Árstíð dropans fer í hönd Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. september 2014 09:30 Elsa Lefebvre, Philip Vormwald, Maja Jantar og Angela Rawlings. Gústav Geir vantar á myndina. Mynd/Úr einkasafni „Listamennirnir hafa dvalið hér undanfarnar vikur í alþjóðlegri gestavinnustofu og það sem sameinar þá er að tengja sýninguna svæðinu að miklu leyti,“ segir Gústav Geir Bollason myndlistarmaður um sýningu sem opnuð verður í verksmiðjunni á Hjalteyri á morgun klukkan 18. Titill sýningrinnar er Villtar svefnfarir fyrir iðnaðarvistfræðinga. Angela Rawlings er sýningarstjóri og hefur fengið til liðs við sig fjóra aðra listamenn. Gústav er einn þeirra, auk þess að hafa umsjón með verksmiðjunni. „Ég er eins og gestalistamaður þó ég sé heimamaður,“ segir hann glaðlega og ætlar meðal annars að setja upp lítinn skúlptúr. Efniviðinn hefur hann tínt upp á berangri. „Strúktúrinn er eins og lítið hús með hvolfþaki og dropi fellur síðan úr þaki niður á steypu. Nú fer í hönd árstíð dropans í verksmiðjunni því í haustrigningum fara vissir staðir á flot. Ég spila á það,“ segir Gustav og lýsir líka verkum hinna listamannanna: „Philip Vormwald er fyrst og fremst teiknari en hann er búinn að gera kvikmynd sem hann tók á Flugsafninu á Akureyri og fjallar um mók í almenningsfarartækjum. Hann telur tækin hafa dáleiðsluáhrif. Elsa Lefebvre er með litskrúðugt rafmagnskerfi, búið til úr hinu og þessu. Það eru viðbrögð hennar við að koma inn í tómt og yfirgefið rými og tilraun til að hemja óttann sem slíkir staðir geta vakið. En það er enginn straumur á verkinu, ákveðin leið til að gefa tæknilegri fullkomnun langt nef. Angela Rawlings heldur utan um sýninguna og er með ritúal sem nær utan um ýmsar sögur sem hún hefur heyrt af staðnum og tengingar við upplifanir hennar á þessu umhverfi og Maja Jantar er tónlistarmaður fyrst og fremst en lagar sig að aðstæðum og gerir líka myndlistarverk úr efniviði sem ekki telst göfugur. Hún notar rauðan þráð sem dýptarmæli í verksmiðjunni.“ Eitt verk segir Gústav frekar kómískt. Þar er verksmiðjan notuð eins og hljóðfæri sem listamennirnir leika á með tilfallandi hlutum. Skyldi það vera þess vegna sem fólk er hvatt til að taka dansskóna með á opnunina, ásamt kvöldskatti og sundfötum? „Já, við viljum ekki missa fólk strax heim heldur fá það til að borða eitthvað saman, dansa og skella sér í pollinn.“ Menning Mest lesið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Sjá meira
„Listamennirnir hafa dvalið hér undanfarnar vikur í alþjóðlegri gestavinnustofu og það sem sameinar þá er að tengja sýninguna svæðinu að miklu leyti,“ segir Gústav Geir Bollason myndlistarmaður um sýningu sem opnuð verður í verksmiðjunni á Hjalteyri á morgun klukkan 18. Titill sýningrinnar er Villtar svefnfarir fyrir iðnaðarvistfræðinga. Angela Rawlings er sýningarstjóri og hefur fengið til liðs við sig fjóra aðra listamenn. Gústav er einn þeirra, auk þess að hafa umsjón með verksmiðjunni. „Ég er eins og gestalistamaður þó ég sé heimamaður,“ segir hann glaðlega og ætlar meðal annars að setja upp lítinn skúlptúr. Efniviðinn hefur hann tínt upp á berangri. „Strúktúrinn er eins og lítið hús með hvolfþaki og dropi fellur síðan úr þaki niður á steypu. Nú fer í hönd árstíð dropans í verksmiðjunni því í haustrigningum fara vissir staðir á flot. Ég spila á það,“ segir Gustav og lýsir líka verkum hinna listamannanna: „Philip Vormwald er fyrst og fremst teiknari en hann er búinn að gera kvikmynd sem hann tók á Flugsafninu á Akureyri og fjallar um mók í almenningsfarartækjum. Hann telur tækin hafa dáleiðsluáhrif. Elsa Lefebvre er með litskrúðugt rafmagnskerfi, búið til úr hinu og þessu. Það eru viðbrögð hennar við að koma inn í tómt og yfirgefið rými og tilraun til að hemja óttann sem slíkir staðir geta vakið. En það er enginn straumur á verkinu, ákveðin leið til að gefa tæknilegri fullkomnun langt nef. Angela Rawlings heldur utan um sýninguna og er með ritúal sem nær utan um ýmsar sögur sem hún hefur heyrt af staðnum og tengingar við upplifanir hennar á þessu umhverfi og Maja Jantar er tónlistarmaður fyrst og fremst en lagar sig að aðstæðum og gerir líka myndlistarverk úr efniviði sem ekki telst göfugur. Hún notar rauðan þráð sem dýptarmæli í verksmiðjunni.“ Eitt verk segir Gústav frekar kómískt. Þar er verksmiðjan notuð eins og hljóðfæri sem listamennirnir leika á með tilfallandi hlutum. Skyldi það vera þess vegna sem fólk er hvatt til að taka dansskóna með á opnunina, ásamt kvöldskatti og sundfötum? „Já, við viljum ekki missa fólk strax heim heldur fá það til að borða eitthvað saman, dansa og skella sér í pollinn.“
Menning Mest lesið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Sjá meira