Þórsvöllur er sá öruggasti Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. september 2014 07:30 Þórsvöllur. vísir/auðunn Talsverð umræða hefur skapast um öryggi áhorfenda eftir slysið hörmulega sem varð á Þórsvelli fyrir rúmri viku. Þá féll stuðningsmaður FH yfir handriðið í stúkunni og féll með andlitið beint á steypukant. Hann mátti þakka fyrir að sleppa lifandi úr fallinu þó svo hann sé ansi illa farinn og verði lengi að ná fullri heilsu. FH-ingurinn, Harjit Delay, gagnrýndi aðstæður á Þórsvelli harkalega í viðtali við íþróttadeild um síðustu helgi og sagði það ekki vera spurningu um hvort heldur hvenær illa færi á þessum velli. Hann sagði handriðið vera stórhættulegt og að börn væru í hættu á vellinum. Fréttablaðið fór í smá úttekt á þeim völlum þar sem fall úr stúku er hátt. Sú úttekt leiddi í ljós að hættulegasta stúkan er á þeim velli sem Harjit fer oftast á – Kaplakrikavelli. Það er ekkert handrið í Krikanum, aðeins steypukantur sem er ekki nema 84 sentimetrar á hæð. Á móti kemur að ef einhver lendir í því að detta úr stúkunni í Krikanum þá lendir hann líklega á grasi. Það kemur reyndar smá steypukantur út þar sem varamannabekkurinn er. Handriðið á Stjörnuvelli er litlu hærra, 87 sentimetrar, en fallið þar er talsvert minna en úr stúkunni í Krikanum. Ekkert gras er þó þar fyrir neðan heldur harðar hellur.Á Kópavogsvelli er handriðið mun hærra eða heill metri. Ef menn falla úr þeirri stúku bíða hellur fyrir neðan rétt eins og í Garðabænum. Stór markísa hangir svo yfir gryfjunni þar sem leikmenn ganga til búningsherbergja og myndi hún draga verulega úr fallinu ef einhver færi þar niður. Þórsvöllur er með hæsta handriðið af þeim stúkum þar sem hægt er að slasa sig með því að falla úr stúkunni. Hæðin á handriðinu, ef staðið er eðlilega í stúkunni, er 121 sentimetri. Hægt er að klifra upp á steypukant og þá er hæðin 82 sentimetrar. Fallið er aftur á móti hátt, tæpir 4 metrar, og lendingarsvæðið er hörð steypa. Samkvæmt þessari úttekt er Þórsvöllurinn öruggasti völlur landsins þar sem stúkan er hátt uppi og hægt að falla niður. „Menn verða að fara eftir byggingarreglum og lögum er menn byggja svona stúkur. Það er ekkert talað um hæð handriða í mannvirkjareglum KSÍ,“ segir Ómar Smárason hjá KSÍ aðspurður hvort Knattspyrnusambandið sé með einhverjar reglur um hæð handriða. Í byggingarreglugerð er talað um hæð handriða í fjölbýlum. Þar á hæð handriða að vera 110 sentimetrar á fyrstu hæð en 120 sentimetrar á annarri hæð og ofar. Þórsvöllurinn er sá eini af áðurtöldum völlum sem uppfyllir þær kröfur. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heppinn að vera á lífi | Íhugar að kæra Stuðningsmaður FH, Harjit Delay, segist vera heppinn að vera ekki í hjólastól eða hafa hreinlega hálsbrotnað er hann féll úr stúkunni á Þórsvelli fyrir leik Þórs og FH. 21. september 2014 15:32 Akureyrarbær: Stúkan á Þórsvelli stenst allar öryggiskröfur Akureyrarbær vísar gagnrýni FH-ingsins Harjit Delay á öryggi Þórsvallar á bug og segir völlinn standast ítarlegar öryggiskröfur. 22. september 2014 14:18 Formaður Þórs um slasaða FH-inginn: Hann ætti að vera þakklátur Stuðningsmaðurinn sem féll til jarðar sagður hafa hegðað sér ósæmilega fyrir slysið. 22. september 2014 11:00 FH-ingurinn sem slasaðist á Þórsvelli: Ég drakk bara tvo bjóra FH-ingurinn sem féll úr stúkunni á Þórsvelli, Harjit Delay, hafnar þeim ásökunum að hann hafi verið drukkinn á vellinum. 23. september 2014 15:13 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Sjá meira
Talsverð umræða hefur skapast um öryggi áhorfenda eftir slysið hörmulega sem varð á Þórsvelli fyrir rúmri viku. Þá féll stuðningsmaður FH yfir handriðið í stúkunni og féll með andlitið beint á steypukant. Hann mátti þakka fyrir að sleppa lifandi úr fallinu þó svo hann sé ansi illa farinn og verði lengi að ná fullri heilsu. FH-ingurinn, Harjit Delay, gagnrýndi aðstæður á Þórsvelli harkalega í viðtali við íþróttadeild um síðustu helgi og sagði það ekki vera spurningu um hvort heldur hvenær illa færi á þessum velli. Hann sagði handriðið vera stórhættulegt og að börn væru í hættu á vellinum. Fréttablaðið fór í smá úttekt á þeim völlum þar sem fall úr stúku er hátt. Sú úttekt leiddi í ljós að hættulegasta stúkan er á þeim velli sem Harjit fer oftast á – Kaplakrikavelli. Það er ekkert handrið í Krikanum, aðeins steypukantur sem er ekki nema 84 sentimetrar á hæð. Á móti kemur að ef einhver lendir í því að detta úr stúkunni í Krikanum þá lendir hann líklega á grasi. Það kemur reyndar smá steypukantur út þar sem varamannabekkurinn er. Handriðið á Stjörnuvelli er litlu hærra, 87 sentimetrar, en fallið þar er talsvert minna en úr stúkunni í Krikanum. Ekkert gras er þó þar fyrir neðan heldur harðar hellur.Á Kópavogsvelli er handriðið mun hærra eða heill metri. Ef menn falla úr þeirri stúku bíða hellur fyrir neðan rétt eins og í Garðabænum. Stór markísa hangir svo yfir gryfjunni þar sem leikmenn ganga til búningsherbergja og myndi hún draga verulega úr fallinu ef einhver færi þar niður. Þórsvöllur er með hæsta handriðið af þeim stúkum þar sem hægt er að slasa sig með því að falla úr stúkunni. Hæðin á handriðinu, ef staðið er eðlilega í stúkunni, er 121 sentimetri. Hægt er að klifra upp á steypukant og þá er hæðin 82 sentimetrar. Fallið er aftur á móti hátt, tæpir 4 metrar, og lendingarsvæðið er hörð steypa. Samkvæmt þessari úttekt er Þórsvöllurinn öruggasti völlur landsins þar sem stúkan er hátt uppi og hægt að falla niður. „Menn verða að fara eftir byggingarreglum og lögum er menn byggja svona stúkur. Það er ekkert talað um hæð handriða í mannvirkjareglum KSÍ,“ segir Ómar Smárason hjá KSÍ aðspurður hvort Knattspyrnusambandið sé með einhverjar reglur um hæð handriða. Í byggingarreglugerð er talað um hæð handriða í fjölbýlum. Þar á hæð handriða að vera 110 sentimetrar á fyrstu hæð en 120 sentimetrar á annarri hæð og ofar. Þórsvöllurinn er sá eini af áðurtöldum völlum sem uppfyllir þær kröfur.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heppinn að vera á lífi | Íhugar að kæra Stuðningsmaður FH, Harjit Delay, segist vera heppinn að vera ekki í hjólastól eða hafa hreinlega hálsbrotnað er hann féll úr stúkunni á Þórsvelli fyrir leik Þórs og FH. 21. september 2014 15:32 Akureyrarbær: Stúkan á Þórsvelli stenst allar öryggiskröfur Akureyrarbær vísar gagnrýni FH-ingsins Harjit Delay á öryggi Þórsvallar á bug og segir völlinn standast ítarlegar öryggiskröfur. 22. september 2014 14:18 Formaður Þórs um slasaða FH-inginn: Hann ætti að vera þakklátur Stuðningsmaðurinn sem féll til jarðar sagður hafa hegðað sér ósæmilega fyrir slysið. 22. september 2014 11:00 FH-ingurinn sem slasaðist á Þórsvelli: Ég drakk bara tvo bjóra FH-ingurinn sem féll úr stúkunni á Þórsvelli, Harjit Delay, hafnar þeim ásökunum að hann hafi verið drukkinn á vellinum. 23. september 2014 15:13 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Sjá meira
Heppinn að vera á lífi | Íhugar að kæra Stuðningsmaður FH, Harjit Delay, segist vera heppinn að vera ekki í hjólastól eða hafa hreinlega hálsbrotnað er hann féll úr stúkunni á Þórsvelli fyrir leik Þórs og FH. 21. september 2014 15:32
Akureyrarbær: Stúkan á Þórsvelli stenst allar öryggiskröfur Akureyrarbær vísar gagnrýni FH-ingsins Harjit Delay á öryggi Þórsvallar á bug og segir völlinn standast ítarlegar öryggiskröfur. 22. september 2014 14:18
Formaður Þórs um slasaða FH-inginn: Hann ætti að vera þakklátur Stuðningsmaðurinn sem féll til jarðar sagður hafa hegðað sér ósæmilega fyrir slysið. 22. september 2014 11:00
FH-ingurinn sem slasaðist á Þórsvelli: Ég drakk bara tvo bjóra FH-ingurinn sem féll úr stúkunni á Þórsvelli, Harjit Delay, hafnar þeim ásökunum að hann hafi verið drukkinn á vellinum. 23. september 2014 15:13