Fantasía um eigin kynslóð Friðrika Benónýsdóttir skrifar 20. september 2014 11:00 Sverrir Norland. „Langar okkur ekki öll að vera hamingjusöm, rækta hæfileika okkar, finna ástina, bægja burt kvíðanum og verða heilsteyptar og vandaðar manneskjur?” Vísir/Valli Það er alls ekki meiningin að reyna að lýsa hlutskipti ungra karlmanna, enda veit ég ekki hvort ég er til þess fallinn. Mér finnst það dálítið mikil einföldun að útgangspunkturinn sé viðhorf ungs karlmanns. Ég held að það hvernig fólk almennt hugsar sé að breytast, án þess að ég ætli mér að vera með einhverjar yfirlýsingar um hlutverk kynjanna,“ segir Sverrir Norland, spurður hvort hann sé að lýsa hlutskipti ungra karlmanna í samtímanum í skáldsögunni Kvíðasnillingar. „Þetta er miklu meira mín fantasía um mína kynslóð heldur en einhver raunsæ lýsing á lífi hennar.“ Kvíðasnillingarnir er fyrsta skáldsaga Sverris en hann hefur áður sent frá sér smásögur og ljóð auk þess að halda úti eigin vefsíðu, þar sem ný myndasaga birtist á hverjum degi, og hafa reynt fyrir sér sem tónlistarmaður. Þar sem aðalpersónurnar þrjár, vinirnir Steinar, Óskar og Herbert, eru myndasöguteiknari, tónlistarmaður og skáld liggur beint við að spyrja hvort þeir séu birtingarmyndir ólíkra hliða hans sjálfs. „Já, ætli það ekki bara,“ segir hann og hlær. „En þeir hafa auðvitað ýmsa drætti frá öðrum líka.“ Eitt af því sem vekur athygli við lestur bókarinnar er málfar persónanna, sem er ansi sérstakt. „Ég vil ekkert líkja eftir því hvernig fólk talar í raunveruleikanum,“ segir Sverrir. „Ég læt vinina tala miklu flottara mál þegar þeir eru strákar heldur en þegar þeir eru fullorðnir og hugsunin á bak við það var að þegar þeir eru litlir vita þeir í rauninni ekkert hverjir þeir eru og herma bara eftir því sem þeim finnst flott. Þegar þeir eldast kemur í ljós að sérstaklega skáldið kann bara alls ekki að tala, það endurspeglar dálítið hver hann er og suma af minni kynslóð finnst mér.“ Í bókinni eru sterkar vísanir í það sem hefur gerst í íslensku samfélagi undanfarin ár en Sverrir segist hafa reynt að halda því í bakgrunni sögunnar. „Ég er ekki, allavega ekki enn, neitt að reyna að predika. Mér finnst það rýra skáldskapinn. Ég hef skrifað mjög mikið undanfarin ár og eiginlega skapað eigin heim, þótt það hafi ekki verið markmiðið. Það var kannski bara tilviljun að þessar persónur lentu í þessari bók en ekki einhverri annarri. Ég er með nokkrar aðrar sögur í vinnslu þar sem sumar persónurnar úr þessari koma fyrir.“ En hvernig myndi Sverrir skilgreina þema Kvíðasnillinganna? „Líklega mætti súmmera þema bókarinnar upp einhvern veginn svona: Langar okkur ekki öll að vera hamingjusöm, rækta hæfileika okkar, finna ástina, bægja burt kvíðanum og verða heilsteyptar og vandaðar manneskjur? Ég held að bókin fjalli að mestu leyti um slíka drauma og leitina að samastað í tilverunni. Að verða ástfanginn af einhverjum sem fagnar manni eins og maður er og kennir manni að slappa af. Að kynnast því hvernig vinirnir geta svikið mann og hvað það er nauðsynlegt að fyrirgefa þeim og fatta um leið að það er allt í lagi að klúðra stundum málum og láta bara allt fara í steik, þannig er það einfaldlega að vera mennskur. Við erum flest, ef ekki öll, hálfgerðir kvíðasnillingar.“ Menning Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
Það er alls ekki meiningin að reyna að lýsa hlutskipti ungra karlmanna, enda veit ég ekki hvort ég er til þess fallinn. Mér finnst það dálítið mikil einföldun að útgangspunkturinn sé viðhorf ungs karlmanns. Ég held að það hvernig fólk almennt hugsar sé að breytast, án þess að ég ætli mér að vera með einhverjar yfirlýsingar um hlutverk kynjanna,“ segir Sverrir Norland, spurður hvort hann sé að lýsa hlutskipti ungra karlmanna í samtímanum í skáldsögunni Kvíðasnillingar. „Þetta er miklu meira mín fantasía um mína kynslóð heldur en einhver raunsæ lýsing á lífi hennar.“ Kvíðasnillingarnir er fyrsta skáldsaga Sverris en hann hefur áður sent frá sér smásögur og ljóð auk þess að halda úti eigin vefsíðu, þar sem ný myndasaga birtist á hverjum degi, og hafa reynt fyrir sér sem tónlistarmaður. Þar sem aðalpersónurnar þrjár, vinirnir Steinar, Óskar og Herbert, eru myndasöguteiknari, tónlistarmaður og skáld liggur beint við að spyrja hvort þeir séu birtingarmyndir ólíkra hliða hans sjálfs. „Já, ætli það ekki bara,“ segir hann og hlær. „En þeir hafa auðvitað ýmsa drætti frá öðrum líka.“ Eitt af því sem vekur athygli við lestur bókarinnar er málfar persónanna, sem er ansi sérstakt. „Ég vil ekkert líkja eftir því hvernig fólk talar í raunveruleikanum,“ segir Sverrir. „Ég læt vinina tala miklu flottara mál þegar þeir eru strákar heldur en þegar þeir eru fullorðnir og hugsunin á bak við það var að þegar þeir eru litlir vita þeir í rauninni ekkert hverjir þeir eru og herma bara eftir því sem þeim finnst flott. Þegar þeir eldast kemur í ljós að sérstaklega skáldið kann bara alls ekki að tala, það endurspeglar dálítið hver hann er og suma af minni kynslóð finnst mér.“ Í bókinni eru sterkar vísanir í það sem hefur gerst í íslensku samfélagi undanfarin ár en Sverrir segist hafa reynt að halda því í bakgrunni sögunnar. „Ég er ekki, allavega ekki enn, neitt að reyna að predika. Mér finnst það rýra skáldskapinn. Ég hef skrifað mjög mikið undanfarin ár og eiginlega skapað eigin heim, þótt það hafi ekki verið markmiðið. Það var kannski bara tilviljun að þessar persónur lentu í þessari bók en ekki einhverri annarri. Ég er með nokkrar aðrar sögur í vinnslu þar sem sumar persónurnar úr þessari koma fyrir.“ En hvernig myndi Sverrir skilgreina þema Kvíðasnillinganna? „Líklega mætti súmmera þema bókarinnar upp einhvern veginn svona: Langar okkur ekki öll að vera hamingjusöm, rækta hæfileika okkar, finna ástina, bægja burt kvíðanum og verða heilsteyptar og vandaðar manneskjur? Ég held að bókin fjalli að mestu leyti um slíka drauma og leitina að samastað í tilverunni. Að verða ástfanginn af einhverjum sem fagnar manni eins og maður er og kennir manni að slappa af. Að kynnast því hvernig vinirnir geta svikið mann og hvað það er nauðsynlegt að fyrirgefa þeim og fatta um leið að það er allt í lagi að klúðra stundum málum og láta bara allt fara í steik, þannig er það einfaldlega að vera mennskur. Við erum flest, ef ekki öll, hálfgerðir kvíðasnillingar.“
Menning Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira