Ögrar sjálfum sér á nýrri sólóplötu Gunnar Leó Pálsson skrifar 22. september 2014 08:00 Gunnlaugur Briem, trommuleikari Mezzoforte, syngur og spilar á píanó á nýrri sólóplötu. Hann segir plötuna það persónulegasta sem hann hafi gert í músík. vísir/vilhelm Trommuleikarinn Gunnlaugur Briem fer út fyrir þægindarammann á nýrri sólóplötu með því að syngja á nýju plötunni sinni og spila á píanó. „Þetta er líklega það persónulegasta sem ég hef gert í músík og ég ákvað að láta allt flakka. Maður er að opinbera sjálfan sig mikið á plötunni, meðal annars með því að spila á píanó og syngja þrjú lög,” segir trommuleikarinn Gunnlaugur Briem. Hann sendir frá sér sína þriðju sólóplötu í vikunni og ber hún nafnið Liberté en sólóverkefni Gulla kallast Earth Affair og hefur hann einnig gefið út plöturnar Earth og Earth Affair Chapter One. Hann hefur unnið að gerð plötunnar í mörg ár og kallaði meðal annars breska strengjaútsetjarann Simon Hale til leiks, en Hale hefur meðal annars unnið með Björk og Jamiroquai. „Ég er búinn að vera nokkuð lengi að vinna þessa plötu og með smáhléum en í fyrra tók ég mér tak og ákvað að klára verkið. Ég fékk góða menn með mér í verkefnið eins og Jökul Jörgensen en hann hefur verið minn stærsti partner í þessu ferli, hann semur kynngimögnuð ljóð og spilar á bassa,“ útskýrir Gulli. „Þetta er analogue, meira dökkur hljóðheimur þar sem fléttast saman órafmögnuð hljóðfæri, strengir, píanó sem og trommur, steinharpa frá Páli á Húsafelli, klukkuspil og hljóðgervlar.“ Þá spilar Frank Aarnik á slagverk, Arnar Guðjónsson úr Leaves á gítara, Joo Kraus og Sebastian Studnitzky leika á blásturshljóðfæri. „Suður-afríski söngvarinn Vusi Mahlasela syngur líka í einu lagi. Hann er eins konar Bob Dylan Suður-Afríku, var öflugur mótmælandi á sínum tíma gegn aðskilnaðarstefnunni og góður vinur Nelsons Mandela.” Gulli sem er líklega þekktastur fyrir að leika á trommur með hljómsveitinni Mezzoforte semur tónlistina sjálfur og segir talsvert öðru vísi að tjá sig í gegnum trommusettið annars vegar og söng og píanóleik hins vegar. „Það er mjög ólíkt að tjá sig með röddinni og píanói eða trommusetti. Það væri ekki möguleiki í Mezzoforte því það eru aðrar leikreglur sem gilda þar. Mér finnst hins vegar nauðsynlegt á þessum tímapunkti að fara út fyrir þægindahringinn og sjá hvað ég kemst langt án þess að brotna. Þessa dagana reyni ég að ögra sjálfum mér alveg stöðugt, hvort sem það er að spila á trommur, semja nýja tónlist eða gefa út disk,“ útskýrir Gulli. Liberté kemur út á Íslandi í vikunni og víða í Evrópu 26. september. Tónlist Mest lesið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Trommuleikarinn Gunnlaugur Briem fer út fyrir þægindarammann á nýrri sólóplötu með því að syngja á nýju plötunni sinni og spila á píanó. „Þetta er líklega það persónulegasta sem ég hef gert í músík og ég ákvað að láta allt flakka. Maður er að opinbera sjálfan sig mikið á plötunni, meðal annars með því að spila á píanó og syngja þrjú lög,” segir trommuleikarinn Gunnlaugur Briem. Hann sendir frá sér sína þriðju sólóplötu í vikunni og ber hún nafnið Liberté en sólóverkefni Gulla kallast Earth Affair og hefur hann einnig gefið út plöturnar Earth og Earth Affair Chapter One. Hann hefur unnið að gerð plötunnar í mörg ár og kallaði meðal annars breska strengjaútsetjarann Simon Hale til leiks, en Hale hefur meðal annars unnið með Björk og Jamiroquai. „Ég er búinn að vera nokkuð lengi að vinna þessa plötu og með smáhléum en í fyrra tók ég mér tak og ákvað að klára verkið. Ég fékk góða menn með mér í verkefnið eins og Jökul Jörgensen en hann hefur verið minn stærsti partner í þessu ferli, hann semur kynngimögnuð ljóð og spilar á bassa,“ útskýrir Gulli. „Þetta er analogue, meira dökkur hljóðheimur þar sem fléttast saman órafmögnuð hljóðfæri, strengir, píanó sem og trommur, steinharpa frá Páli á Húsafelli, klukkuspil og hljóðgervlar.“ Þá spilar Frank Aarnik á slagverk, Arnar Guðjónsson úr Leaves á gítara, Joo Kraus og Sebastian Studnitzky leika á blásturshljóðfæri. „Suður-afríski söngvarinn Vusi Mahlasela syngur líka í einu lagi. Hann er eins konar Bob Dylan Suður-Afríku, var öflugur mótmælandi á sínum tíma gegn aðskilnaðarstefnunni og góður vinur Nelsons Mandela.” Gulli sem er líklega þekktastur fyrir að leika á trommur með hljómsveitinni Mezzoforte semur tónlistina sjálfur og segir talsvert öðru vísi að tjá sig í gegnum trommusettið annars vegar og söng og píanóleik hins vegar. „Það er mjög ólíkt að tjá sig með röddinni og píanói eða trommusetti. Það væri ekki möguleiki í Mezzoforte því það eru aðrar leikreglur sem gilda þar. Mér finnst hins vegar nauðsynlegt á þessum tímapunkti að fara út fyrir þægindahringinn og sjá hvað ég kemst langt án þess að brotna. Þessa dagana reyni ég að ögra sjálfum mér alveg stöðugt, hvort sem það er að spila á trommur, semja nýja tónlist eða gefa út disk,“ útskýrir Gulli. Liberté kemur út á Íslandi í vikunni og víða í Evrópu 26. september.
Tónlist Mest lesið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög