Þarf að skoða yngri leikmenn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. september 2014 06:00 Freyr er farinn að huga að undankeppninni fyrir Evrópumótið 2017 eftir tap Íslands gegn Danmörku á Laugardalsvelli á dögunum. Fréttablaðið/pjetur Ísland mætir Ísrael og Serbíu í tveimur síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2015 í Kanada. Leikirnir fara fram 13. og 17. september og verða báðir á Laugardalsvelli. Eftir tapið fyrir Danmörku 21. ágúst á Ísland ekki lengur möguleika á að komast í umspil um sæti á HM, en þrátt fyrir það segir landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson að leikirnir gegn Ísrael og Serbíu séu mikilvægir. „Markmiðið er fyrst og fremst að vinna þessa tvo leiki, fá góða frammistöðu og halda áfram að bæta leik liðsins. Á sama tíma viljum við skoða leikmenn sem hafa spilað minna á árinu, og aðra sem hafa jafnvel ekki spilað neitt,“ sagði Freyr í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann segist vera farinn að huga að næstu undankeppni – fyrir EM 2017, en í desember verður tilkynnt hvar mótið verður haldið. „Við viljum klára undankeppni HM með sæmd og byrja að undirbúa okkur fyrir EM 2017,“ bætti landsliðsþjálfarinn við, en hann setur stefnuna á að komast beint á EM, en þátttökuþjóðum hefur verið fjölgað úr tólf í sextán. Ísland hefur komist í tvær síðustu lokakeppnir EM; 2009 í Finnlandi og 2013 í Svíþjóð.Eiga afturkvæmt í landsliðið Hópurinn sem Freyr valdi ber þess merki að hann sé farinn að huga að næstu undankeppni. Tveir nýliðar eru í hópnum: markvörðurinn Sonný Lára Þráinsdóttir úr Breiðabliki og Sigrún Ella Einarsdóttir úr Stjörnunni, en tíu af sextán leikmönnum í hópnum hafa leikið færri en 20 landsleiki. Reyndir leikmenn á borð við Hólmfríði Magnúsdóttur, Ólínu G. Viðarsdóttur og Katrínu Ómarsdóttur hlutu ekki náð fyrir augum landsliðsþjálfarans að þessu sinni. Aðspurður af hverju þær voru skildar eftir sagði Freyr: „Þessir leikmenn eru búnir að spila fjöldann allan af landsleikjum. Ég veit hvað þær hafa fram að færa og ég veit hvenær ég get nýtt þeirra styrkleika og hverjir veikleikar þeirra eru.“ Landsliðsþjálfarinn bætti við að landsliðsferli þessara leikmanna væri ekki lokið. „Allir þessir leikmenn hafa þjónað landsliðinu gríðarlega vel og það er í þeirra höndum hvort þær halda því áfram eða ekki. Ég er ekki búinn að loka neinum dyrum á þær og þær geta komist aftur í landsliðið. En ég hafði ekki not fyrir að skoða þær í þessum leikjum. Ég þarf að skoða yngri leikmenn sem og leikmenn sem hafa spilað minna.“Leikmenn með mikið sjálfstraust Meðal yngri leikmanna sem Freyr valdi í hópinn er áðurnefnd Sigrún Ella Einarsdóttir. Freyr segir að hún geti nýst landsliðinu vel á næstu árum. „Hún hefur heillað mig í sumar og spilað mjög vel. Hún er klókur og agaður leikmaður sem spilar varnarleikinn vel. Hún hefur mikinn hraða og er svona vængmaður af gamla skólanum, sem getur sótt einn á einn og er með góðar fyrirgjafir. Og ég tel hana geta þroskast í þá átt að verða leikmaður fyrir A-landsliðið.“ Alls eru sjö leikmenn frá nýkrýndum bikarmeisturum Stjörnunnar í landsliðshópnum. Freyr segir það hafa ýmsa kosti í för með sér. „Það er allavega ekki neikvætt. Þessir leikmenn eru vel þjálfaðir og með mikið sjálfstraust, enda hefur gengi Stjörnunnar verið gott.“Veit að þær geta skorað mörk Þrír leikmenn eru skráðir sem framherjar í landsliðshópnum: Fanndís Friðriksdóttir, Guðmunda Brynja Óladóttir og Harpa Þorsteinsdóttir, en sú síðastnefnda hefur farið hamförum með Stjörnunni í sumar og skorað 27 mörk í 17 deildar- og bikarleikjum. Harpa hefur þó aðeins skorað sex mörk í 44 landsleikjum, en hún, Fanndís og Guðmunda hafa samtals skorað 11 landsliðsmörk. Freyr segist ekki hafa áhyggjur af markaskorun íslenska liðsins, en viðurkennir þó að það væri gott að hafa markaskorara á borð við Margréti Láru Viðarsdóttur, sem er enn í fríi frá fótbolta eftir barnsburð. „Tölurnar hennar Hörpu með landsliðinu líta ekkert sérstaklega vel út við fyrstu sýn, en ef þú skoðar hversu mikið hún hefur spilað í hverjum leik, þá er það ekkert sérstaklega mikið.“ „Hún er fæddur markaskorari og ég hef ekki áhyggjur af henni. Að sjálfsögðu vildi ég hafa leikmann með tölfræðina hennar Margrétar Láru, en það er ekki í boði. Þetta eru þeir framherjar sem standa fremst hjá okkur í dag, ég hef trú á þeim og veit að þær geta skorað mörk,“ sagði Freyr að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Ísland mætir Ísrael og Serbíu í tveimur síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2015 í Kanada. Leikirnir fara fram 13. og 17. september og verða báðir á Laugardalsvelli. Eftir tapið fyrir Danmörku 21. ágúst á Ísland ekki lengur möguleika á að komast í umspil um sæti á HM, en þrátt fyrir það segir landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson að leikirnir gegn Ísrael og Serbíu séu mikilvægir. „Markmiðið er fyrst og fremst að vinna þessa tvo leiki, fá góða frammistöðu og halda áfram að bæta leik liðsins. Á sama tíma viljum við skoða leikmenn sem hafa spilað minna á árinu, og aðra sem hafa jafnvel ekki spilað neitt,“ sagði Freyr í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann segist vera farinn að huga að næstu undankeppni – fyrir EM 2017, en í desember verður tilkynnt hvar mótið verður haldið. „Við viljum klára undankeppni HM með sæmd og byrja að undirbúa okkur fyrir EM 2017,“ bætti landsliðsþjálfarinn við, en hann setur stefnuna á að komast beint á EM, en þátttökuþjóðum hefur verið fjölgað úr tólf í sextán. Ísland hefur komist í tvær síðustu lokakeppnir EM; 2009 í Finnlandi og 2013 í Svíþjóð.Eiga afturkvæmt í landsliðið Hópurinn sem Freyr valdi ber þess merki að hann sé farinn að huga að næstu undankeppni. Tveir nýliðar eru í hópnum: markvörðurinn Sonný Lára Þráinsdóttir úr Breiðabliki og Sigrún Ella Einarsdóttir úr Stjörnunni, en tíu af sextán leikmönnum í hópnum hafa leikið færri en 20 landsleiki. Reyndir leikmenn á borð við Hólmfríði Magnúsdóttur, Ólínu G. Viðarsdóttur og Katrínu Ómarsdóttur hlutu ekki náð fyrir augum landsliðsþjálfarans að þessu sinni. Aðspurður af hverju þær voru skildar eftir sagði Freyr: „Þessir leikmenn eru búnir að spila fjöldann allan af landsleikjum. Ég veit hvað þær hafa fram að færa og ég veit hvenær ég get nýtt þeirra styrkleika og hverjir veikleikar þeirra eru.“ Landsliðsþjálfarinn bætti við að landsliðsferli þessara leikmanna væri ekki lokið. „Allir þessir leikmenn hafa þjónað landsliðinu gríðarlega vel og það er í þeirra höndum hvort þær halda því áfram eða ekki. Ég er ekki búinn að loka neinum dyrum á þær og þær geta komist aftur í landsliðið. En ég hafði ekki not fyrir að skoða þær í þessum leikjum. Ég þarf að skoða yngri leikmenn sem og leikmenn sem hafa spilað minna.“Leikmenn með mikið sjálfstraust Meðal yngri leikmanna sem Freyr valdi í hópinn er áðurnefnd Sigrún Ella Einarsdóttir. Freyr segir að hún geti nýst landsliðinu vel á næstu árum. „Hún hefur heillað mig í sumar og spilað mjög vel. Hún er klókur og agaður leikmaður sem spilar varnarleikinn vel. Hún hefur mikinn hraða og er svona vængmaður af gamla skólanum, sem getur sótt einn á einn og er með góðar fyrirgjafir. Og ég tel hana geta þroskast í þá átt að verða leikmaður fyrir A-landsliðið.“ Alls eru sjö leikmenn frá nýkrýndum bikarmeisturum Stjörnunnar í landsliðshópnum. Freyr segir það hafa ýmsa kosti í för með sér. „Það er allavega ekki neikvætt. Þessir leikmenn eru vel þjálfaðir og með mikið sjálfstraust, enda hefur gengi Stjörnunnar verið gott.“Veit að þær geta skorað mörk Þrír leikmenn eru skráðir sem framherjar í landsliðshópnum: Fanndís Friðriksdóttir, Guðmunda Brynja Óladóttir og Harpa Þorsteinsdóttir, en sú síðastnefnda hefur farið hamförum með Stjörnunni í sumar og skorað 27 mörk í 17 deildar- og bikarleikjum. Harpa hefur þó aðeins skorað sex mörk í 44 landsleikjum, en hún, Fanndís og Guðmunda hafa samtals skorað 11 landsliðsmörk. Freyr segist ekki hafa áhyggjur af markaskorun íslenska liðsins, en viðurkennir þó að það væri gott að hafa markaskorara á borð við Margréti Láru Viðarsdóttur, sem er enn í fríi frá fótbolta eftir barnsburð. „Tölurnar hennar Hörpu með landsliðinu líta ekkert sérstaklega vel út við fyrstu sýn, en ef þú skoðar hversu mikið hún hefur spilað í hverjum leik, þá er það ekkert sérstaklega mikið.“ „Hún er fæddur markaskorari og ég hef ekki áhyggjur af henni. Að sjálfsögðu vildi ég hafa leikmann með tölfræðina hennar Margrétar Láru, en það er ekki í boði. Þetta eru þeir framherjar sem standa fremst hjá okkur í dag, ég hef trú á þeim og veit að þær geta skorað mörk,“ sagði Freyr að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira