Hugmynd sem lét mig ekki í friði Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. september 2014 14:00 Álfrún í hlutverki sínu í Kameljóni sem hún sýnir í Tjarnarbíói. Mynd/Ásgeir Ásgeirsson „Kameljón er fyrsti einleikurinn minn og það var mikil áskorun að takast á við hann. Ég samdi hann líka ásamt Margréti systur minni og Friðgeiri Einarssyni – fékk hugmynd sem lét mig ekki í friði!“ segir Álfrún Örnólfsdóttir leikkona. Hún hefur hafið sýningar á einleiknum Kameljóni í Tjarnarbíói sem snýst um spurninguna um að vera eða ekki vera. Einstök aðlögunarhæfni og sífelld hamskipti valda því að Kameljónið veit ekki lengur hver grunnlitur þess er og í verkinu óttast aðalpersónan að hún sé aðeins endurspeglun af þeim sem á vegi hennar verða en ákveður að hafa uppi á sjálfri sér. Álfrún frumsýndi Kameljón fyrst á Lókal fyrir tveimur árum og fór með það á Act Alone á Suðureyri í fyrrasumar. Hinar góðu viðtökur voru henni hvatning til að taka það upp aftur enda kveðst hún aldrei fá nóg af því að pæla í hvernig umhverfið móti manneskjuna. Leikstjóri er Friðgeir Einarsson. „Ég gerði örlitlar styttingar og smávægilegar breytingar á verkinu núna, mest til að láta það falla betur inn í rýmið,“ segir Álfrún og tekur fram að sýningin sé 70 mínútur að lengd og án hlés. Menning Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Kameljón er fyrsti einleikurinn minn og það var mikil áskorun að takast á við hann. Ég samdi hann líka ásamt Margréti systur minni og Friðgeiri Einarssyni – fékk hugmynd sem lét mig ekki í friði!“ segir Álfrún Örnólfsdóttir leikkona. Hún hefur hafið sýningar á einleiknum Kameljóni í Tjarnarbíói sem snýst um spurninguna um að vera eða ekki vera. Einstök aðlögunarhæfni og sífelld hamskipti valda því að Kameljónið veit ekki lengur hver grunnlitur þess er og í verkinu óttast aðalpersónan að hún sé aðeins endurspeglun af þeim sem á vegi hennar verða en ákveður að hafa uppi á sjálfri sér. Álfrún frumsýndi Kameljón fyrst á Lókal fyrir tveimur árum og fór með það á Act Alone á Suðureyri í fyrrasumar. Hinar góðu viðtökur voru henni hvatning til að taka það upp aftur enda kveðst hún aldrei fá nóg af því að pæla í hvernig umhverfið móti manneskjuna. Leikstjóri er Friðgeir Einarsson. „Ég gerði örlitlar styttingar og smávægilegar breytingar á verkinu núna, mest til að láta það falla betur inn í rýmið,“ segir Álfrún og tekur fram að sýningin sé 70 mínútur að lengd og án hlés.
Menning Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira