamskiptum síðustu árin og hugsun mín til fatakaupa þar með breyst mikið. Ég leyfi mér frekar að kaupa fallega hönnun í dag en ég gerði áður fyrr, en ég blanda merkjavöru mikið við plain boli og buxur, en ég er ekki feimin við að vera í of litlu eða of miklu, en þori þó að viðurkenna að mér finnst ég nakin án skartsins míns. Ég og verslunin mín, Manía, tökum alltaf breytingum saman og það mun sjást á næstu mánuðum í hvers konar stuði ég er, en næstu sendingar verða t.d. bara djúsí síðar peysur, slár, gallabuxur, plain bolir og svartir hversdagsskór,“ segir María Birta Bjarnadóttir, leikkona og verslunareigandi, er hún sýnir uppáhaldsfatnað sinn úr fataskápnum.„Mig hefur í mörg ár dreymt um að eignast fallegan Balmain-jakka og ég lét það eftir mér í fyrra og því mun ég aldrei sjá eftir. Þessi jakki er eins og hannaður á mig.“„Marios-peysan mín var gjöf frá vinkonu minn, en ég hef notað hana a.m.k. 5 sinnum í viku síðan þá… komin fjögur ár síðan og ég bara get ekki skilið við þessa peysu! Ég nota hana við öll tilefni, en mér finnst hún passa við allt.“„Ég keypti mér þennan MCQ-kjól í fyrra þegar ég var að fara með myndinni „minni“, XL, á kvikmyndahátíðina í Karlovy Vary, en hann hefur verið í uppáhaldi síðan.“„Ralph Lauren- taskan mín var jólagjöf frá mömmu í fyrra og ég hef notað hana mikið síðan.“„Þessir svörtu skór komu með síðustu skósendingu í Maníu og þeir eru svo þægilegir að ég hef varla farið úr þeim síðan… svo þeir eru nýjasta uppáhaldið.“
Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira