Slash spilar á Íslandi Gunnar Leó Pálsson skrifar 25. september 2014 07:00 Slash hefur verið á tónleikaferðalagi undanfarið og endar Evróputúrinn hér á landi. Vísir/getty „Ég hef fylgst með honum í langan tíma, er mikill aðdáandi hans, það er óhætt að segja að þetta verði rokktónleikar með stóru erri. Þetta er einn mesti töffari rokksins,” segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson, en hann stendur fyrir tónleikum einnar mestu rokkgítarhetju sögunnar, Slash í Laugardalshöll. Slash kemur þar fram ásamt hinum frábæra söngvara Myles Kennedy og hljómsveitinni The Conspirators. Flestir þekkja Slash sem gítarleikara Guns N'Roses og ofurgrúppunnar Velvet Revolver en hann hefur selt yfir hundrað milljón plötur á ferli sínum með hljómsveitum eða sjálfur og er margfaldur Grammy-verðlaunahafi. Hljómsveitin The Conspirators er í raun sólóverkefni gítarleikarans og hefur hann gefið út tvær plötur með sveitinni. Í síðustu viku kom út nýjaasta plata Slash, World on Fire, en hún hefur fengið glimrandi dóma erlendis. „Platan kom út í síðustu viku á iTunes og er strax komin í 7. sæti yfir plötur sem er mest hlaðið niður á iTunes. Ég held hún sé komin á topp tíu um næstum allan heim,“ bætir Guðbjartur við.Hljómsveitin The Conspirators sem er væntanleg með Slash til landsins.Slash hefur verið á tónleikaferðalagi og endar Evróputúrinn með hljómsveit sinni á Íslandi. „Það er aldrei að vita nema kallinn dvelji eitthvað hér á landi eftir tónleikana, en ég veit ekkert um það að svo stöddu,“ segir Guðbjartur. Slash er þekktur fyrir frábæra tónleika og hefur komið fram með hinum ýmsu listamönnum á ferlinum en fyrir utan Guns N'Roses, Velvet Revolver og sólóverkefni hefur hann meðal annars unnið með Michael Jackson, Lenny Kravitz og Alice Cooper svo nokkur nöfn séu nefnd. Söngvari sveitarinnar, Myles Kennedy, er talinn vera með betri rokksöngvurum heimsins í dag en hann kemur úr rokkhljómsveitinni Alter Bridge. Hann söng til að mynda með Guns N'Roses þegar sveitin var tekin inn í frægðarhöll rokksins árið 2012 en Slash og Kennedy eru miklar mátar. Á tónleikunum hér á landi mun Slash kynna nýju plötuna sína, ásamt því að spila sín þekktustu lög. „Hann hefur verið að taka slatta af Guns N'Roses- og Velvet Revolver-stöffi.“ Tónleikarnir fara fram 6. desember í Laugardalshöllinni en miðasalan á tónleikana hefst á fimmtudag í næstu viku á miði.is.Slash og Michael Jackson árið 2001.Goðsögnin Slash - einn af bestu gítarleikurum í heimiSaul Hudson, betur þekktur sem Slash, fæddist 23. júlí árið 1965 og er best þekktur fyrir að vera einn af stofnendum hljómsveitanna Guns N'Roses og Velvet Revolver. Hann hefur gefið út þrjár sólóplötur, Slash árið 2010 þar sem stórstjörnur á borð við Ozzy Osbourne, Fergie, Adam Levine, Dave Grohl, Chris Cornell og Iggy Pop aðstoðuðu kappann, Apocalyptic Love árið 2012 og World on Fire árið 2014. Hljómsveitin The Conspirators leikur inn á seinni tvær sólóplöturnar en meðlimir hennar eru Myles Kennedy, Brent Fitz og Todd Kerns. Slash er einn virtasti gítarleikari rokksögunnar og hefur hlotið fjölda viðurkenninga:Time kaus hann sem annan besta rafgítarleikara í heimi árið 2009 á lista yfir 10 bestu rafgítarleikara heims.Rolling Stone kaus hann í 65. sæti á lista yfir 100 bestu gítarleikara sögunnar árið 2011.Guitar World kaus gítarsólóið hans í laginu November Rain í sjötta sætið á topp 100 listanum yfir bestu gítarsóló allra tíma árið 2008.Total Guitar kaus gítarriffið hans í laginu Sweet Child o'Mine í fyrsta sæti á listanum yfir topp 100 flottustu gítarriff sögunnar árið 2004. Árið 2012 var hann ásamt hljómsveitinni Guns N'Roses tekinn inn í frægðarhöll rokksins en söngvari sveitarinnar, Axl Rose, lét ekki sjá sig á þeirri samkomu og söng því Myles Kennedy með sveitinni á samkomunni. Tónlist Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Ég hef fylgst með honum í langan tíma, er mikill aðdáandi hans, það er óhætt að segja að þetta verði rokktónleikar með stóru erri. Þetta er einn mesti töffari rokksins,” segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson, en hann stendur fyrir tónleikum einnar mestu rokkgítarhetju sögunnar, Slash í Laugardalshöll. Slash kemur þar fram ásamt hinum frábæra söngvara Myles Kennedy og hljómsveitinni The Conspirators. Flestir þekkja Slash sem gítarleikara Guns N'Roses og ofurgrúppunnar Velvet Revolver en hann hefur selt yfir hundrað milljón plötur á ferli sínum með hljómsveitum eða sjálfur og er margfaldur Grammy-verðlaunahafi. Hljómsveitin The Conspirators er í raun sólóverkefni gítarleikarans og hefur hann gefið út tvær plötur með sveitinni. Í síðustu viku kom út nýjaasta plata Slash, World on Fire, en hún hefur fengið glimrandi dóma erlendis. „Platan kom út í síðustu viku á iTunes og er strax komin í 7. sæti yfir plötur sem er mest hlaðið niður á iTunes. Ég held hún sé komin á topp tíu um næstum allan heim,“ bætir Guðbjartur við.Hljómsveitin The Conspirators sem er væntanleg með Slash til landsins.Slash hefur verið á tónleikaferðalagi og endar Evróputúrinn með hljómsveit sinni á Íslandi. „Það er aldrei að vita nema kallinn dvelji eitthvað hér á landi eftir tónleikana, en ég veit ekkert um það að svo stöddu,“ segir Guðbjartur. Slash er þekktur fyrir frábæra tónleika og hefur komið fram með hinum ýmsu listamönnum á ferlinum en fyrir utan Guns N'Roses, Velvet Revolver og sólóverkefni hefur hann meðal annars unnið með Michael Jackson, Lenny Kravitz og Alice Cooper svo nokkur nöfn séu nefnd. Söngvari sveitarinnar, Myles Kennedy, er talinn vera með betri rokksöngvurum heimsins í dag en hann kemur úr rokkhljómsveitinni Alter Bridge. Hann söng til að mynda með Guns N'Roses þegar sveitin var tekin inn í frægðarhöll rokksins árið 2012 en Slash og Kennedy eru miklar mátar. Á tónleikunum hér á landi mun Slash kynna nýju plötuna sína, ásamt því að spila sín þekktustu lög. „Hann hefur verið að taka slatta af Guns N'Roses- og Velvet Revolver-stöffi.“ Tónleikarnir fara fram 6. desember í Laugardalshöllinni en miðasalan á tónleikana hefst á fimmtudag í næstu viku á miði.is.Slash og Michael Jackson árið 2001.Goðsögnin Slash - einn af bestu gítarleikurum í heimiSaul Hudson, betur þekktur sem Slash, fæddist 23. júlí árið 1965 og er best þekktur fyrir að vera einn af stofnendum hljómsveitanna Guns N'Roses og Velvet Revolver. Hann hefur gefið út þrjár sólóplötur, Slash árið 2010 þar sem stórstjörnur á borð við Ozzy Osbourne, Fergie, Adam Levine, Dave Grohl, Chris Cornell og Iggy Pop aðstoðuðu kappann, Apocalyptic Love árið 2012 og World on Fire árið 2014. Hljómsveitin The Conspirators leikur inn á seinni tvær sólóplöturnar en meðlimir hennar eru Myles Kennedy, Brent Fitz og Todd Kerns. Slash er einn virtasti gítarleikari rokksögunnar og hefur hlotið fjölda viðurkenninga:Time kaus hann sem annan besta rafgítarleikara í heimi árið 2009 á lista yfir 10 bestu rafgítarleikara heims.Rolling Stone kaus hann í 65. sæti á lista yfir 100 bestu gítarleikara sögunnar árið 2011.Guitar World kaus gítarsólóið hans í laginu November Rain í sjötta sætið á topp 100 listanum yfir bestu gítarsóló allra tíma árið 2008.Total Guitar kaus gítarriffið hans í laginu Sweet Child o'Mine í fyrsta sæti á listanum yfir topp 100 flottustu gítarriff sögunnar árið 2004. Árið 2012 var hann ásamt hljómsveitinni Guns N'Roses tekinn inn í frægðarhöll rokksins en söngvari sveitarinnar, Axl Rose, lét ekki sjá sig á þeirri samkomu og söng því Myles Kennedy með sveitinni á samkomunni.
Tónlist Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira