Smíðar jólaplötu í sumarbústað Gunnar Leó Pálsson skrifar 5. september 2014 11:30 Stefán Hilmarsson hlustar hér á félaga sína leika ljúfa tóna. Mynd/Einkasafn „Ég fékk með mér mikið stórskotalið og dvöldum við tví dægra í Grímsnesi og hljóðrituðum grunna að plötunni,“ segir Stefán Hilmarsson sem er nýkominn heim menninguna eftir stutta dvöl í Grímsnesinu þar sem hann lagði grunn að nýrri jólaplötu. Hann segir það nú til dags svo auðvelt að hljóðrita hvar sem er. „Þetta er svo auðvelt í dag, við erum að tala um tölvu og nokkrar snúrur, þetta var öðruvísi í gamla daga þegar umstangið var talsvert meira,“ segir Stefán um upptökurnar. Hann hefur þó áður gefið jólaplötu en sú kom út árið 2008. „Þeir sem kannast við fyrri plötuna geta látið sig hlakka til þessarar plötu því það má segja að hún kallist svolítið á fyrri plötuna,“ bætir Stefán við. Á nýju plötunni verður aðallega að finna erlend lög sem Stefán gerir að sínum og þá eru flestir textarnir smíði Stefáns. Hún inniheldur nokkra dúetta, meðal annars með Ragnheiði Gröndal. Hann hefur í hyggju að klára plötuna á næstum vikum. „Upptökurnar færast nú til borgarinnar og lýkur innan þriggja vikna.“ Stefnt er að því að gefa plötuna út síðla í október eða í byrjun nóvember. „Ég mun fylgja plötunni eftir með jólatónleikum í Salnum líkt og í fyrra, 5. og 6. desember og 11. og 12. desember,“ bætir Stefán við en miðar fara í sölu á næstunni.Menn í góðum gír í sumarbústaðnum. Tónlist Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Ég fékk með mér mikið stórskotalið og dvöldum við tví dægra í Grímsnesi og hljóðrituðum grunna að plötunni,“ segir Stefán Hilmarsson sem er nýkominn heim menninguna eftir stutta dvöl í Grímsnesinu þar sem hann lagði grunn að nýrri jólaplötu. Hann segir það nú til dags svo auðvelt að hljóðrita hvar sem er. „Þetta er svo auðvelt í dag, við erum að tala um tölvu og nokkrar snúrur, þetta var öðruvísi í gamla daga þegar umstangið var talsvert meira,“ segir Stefán um upptökurnar. Hann hefur þó áður gefið jólaplötu en sú kom út árið 2008. „Þeir sem kannast við fyrri plötuna geta látið sig hlakka til þessarar plötu því það má segja að hún kallist svolítið á fyrri plötuna,“ bætir Stefán við. Á nýju plötunni verður aðallega að finna erlend lög sem Stefán gerir að sínum og þá eru flestir textarnir smíði Stefáns. Hún inniheldur nokkra dúetta, meðal annars með Ragnheiði Gröndal. Hann hefur í hyggju að klára plötuna á næstum vikum. „Upptökurnar færast nú til borgarinnar og lýkur innan þriggja vikna.“ Stefnt er að því að gefa plötuna út síðla í október eða í byrjun nóvember. „Ég mun fylgja plötunni eftir með jólatónleikum í Salnum líkt og í fyrra, 5. og 6. desember og 11. og 12. desember,“ bætir Stefán við en miðar fara í sölu á næstunni.Menn í góðum gír í sumarbústaðnum.
Tónlist Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira