Vilja ekki syngja jólamúsík alltof snemma Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 29. september 2014 09:57 Sigríður segir að raddir þeirra Sigga passi vel saman og að samstarf þeirra gangi eins og smurð vél. mynd/Baldur Kristjánsson „Við höfum bæði gefið út jólaplötur á undanförnum árum sem hafa verið með nýjum jólalögum. Hans plata var með stærri hljómsveit og stærra „sound“-i en mín var aðeins minni og með einfaldari hljóðheim. Það var því lógískt að við héldum tónleika saman,“ segir söngkonan Sigríður Thorlacius. Hún heldur jólatónleika í Eldborgarsal Hörpu þann 17. desember ásamt tónlistarmanninum Sigurði Guðmundssyni. „Við höfum náttúrulega sungið milljón sinnum saman. Við höfum oft sungið með fleirum og ég hef sungið á jólatónleikum sem Siggi hefur haldið. Núna ákváðum við að hafa þetta stærra í sniðum og í stærra rými. Gera þetta dálítið grand,“ bætir Sigríður við. „Inntak laganna er það sem er í alvöru hátíðlegt við jólin. Það er ekki mikill æsingur, sem ég hef aldrei verið hrifin af. Þess vegna vildum við halda tónleikana rétt fyrir jól því við höfum hvorugt áhuga á að syngja jólamúsík alltof snemma,“ segir Sigríður en þau Siggi ætla að gefa út nýtt lag saman í vikunni. „Þetta er lag eftir Sigga sem heitir Freistingar. Það er ekki jólalag en það má auðvitað spila það á jólunum eins og öll önnur lög,“ segir Sigríður kát í bragði. Miðasala á jólatónleikana hefst 2. október. Jólafréttir Tónlist Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Við höfum bæði gefið út jólaplötur á undanförnum árum sem hafa verið með nýjum jólalögum. Hans plata var með stærri hljómsveit og stærra „sound“-i en mín var aðeins minni og með einfaldari hljóðheim. Það var því lógískt að við héldum tónleika saman,“ segir söngkonan Sigríður Thorlacius. Hún heldur jólatónleika í Eldborgarsal Hörpu þann 17. desember ásamt tónlistarmanninum Sigurði Guðmundssyni. „Við höfum náttúrulega sungið milljón sinnum saman. Við höfum oft sungið með fleirum og ég hef sungið á jólatónleikum sem Siggi hefur haldið. Núna ákváðum við að hafa þetta stærra í sniðum og í stærra rými. Gera þetta dálítið grand,“ bætir Sigríður við. „Inntak laganna er það sem er í alvöru hátíðlegt við jólin. Það er ekki mikill æsingur, sem ég hef aldrei verið hrifin af. Þess vegna vildum við halda tónleikana rétt fyrir jól því við höfum hvorugt áhuga á að syngja jólamúsík alltof snemma,“ segir Sigríður en þau Siggi ætla að gefa út nýtt lag saman í vikunni. „Þetta er lag eftir Sigga sem heitir Freistingar. Það er ekki jólalag en það má auðvitað spila það á jólunum eins og öll önnur lög,“ segir Sigríður kát í bragði. Miðasala á jólatónleikana hefst 2. október.
Jólafréttir Tónlist Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira