Vilja ekki festast aftur Gunnar Leó Pálsson skrifar 19. september 2014 13:00 Reggíhljómsveitin UB40 kemur fram í Hörpu í kvöld. Vísir/getty „Þetta er í fyrsta sinn sem ég kem til Íslands en mig hefur alltaf langað til að koma. Það væri samt verra ef við myndum festast á Íslandi því við þurfum að fara til Hollands daginn eftir tónleikana,“ segir Mickey Virtue, hljómborðsleikari reggíhljómsveitarinnar UB40, en sveitin kemur fram á tónleikum í Hörpu í kvöld. Hann segist vita ýmislegt um landið og hefur mikinn áhuga á því, sérstaklega út af eldvirkninni. Hann og hljómsveitin fengu eins og svo margir að kenna á eldgosinu í Eyjafjallajökli árið 2010. „Við vorum föst í sex daga í Suður-Ameríku á þessu tímabili, við áttum að fljúga til Evrópu en það var ekkert flogið út af gosinu,“ bætir Virtue við og vonar það besta. UB40 kemur frá Birmingham á Englandi, var stofnuð 1978 og hefur fjórum sinnum hlotið tilnefningu til Grammy-verðlaunanna fyrir reggíplötu ársins. Þá hefur sveitin selt yfir 70 milljónir platna á heimsvísu sem telst ansi gott. „Ég, Astro og Ali Campbell erum einu upprunalegu meðlimirnir sem spila með sveitinni í dag. Við erum samt alveg tólf sem erum á sviðinu og erum með blásarasveit með okkur og það gengur mjög vel,“ segir Virtue. Sveitin hefur gefið út yfir tuttugu plötur og þar af þrjár sem innihalda tökulög. Ný plata frá UB40 mun líta dagsins ljós í næsta mánuði. Af hverju fer hljómsveit frá Birmingham að spila reggí? „Þetta er svo mikil fjölmenningarborg og það var ekki erfitt fyrir okkur að nálgast reggímúsík. Það voru klúbbar sem spiluðu reggí og svo var Bob Marley auðvitað á lífi á þessum tíma,“ segir Virtue. Hann segir reggí vera mjög alþjóðlega tónlist og hvar sem hann komi skilji allir reggítónlistina. Hann telur einnig að umrædd tónlistarstefna hafi verið mjög mikilvæg í tónlistarsögunni. „Við hefðum ekki haft hipphopp í þeirri mynd sem við þekkjum í dag nema vegna reggítónlistarinnar. Fólk úti um allt hefur gaman af reggímúsík.“ UB40 hefur komið fram í ýmsum myndum á ferlinum en er nú í fyrsta sinn síðan árið 2008 að koma saman með þeim Ali Campbell og Mickey Virtue því þeir hættu báðir árið 2008 vegna ágreinings. Tónleikarnir í fara fram í Eldborgarsalnum í Hörpu í kvöld og hefjast klukkan 20.00. Tónlist Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Fleiri fréttir Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
„Þetta er í fyrsta sinn sem ég kem til Íslands en mig hefur alltaf langað til að koma. Það væri samt verra ef við myndum festast á Íslandi því við þurfum að fara til Hollands daginn eftir tónleikana,“ segir Mickey Virtue, hljómborðsleikari reggíhljómsveitarinnar UB40, en sveitin kemur fram á tónleikum í Hörpu í kvöld. Hann segist vita ýmislegt um landið og hefur mikinn áhuga á því, sérstaklega út af eldvirkninni. Hann og hljómsveitin fengu eins og svo margir að kenna á eldgosinu í Eyjafjallajökli árið 2010. „Við vorum föst í sex daga í Suður-Ameríku á þessu tímabili, við áttum að fljúga til Evrópu en það var ekkert flogið út af gosinu,“ bætir Virtue við og vonar það besta. UB40 kemur frá Birmingham á Englandi, var stofnuð 1978 og hefur fjórum sinnum hlotið tilnefningu til Grammy-verðlaunanna fyrir reggíplötu ársins. Þá hefur sveitin selt yfir 70 milljónir platna á heimsvísu sem telst ansi gott. „Ég, Astro og Ali Campbell erum einu upprunalegu meðlimirnir sem spila með sveitinni í dag. Við erum samt alveg tólf sem erum á sviðinu og erum með blásarasveit með okkur og það gengur mjög vel,“ segir Virtue. Sveitin hefur gefið út yfir tuttugu plötur og þar af þrjár sem innihalda tökulög. Ný plata frá UB40 mun líta dagsins ljós í næsta mánuði. Af hverju fer hljómsveit frá Birmingham að spila reggí? „Þetta er svo mikil fjölmenningarborg og það var ekki erfitt fyrir okkur að nálgast reggímúsík. Það voru klúbbar sem spiluðu reggí og svo var Bob Marley auðvitað á lífi á þessum tíma,“ segir Virtue. Hann segir reggí vera mjög alþjóðlega tónlist og hvar sem hann komi skilji allir reggítónlistina. Hann telur einnig að umrædd tónlistarstefna hafi verið mjög mikilvæg í tónlistarsögunni. „Við hefðum ekki haft hipphopp í þeirri mynd sem við þekkjum í dag nema vegna reggítónlistarinnar. Fólk úti um allt hefur gaman af reggímúsík.“ UB40 hefur komið fram í ýmsum myndum á ferlinum en er nú í fyrsta sinn síðan árið 2008 að koma saman með þeim Ali Campbell og Mickey Virtue því þeir hættu báðir árið 2008 vegna ágreinings. Tónleikarnir í fara fram í Eldborgarsalnum í Hörpu í kvöld og hefjast klukkan 20.00.
Tónlist Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Fleiri fréttir Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira