Keppir um verðlaun fyrir Prisoners Álfrún Pálsdóttir skrifar 2. september 2014 10:30 á fullu í Hollywood Jóhann Jóhannsson semur tónlistina fyrir myndina Theory Is Evereything sem fjallar um Stephen Hawking og verður frumsýnd síðar í mánuðinum. Tónskáldið Jóhann Jóhannsson er tilnefndur til Public Choice Awards á The World Soundtrack Awards fyrir tónlistina í myndinni the Prisoners sem var frumsýnd við góðar orðstír í fyrra. Um netkosningu er að ræða þar sem tónlist Jóhanns etur kappi við tónlist úr myndum á borð við Noah, Gravity, American Hustle og Frozen. Það er því í höndum almennings hver hreppir hnossið en hægt er að kjósa hér til 15. september. Í samtali við Fréttablaðið þegar Prisoners var frumsýnd fyrir einu ári lýsir Jóhann þessu sem draumaverkefni og segir samstarfið við leikstjóra myndarinnar, Denis Villeneuve, hafa verið sérlega gott. „Ég bjóst eiginlega ekki við að þetta yrði svona áreynslulaust enda hefur maður heyrt alls konar hryllingssögur frá fólki sem vinnur í Hollywood-maskínunni.“ Jóhann er kominn á fullt í Hollywood og með mörg járn í eldinum. Hann var að ljúka við að semja tónlistina við myndina Theory Is Everything í leikstjórn James Marsh, sem er þekktur fyrir heimildarmyndir á borð við Óskarsverðlaunamyndina Man on Wire. Myndin fjallar um Stephen Hawking og er með þeim Eddie Redmayne og Felicity Jones í aðalhlutverkum. Myndin verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto síðar í mánuðinum. Einnig semur Jóhann tónlistina fyrir myndina Sicario með þeim Emily Blunt, Josh Brolin og Benicio Del Toro í aðalhlutverkum og verður hún frumsýnd á næsta ári. Tónlist Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Tónskáldið Jóhann Jóhannsson er tilnefndur til Public Choice Awards á The World Soundtrack Awards fyrir tónlistina í myndinni the Prisoners sem var frumsýnd við góðar orðstír í fyrra. Um netkosningu er að ræða þar sem tónlist Jóhanns etur kappi við tónlist úr myndum á borð við Noah, Gravity, American Hustle og Frozen. Það er því í höndum almennings hver hreppir hnossið en hægt er að kjósa hér til 15. september. Í samtali við Fréttablaðið þegar Prisoners var frumsýnd fyrir einu ári lýsir Jóhann þessu sem draumaverkefni og segir samstarfið við leikstjóra myndarinnar, Denis Villeneuve, hafa verið sérlega gott. „Ég bjóst eiginlega ekki við að þetta yrði svona áreynslulaust enda hefur maður heyrt alls konar hryllingssögur frá fólki sem vinnur í Hollywood-maskínunni.“ Jóhann er kominn á fullt í Hollywood og með mörg járn í eldinum. Hann var að ljúka við að semja tónlistina við myndina Theory Is Everything í leikstjórn James Marsh, sem er þekktur fyrir heimildarmyndir á borð við Óskarsverðlaunamyndina Man on Wire. Myndin fjallar um Stephen Hawking og er með þeim Eddie Redmayne og Felicity Jones í aðalhlutverkum. Myndin verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto síðar í mánuðinum. Einnig semur Jóhann tónlistina fyrir myndina Sicario með þeim Emily Blunt, Josh Brolin og Benicio Del Toro í aðalhlutverkum og verður hún frumsýnd á næsta ári.
Tónlist Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira