Ekkert kynlíf fyrir tónleikana Gunnar Leó Pálsson skrifar 18. september 2014 09:30 Friðrik Ómar vill að sitt fólk verði úthvílt fyrir tónleikamaraþonið sem fram fer í Hofi á laugardag. mynd/ Gunnlaugur Rögnvaldsson „Þau þurfa að nýta alla sína orku og úthald, þess vegna er það brottrekstrarsök að stunda kynlíf fyrir tónleika, sérstaklega fyrir svona törn eins og þetta verður um helgina,“ segir Friðrik Ómar Hjörleifsson, en hann stendur fyrir þrennum Bat out of hell heiðurstónleikum í Hofi á Akureyri á laugardaginn. Hann segist ekki hafa tekið þrenna tónleika samdægurs síðan hann hélt afmælistónleika sína árið 2011. Hann hefur þó undirbúið maraþonið vel og verður vel hugsað um tónlistarmennina á milli tónleika. „Við verðum með þrjá nuddara sem ætla losa um streituna hjá listamönnunum og svo verðum við einnig með kokk sem ætlar að elda hollan mat ofan í okkur,“ útskýrir Friðrik Ómar. Fyrstu tónleikarnir hefjast klukkan 17.00 og þeir síðustu klukkan 23.00. „Listamennirnir munu standa í tónlistarflutningi í um það bil átta klukkustundir með tæknirennsli og þess háttar, þannig að þetta verður maraþon,“ bætir Friðrik Ómar við léttur í lundu. Eftir þessa þrennu tónleika munu um fimm þúsund manns hafa séð þá. „Við vorum líka á Fiskidaginn á Dalvík, þannig að þetta eru um 35.000 manns ef við tökum Fiskidaginn með.“ Bat out of hell-tónleikarnir verða svo aftur í Eldborgarsalnum þann 7. febrúar. „Við erum ótrúlega ánægð með þessar frábæru viðtökur sem tónleikarnir hafa fengið.“ Miðasala á tónleikana í Hofi er á midi.is. Tónlist Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Þau þurfa að nýta alla sína orku og úthald, þess vegna er það brottrekstrarsök að stunda kynlíf fyrir tónleika, sérstaklega fyrir svona törn eins og þetta verður um helgina,“ segir Friðrik Ómar Hjörleifsson, en hann stendur fyrir þrennum Bat out of hell heiðurstónleikum í Hofi á Akureyri á laugardaginn. Hann segist ekki hafa tekið þrenna tónleika samdægurs síðan hann hélt afmælistónleika sína árið 2011. Hann hefur þó undirbúið maraþonið vel og verður vel hugsað um tónlistarmennina á milli tónleika. „Við verðum með þrjá nuddara sem ætla losa um streituna hjá listamönnunum og svo verðum við einnig með kokk sem ætlar að elda hollan mat ofan í okkur,“ útskýrir Friðrik Ómar. Fyrstu tónleikarnir hefjast klukkan 17.00 og þeir síðustu klukkan 23.00. „Listamennirnir munu standa í tónlistarflutningi í um það bil átta klukkustundir með tæknirennsli og þess háttar, þannig að þetta verður maraþon,“ bætir Friðrik Ómar við léttur í lundu. Eftir þessa þrennu tónleika munu um fimm þúsund manns hafa séð þá. „Við vorum líka á Fiskidaginn á Dalvík, þannig að þetta eru um 35.000 manns ef við tökum Fiskidaginn með.“ Bat out of hell-tónleikarnir verða svo aftur í Eldborgarsalnum þann 7. febrúar. „Við erum ótrúlega ánægð með þessar frábæru viðtökur sem tónleikarnir hafa fengið.“ Miðasala á tónleikana í Hofi er á midi.is.
Tónlist Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira