Trommusettið fer fremst á sviðið Gunnar Leó Pálsson skrifar 12. september 2014 11:00 Birgir Jónsson og Kristinn Snær Agnarsson. Vísir/Ernir „Okkur Kidda datt þetta í hug í sumar, á Eistnaflugi nánar tiltekið. Við stóðum allir trommararnir saman og vorum að ræða saman um trommuleik og annað og þá kom þessi umræða upp,“ segir Birgir Jónsson, trommuleikari hljómsveitarinnar Dimmu. Hann og trommuleikarinn Kristinn Snær Agnarsson standa fyrir tónleikum til heiðurs John Bonham, trommuleikara Led Zeppelin, undir nafninu Stóri hvellur, en allur ágóði af tónleikunum rennur til styrktar MND félaginu. „Tenging slagverkssamfélagsins á Íslandi við MND samtökin er augljós enda var trommuleikarinn Rafn Jónsson einn af stofnendum samtakanna áður en sjúkdómurinn dró hann til dauða eftir hetjulega baráttu árið 2004,“ segir Birgir. Sonur Rafns, Egill Rafnsson sem er einn af okkar flottari rokktrommurum, kemur sérstaklega frá London, þar sem hann býr, til þess að spila á tónleikunum. Á tónleikunum verður trommusettið í forgrunni. „Við ætlum að brjóta reglurnar og stilla trommusettinu fremst og hafa það framarlega í mixinu. Það verður gaman þegar þessir trymblar fara í spor Bonhams en hann er af flestum talinn vera einn af áhrifamestu rokktrommuleikurum tónlistarsögunnar. Þetta er kvöld trommaranna,“ segir Birgir léttur í lundu.John BonhamVísir/GettyFyrir utan alla trommarana ellefu koma einnig fram aðrir frábærir hljóðfæraleikarar og söngvarar. „Það eru einhverjir sex söngvarar, sex gítarleikarar og fjórir bassaleikarar sem koma fram á tónleikunum. Allt eru þetta frábærir hljóðfæraleikarar sem eru mjög framarlega í senunni.“Tónleikarnir fara fram þann 12. október næstkomandi í Hörpu en um sömu helgi verður einnig haldin mikil trommarahátíð í hátíðarsal FÍH þegar Trommarinn 2014 fer þar fram. „Þessi helgi verður algjör veisla fyrir alla trommuleikara og trommuáhugamenn,“ bætir Birgir við.Fram koma:Arnar Geir Ómarsson (HAM)Arnar Gíslason (Dr. Spock, Mugison)Birgir Jónsson (DIMMA)Björn Stefánsson (Mínus)Egill Rafnsson (Sign, Grafík)Hallur Ingólfsson (XIII, HAM)Halldór Lárusson (Júpíters, Bubbi & MX-21)Hrafnkell Örn Guðjónsson (Agent Fresco)Kristinn Snær Agnarsson (John Grant)Kristján B. Heiðarsson (Nykur, Skurk)Jón Geir Jóhannsson (Skálmöld)nÞorvaldur Þór Þorvaldsson (Jónsi, Bloodgroup) Tónlist Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Okkur Kidda datt þetta í hug í sumar, á Eistnaflugi nánar tiltekið. Við stóðum allir trommararnir saman og vorum að ræða saman um trommuleik og annað og þá kom þessi umræða upp,“ segir Birgir Jónsson, trommuleikari hljómsveitarinnar Dimmu. Hann og trommuleikarinn Kristinn Snær Agnarsson standa fyrir tónleikum til heiðurs John Bonham, trommuleikara Led Zeppelin, undir nafninu Stóri hvellur, en allur ágóði af tónleikunum rennur til styrktar MND félaginu. „Tenging slagverkssamfélagsins á Íslandi við MND samtökin er augljós enda var trommuleikarinn Rafn Jónsson einn af stofnendum samtakanna áður en sjúkdómurinn dró hann til dauða eftir hetjulega baráttu árið 2004,“ segir Birgir. Sonur Rafns, Egill Rafnsson sem er einn af okkar flottari rokktrommurum, kemur sérstaklega frá London, þar sem hann býr, til þess að spila á tónleikunum. Á tónleikunum verður trommusettið í forgrunni. „Við ætlum að brjóta reglurnar og stilla trommusettinu fremst og hafa það framarlega í mixinu. Það verður gaman þegar þessir trymblar fara í spor Bonhams en hann er af flestum talinn vera einn af áhrifamestu rokktrommuleikurum tónlistarsögunnar. Þetta er kvöld trommaranna,“ segir Birgir léttur í lundu.John BonhamVísir/GettyFyrir utan alla trommarana ellefu koma einnig fram aðrir frábærir hljóðfæraleikarar og söngvarar. „Það eru einhverjir sex söngvarar, sex gítarleikarar og fjórir bassaleikarar sem koma fram á tónleikunum. Allt eru þetta frábærir hljóðfæraleikarar sem eru mjög framarlega í senunni.“Tónleikarnir fara fram þann 12. október næstkomandi í Hörpu en um sömu helgi verður einnig haldin mikil trommarahátíð í hátíðarsal FÍH þegar Trommarinn 2014 fer þar fram. „Þessi helgi verður algjör veisla fyrir alla trommuleikara og trommuáhugamenn,“ bætir Birgir við.Fram koma:Arnar Geir Ómarsson (HAM)Arnar Gíslason (Dr. Spock, Mugison)Birgir Jónsson (DIMMA)Björn Stefánsson (Mínus)Egill Rafnsson (Sign, Grafík)Hallur Ingólfsson (XIII, HAM)Halldór Lárusson (Júpíters, Bubbi & MX-21)Hrafnkell Örn Guðjónsson (Agent Fresco)Kristinn Snær Agnarsson (John Grant)Kristján B. Heiðarsson (Nykur, Skurk)Jón Geir Jóhannsson (Skálmöld)nÞorvaldur Þór Þorvaldsson (Jónsi, Bloodgroup)
Tónlist Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira