L´enfant terrible: Trúir ekki á trend Álfrún Pálsdóttir skrifar 20. september 2014 10:30 Jean Paul Gaultier lýsti nýverið því yfir að á tískuvikunni í París eftir nokkrar vikur myndi hann sýna síðustu "ready-to-wear" fatalínu sína. Hann ætlar að einbeita sér að hátísku, ilmvötnum og samstörfum á borð við ofangreint fyrir Lindex í framtíðinni. Franski fatahönnuðurinn Jean Paul Gaultier er oftast kallaður „enfant terrible“ eða óþekktarangi franska tískuheimsins. Hönnuðurinn sem fer óhefbundnar leiðir en nær að fanga hið eftirsótta franska andrúmsloft í fatahönnun sinni. „Nei, ég vil bara einn expressó. Ég má ekki fá mér neitt sætabrauð, er búinn að bæta svo á mig síðustu daga. Ég elska mat og gæti talað við þig í allan dag um það,“ segir Jean Paul Gaultier og glottir stríðnislega. Við erum stödd í höfuðstöðvum sænsku verslanakeðjunnar Lindex í Gautaborg umvafin nýrri línu kappans fyrir keðjuna sem er væntanleg í verslanir, þar á meðal á Íslandi, þann 8. október. Gaultier er einn frægasti fatahönnuður seinni tíma og hefur verið iðinn við að töfra fram nýjar fatalínur á tískupallana frá því að fyrsta línan hans leit dagsins ljós fyrir 38 árum. Hann hóf sinn feril aðeins 18 ára gamall þegar hönnuðurinn Pierre Cardin réði hann sem aðstoðarmann og frá því hefur leiðin aðeins legið upp á við fyrir Gaultier. Með þrjóskuna og vinnusemina að vopni að sögn hönnuðarins. Falleg föt í vetrarfataskápinn.Laug sig áfram Þrátt fyrir að vera sjálflærður í faginu hefur Gaultier alltaf vitað að hann ætlaði að leggja fatahönnun fyrir sig. Hann er þekktur sem maðurinn sem gaf lítið fyrir hinar hefðbundnu kynjamyndir í fatahönnun, klæddi karlmenn í pils og gerði undirfatnað að hversdagslegum flíkum. Röndótta munstrið fékk uppreisn æru undir hans stjórn, munstur sem hefur fylgt honum síðan. „Ég gat aldrei neitt í fótbolta og var alltaf valinn síðastur í lið í íþróttum. Svo ég þurfti að finna mér eitthvað til að skera mig úr hópum, því það er það sem við gerum – við sem viljum ekki falla inn í fjöldann og fá viðurkenningu frá umhverfinu. Svo ég laug. Þóttist eiga frænku sem var fyrirsæta og sýndi öllum forsíður tímarita með myndum af platfrænku minni. Seinna vann ég með þessari fyrirsætu, hún heitir Gunella og er sænsk, og við hlógum að þessari sögu,“ segir Gaultier og brosir. „Ég hafði alltaf áhuga á fötum og fatasamsetningum. Tók eftir því sem fólk klæddist á götum úti, enda hefur það alltaf verið minn innblástur. Götutískan.“Ekkert fer úr tísku Gaultier var sem fyrr segir staddur í Svíþjóð í nokkra daga til þess að kynna fatalínu sína sem hann vann í samstarfi við Lindex. Hann er mjög ánægður með afraksturinn og segir línuna bæði endurspegla hann sem hönnuð og sömuleiðis passa breiðum hópi, sem er vandasamt verkefni þegar hannað er fyrir svona stóra verslanakeðju. Aðspurður hvað sé það sem beri hæst í haust- og vetrartískunni er Gaultier fljótur að svara. „Allt og ekkert. Ég trúi ekki á „trend“ og að það sé eitthvað sem kemur og fer úr tísku. Þetta snýst allt um að para saman flíkur á mismunandi hátt. Finna sér sinn eigin stíl og líða vel. Þá lítur allt vel út. Allt í þessari línu til dæmis passar saman á einn eða annan hátt, og mun gera það næstu tuttugu árin ef maður er sniðugur.“Madonna var ófeimin að ganga berbrjósta niður tískupallinn fyrir Gaultier árið 1992.Endurspeglar fjölbreytileikann Gaultier hefur alltaf gert mikið úr sýningum sínum og notað óhefðbundnar leiðir til að miðla hönnun sinni á pallinum. Frægt fólk á borð við Madonnu,Billy Idol, Conchitu Wurst, Catherine Deneuve og Ditu von Teese hafa öll gengið tískupallinn fyrir hönnuðinn. „Ég hef alltaf lagt mikið upp úr tískusýningum mínum þar sem ég vil endurspegla fjölbreytileika samfélagsins og búa til flotta sýningu. Ég legg mikið upp úr því að nota fyrirsætur af öllum stærðum og gerðum. Sem stundum er erfitt verkefni því það er auðvelt að nota fyrirsætur sem steyptar eru í sama formið og passa í prufuflíkurnar. En ég heillast af og fæ innblástur af fólkinu í kringum mig, og það er jafn misjafnt og það er margt. Um daginn var ég staddur í fríi á Grikklandi, ég elska sólina og reyni að fara alltaf í frí í sól. Talandi um sól þá fannst mér Svíþjóð vera mjög grátt og leiðinlegt land fyrst þegar ég kom þangað á níunda áratugnum. En ekki lengur – hér skein sólin meira í sumar en í París. Við vorum með skelfilegt sumar þar, bara rigning út í eitt. En ég var í Grikklandi og þar sá ég gullfallega stúlku með öðruvísi útlit en gengur og gerist ganga fram hjá mér. Ég stoppaði hana og fékk að taka mynd. Nú er þessi stelpa að koma með foreldrum sínum til Parísar og verður með í sýningunni minni. Þetta verður í fyrsta sinn sem hún fer til útlanda. Er það ekki frábært, oui?” segir Gaultier og kinkar kolli brosandi.Milla Jovovich í Fifth Element í búning eftir Gaultier.Uppalandi og kvikmyndagerðarmaður Hann er brosmildur þessi 62 ára gamli hönnuður sem hefur lifað og hrærst í tískuheiminum í tæplega fjörutíu ár. Og jarðbundinn, sem er líklega erfitt í þessum oft og tíðum sundraða heimi. Gaultier á til að mynda heiðurinn af því að ala upp nokkra af frægustu hönnuðum dagsins í dag; Nicholas Ghesquière sem nú hannar fyrir Louis Vuitton og Martin Margiela. Gaultier er mikill kvikmyndaáhugamaður og er fyrsti fatahönnuðurinn sem sat í dómnefnd kvikmyndahátíðarinnar í Cannes árið 2012. Hann hefur fengið að yfirfæra sköpunarkraftinn á hvíta tjaldið og séð um búninga í myndum á borð við Fifth Element eftir Luc Besson, hver man ekki eftir hvíta gallanum hennar Millu Jovovich, og Kika eftir Pedro Almodóvar. Þar segir Gaultier hann hafa fengið útrás fyrir að búa til sinn eigin heim, óháðan tískustefnum.Eurovision-aðdáandi Talið berst að söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva þar sem Gaultier hefur oftar en ekki hannað búninga fyrir keppendur sem og kynna keppninnar. Nú síðast Wurst, sem hann svo notaði til að loka tískusýningu sinni í París í fyrra. Gaultier er gallharður aðdáandi keppninnar og heldur alltaf Eurovision-partí, má segja að íslenskum sið. „Hver elskar ekki Eurovision? Þetta er frábær keppni og leið til að fá alla Evrópu til að sameinast. Við Frakkar höfum samt ekki getað neitt í þessari keppni undanfarin ár sem er leiðinlegt en Svíar eiga þetta. Vinna alltaf, og þið hérna fyrir norðan eruð í svona bandalagi, kjósið alltaf hvert annað. En ég elska fjölbreytileika keppninnar og hvað atriðin eru mismunandi og endurspegla þjóðernin. Það er fegurðin við keppnina.“Fatnaður fyrir stóra jafn sem smáa sem kemur í verslanir Lindex hér á landi þann 8.október.Næst á dagskrá hjá Gaultier er tískuvikan í París og fór hann þangað beint eftir sýninguna í Svíþjóð. Stuttu eftir að viðtalið var tekið kom tilkynning frá fatahönnuðinum þar sem hann sagði sýninguna í París vera sína síðustu í „ready-to-wear“ fatnaði, nú ætli hann einungis að hanna hátískufatnað og halda áfram með ilmvatnslínuna. Einnig ætlar hönnuðurinn að einbeita sér að samstarfi á borð við þetta með Lindex, sem rímar við það sem hann sagði um tískuheiminn þennan eftirmiðdag í Gautaborg: Tískubransinn hefur breyst mjög mikið undanfarin ár. Allt snýst um peninga og völd. Í þeirri baráttu tapar sköpunarkrafturinn en ég lifi fyrir hann. Ég lifi fyrir að búa til mína eigin heima og ég hef verið svo heppinn að fá að gera það lifibrauði mínu,“ segir Gaultier, sem á nóg inni í tískuheiminum þótt hann dragi saman seglin á sumum vígstöðvum.Frida Gustavson á tískupallinum í Gautaborg.Kvenlegar línur og ögrandi munstur Sýning Jean Paul Gaultier fyrir Lindex í Gautaborg fyrr í mánuðinum var partí frá upphafi til enda. Frægar fyrirsætur á borð við Karen Elson, sem er andlit línunnar, og vinsælustu fyrirsætur Svía, þær Frida Gustavsson og Caroline Winberg, gengu tískupallana. Fatalínan er kvenleg með þröngum kjólum, pilsum og ögrandi korselettum. Hún samanstendur af fylgihlutum, nærfatnaði, kven-og stelpufatnaði. Innan um nærfatnaðinn eru þykkar prjónapeysur og stórar yfirhafnir, hattar og treflar til að koma til móts við skandinavískar konur í vetrarkuldanum.Madonna í keiluhaldaranum fræga.Litríkur ferill 1976 Gaultier frumsýnir sína fyrstu fatalínu undir eigin nafni. 1985 Gerir pils fyrir karlmenn. 1985-87 Martin Margiela vinnur sem aðstoðarmaður Gaultiers. 1988 Gaultier gefur út danslagið „How to do that“. 1990 Hannar búninga söngkonunnar Madonnu fyrir tónleikaferðalag hennar, Blonde Ambition Tour. Þar vakti keilubrjóstahaldari söngkonunnar mikla athygli og er ein þekktasta hönnun Gaultiers fyrr og síðar. 1990-92 Nicholas Ghesquière vinnur sem aðstoðarmaður Gaultiers, en hann gerir svo garðinn frægan fyrir Balenciaga og Louis Vuitton. 1992 Gaultier fær Madonnu til að ganga berbrjósta eftir tískupallinum á góðgerðarsýningu fyrir Amfar-samtökin. 1993-1997 Gaultier reynir fyrir sér á sjónvarpsskjánum sem þáttarstjórnandi í þáttunum Eurotrash þar sem hann sjarmeraði sjónvarpsáhorfendur með sínum franska kaldhæðna húmor. 1997 Gaultier slær í gegn sem búningahönnuður fyrir kvikmynd Luc Besson, Fifth Element, með Bruce Willis og Millu Jovovich í aðalhlutverkum. 2003 Gerir snyrtivörulínu fyrir karlmenn. 2014 Sigurvegari Eurovision, Conchita Wurst, gengur tískupallinn fyrir Gaultier á „haute couture“-sýningunni í París. Gaultier tilkynnir brotthvarf sitt frá „ready-to-wear“ -fatnaði en hans síðasta sýningu verður í október á tískuvikunni í París. Eurovision Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Franski fatahönnuðurinn Jean Paul Gaultier er oftast kallaður „enfant terrible“ eða óþekktarangi franska tískuheimsins. Hönnuðurinn sem fer óhefbundnar leiðir en nær að fanga hið eftirsótta franska andrúmsloft í fatahönnun sinni. „Nei, ég vil bara einn expressó. Ég má ekki fá mér neitt sætabrauð, er búinn að bæta svo á mig síðustu daga. Ég elska mat og gæti talað við þig í allan dag um það,“ segir Jean Paul Gaultier og glottir stríðnislega. Við erum stödd í höfuðstöðvum sænsku verslanakeðjunnar Lindex í Gautaborg umvafin nýrri línu kappans fyrir keðjuna sem er væntanleg í verslanir, þar á meðal á Íslandi, þann 8. október. Gaultier er einn frægasti fatahönnuður seinni tíma og hefur verið iðinn við að töfra fram nýjar fatalínur á tískupallana frá því að fyrsta línan hans leit dagsins ljós fyrir 38 árum. Hann hóf sinn feril aðeins 18 ára gamall þegar hönnuðurinn Pierre Cardin réði hann sem aðstoðarmann og frá því hefur leiðin aðeins legið upp á við fyrir Gaultier. Með þrjóskuna og vinnusemina að vopni að sögn hönnuðarins. Falleg föt í vetrarfataskápinn.Laug sig áfram Þrátt fyrir að vera sjálflærður í faginu hefur Gaultier alltaf vitað að hann ætlaði að leggja fatahönnun fyrir sig. Hann er þekktur sem maðurinn sem gaf lítið fyrir hinar hefðbundnu kynjamyndir í fatahönnun, klæddi karlmenn í pils og gerði undirfatnað að hversdagslegum flíkum. Röndótta munstrið fékk uppreisn æru undir hans stjórn, munstur sem hefur fylgt honum síðan. „Ég gat aldrei neitt í fótbolta og var alltaf valinn síðastur í lið í íþróttum. Svo ég þurfti að finna mér eitthvað til að skera mig úr hópum, því það er það sem við gerum – við sem viljum ekki falla inn í fjöldann og fá viðurkenningu frá umhverfinu. Svo ég laug. Þóttist eiga frænku sem var fyrirsæta og sýndi öllum forsíður tímarita með myndum af platfrænku minni. Seinna vann ég með þessari fyrirsætu, hún heitir Gunella og er sænsk, og við hlógum að þessari sögu,“ segir Gaultier og brosir. „Ég hafði alltaf áhuga á fötum og fatasamsetningum. Tók eftir því sem fólk klæddist á götum úti, enda hefur það alltaf verið minn innblástur. Götutískan.“Ekkert fer úr tísku Gaultier var sem fyrr segir staddur í Svíþjóð í nokkra daga til þess að kynna fatalínu sína sem hann vann í samstarfi við Lindex. Hann er mjög ánægður með afraksturinn og segir línuna bæði endurspegla hann sem hönnuð og sömuleiðis passa breiðum hópi, sem er vandasamt verkefni þegar hannað er fyrir svona stóra verslanakeðju. Aðspurður hvað sé það sem beri hæst í haust- og vetrartískunni er Gaultier fljótur að svara. „Allt og ekkert. Ég trúi ekki á „trend“ og að það sé eitthvað sem kemur og fer úr tísku. Þetta snýst allt um að para saman flíkur á mismunandi hátt. Finna sér sinn eigin stíl og líða vel. Þá lítur allt vel út. Allt í þessari línu til dæmis passar saman á einn eða annan hátt, og mun gera það næstu tuttugu árin ef maður er sniðugur.“Madonna var ófeimin að ganga berbrjósta niður tískupallinn fyrir Gaultier árið 1992.Endurspeglar fjölbreytileikann Gaultier hefur alltaf gert mikið úr sýningum sínum og notað óhefðbundnar leiðir til að miðla hönnun sinni á pallinum. Frægt fólk á borð við Madonnu,Billy Idol, Conchitu Wurst, Catherine Deneuve og Ditu von Teese hafa öll gengið tískupallinn fyrir hönnuðinn. „Ég hef alltaf lagt mikið upp úr tískusýningum mínum þar sem ég vil endurspegla fjölbreytileika samfélagsins og búa til flotta sýningu. Ég legg mikið upp úr því að nota fyrirsætur af öllum stærðum og gerðum. Sem stundum er erfitt verkefni því það er auðvelt að nota fyrirsætur sem steyptar eru í sama formið og passa í prufuflíkurnar. En ég heillast af og fæ innblástur af fólkinu í kringum mig, og það er jafn misjafnt og það er margt. Um daginn var ég staddur í fríi á Grikklandi, ég elska sólina og reyni að fara alltaf í frí í sól. Talandi um sól þá fannst mér Svíþjóð vera mjög grátt og leiðinlegt land fyrst þegar ég kom þangað á níunda áratugnum. En ekki lengur – hér skein sólin meira í sumar en í París. Við vorum með skelfilegt sumar þar, bara rigning út í eitt. En ég var í Grikklandi og þar sá ég gullfallega stúlku með öðruvísi útlit en gengur og gerist ganga fram hjá mér. Ég stoppaði hana og fékk að taka mynd. Nú er þessi stelpa að koma með foreldrum sínum til Parísar og verður með í sýningunni minni. Þetta verður í fyrsta sinn sem hún fer til útlanda. Er það ekki frábært, oui?” segir Gaultier og kinkar kolli brosandi.Milla Jovovich í Fifth Element í búning eftir Gaultier.Uppalandi og kvikmyndagerðarmaður Hann er brosmildur þessi 62 ára gamli hönnuður sem hefur lifað og hrærst í tískuheiminum í tæplega fjörutíu ár. Og jarðbundinn, sem er líklega erfitt í þessum oft og tíðum sundraða heimi. Gaultier á til að mynda heiðurinn af því að ala upp nokkra af frægustu hönnuðum dagsins í dag; Nicholas Ghesquière sem nú hannar fyrir Louis Vuitton og Martin Margiela. Gaultier er mikill kvikmyndaáhugamaður og er fyrsti fatahönnuðurinn sem sat í dómnefnd kvikmyndahátíðarinnar í Cannes árið 2012. Hann hefur fengið að yfirfæra sköpunarkraftinn á hvíta tjaldið og séð um búninga í myndum á borð við Fifth Element eftir Luc Besson, hver man ekki eftir hvíta gallanum hennar Millu Jovovich, og Kika eftir Pedro Almodóvar. Þar segir Gaultier hann hafa fengið útrás fyrir að búa til sinn eigin heim, óháðan tískustefnum.Eurovision-aðdáandi Talið berst að söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva þar sem Gaultier hefur oftar en ekki hannað búninga fyrir keppendur sem og kynna keppninnar. Nú síðast Wurst, sem hann svo notaði til að loka tískusýningu sinni í París í fyrra. Gaultier er gallharður aðdáandi keppninnar og heldur alltaf Eurovision-partí, má segja að íslenskum sið. „Hver elskar ekki Eurovision? Þetta er frábær keppni og leið til að fá alla Evrópu til að sameinast. Við Frakkar höfum samt ekki getað neitt í þessari keppni undanfarin ár sem er leiðinlegt en Svíar eiga þetta. Vinna alltaf, og þið hérna fyrir norðan eruð í svona bandalagi, kjósið alltaf hvert annað. En ég elska fjölbreytileika keppninnar og hvað atriðin eru mismunandi og endurspegla þjóðernin. Það er fegurðin við keppnina.“Fatnaður fyrir stóra jafn sem smáa sem kemur í verslanir Lindex hér á landi þann 8.október.Næst á dagskrá hjá Gaultier er tískuvikan í París og fór hann þangað beint eftir sýninguna í Svíþjóð. Stuttu eftir að viðtalið var tekið kom tilkynning frá fatahönnuðinum þar sem hann sagði sýninguna í París vera sína síðustu í „ready-to-wear“ fatnaði, nú ætli hann einungis að hanna hátískufatnað og halda áfram með ilmvatnslínuna. Einnig ætlar hönnuðurinn að einbeita sér að samstarfi á borð við þetta með Lindex, sem rímar við það sem hann sagði um tískuheiminn þennan eftirmiðdag í Gautaborg: Tískubransinn hefur breyst mjög mikið undanfarin ár. Allt snýst um peninga og völd. Í þeirri baráttu tapar sköpunarkrafturinn en ég lifi fyrir hann. Ég lifi fyrir að búa til mína eigin heima og ég hef verið svo heppinn að fá að gera það lifibrauði mínu,“ segir Gaultier, sem á nóg inni í tískuheiminum þótt hann dragi saman seglin á sumum vígstöðvum.Frida Gustavson á tískupallinum í Gautaborg.Kvenlegar línur og ögrandi munstur Sýning Jean Paul Gaultier fyrir Lindex í Gautaborg fyrr í mánuðinum var partí frá upphafi til enda. Frægar fyrirsætur á borð við Karen Elson, sem er andlit línunnar, og vinsælustu fyrirsætur Svía, þær Frida Gustavsson og Caroline Winberg, gengu tískupallana. Fatalínan er kvenleg með þröngum kjólum, pilsum og ögrandi korselettum. Hún samanstendur af fylgihlutum, nærfatnaði, kven-og stelpufatnaði. Innan um nærfatnaðinn eru þykkar prjónapeysur og stórar yfirhafnir, hattar og treflar til að koma til móts við skandinavískar konur í vetrarkuldanum.Madonna í keiluhaldaranum fræga.Litríkur ferill 1976 Gaultier frumsýnir sína fyrstu fatalínu undir eigin nafni. 1985 Gerir pils fyrir karlmenn. 1985-87 Martin Margiela vinnur sem aðstoðarmaður Gaultiers. 1988 Gaultier gefur út danslagið „How to do that“. 1990 Hannar búninga söngkonunnar Madonnu fyrir tónleikaferðalag hennar, Blonde Ambition Tour. Þar vakti keilubrjóstahaldari söngkonunnar mikla athygli og er ein þekktasta hönnun Gaultiers fyrr og síðar. 1990-92 Nicholas Ghesquière vinnur sem aðstoðarmaður Gaultiers, en hann gerir svo garðinn frægan fyrir Balenciaga og Louis Vuitton. 1992 Gaultier fær Madonnu til að ganga berbrjósta eftir tískupallinum á góðgerðarsýningu fyrir Amfar-samtökin. 1993-1997 Gaultier reynir fyrir sér á sjónvarpsskjánum sem þáttarstjórnandi í þáttunum Eurotrash þar sem hann sjarmeraði sjónvarpsáhorfendur með sínum franska kaldhæðna húmor. 1997 Gaultier slær í gegn sem búningahönnuður fyrir kvikmynd Luc Besson, Fifth Element, með Bruce Willis og Millu Jovovich í aðalhlutverkum. 2003 Gerir snyrtivörulínu fyrir karlmenn. 2014 Sigurvegari Eurovision, Conchita Wurst, gengur tískupallinn fyrir Gaultier á „haute couture“-sýningunni í París. Gaultier tilkynnir brotthvarf sitt frá „ready-to-wear“ -fatnaði en hans síðasta sýningu verður í október á tískuvikunni í París.
Eurovision Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira