Vilja ekki syngja jólamúsík alltof snemma Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 29. september 2014 09:57 Sigríður segir að raddir þeirra Sigga passi vel saman og að samstarf þeirra gangi eins og smurð vél. mynd/Baldur Kristjánsson „Við höfum bæði gefið út jólaplötur á undanförnum árum sem hafa verið með nýjum jólalögum. Hans plata var með stærri hljómsveit og stærra „sound“-i en mín var aðeins minni og með einfaldari hljóðheim. Það var því lógískt að við héldum tónleika saman,“ segir söngkonan Sigríður Thorlacius. Hún heldur jólatónleika í Eldborgarsal Hörpu þann 17. desember ásamt tónlistarmanninum Sigurði Guðmundssyni. „Við höfum náttúrulega sungið milljón sinnum saman. Við höfum oft sungið með fleirum og ég hef sungið á jólatónleikum sem Siggi hefur haldið. Núna ákváðum við að hafa þetta stærra í sniðum og í stærra rými. Gera þetta dálítið grand,“ bætir Sigríður við. „Inntak laganna er það sem er í alvöru hátíðlegt við jólin. Það er ekki mikill æsingur, sem ég hef aldrei verið hrifin af. Þess vegna vildum við halda tónleikana rétt fyrir jól því við höfum hvorugt áhuga á að syngja jólamúsík alltof snemma,“ segir Sigríður en þau Siggi ætla að gefa út nýtt lag saman í vikunni. „Þetta er lag eftir Sigga sem heitir Freistingar. Það er ekki jólalag en það má auðvitað spila það á jólunum eins og öll önnur lög,“ segir Sigríður kát í bragði. Miðasala á jólatónleikana hefst 2. október. Jólafréttir Tónlist Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Við höfum bæði gefið út jólaplötur á undanförnum árum sem hafa verið með nýjum jólalögum. Hans plata var með stærri hljómsveit og stærra „sound“-i en mín var aðeins minni og með einfaldari hljóðheim. Það var því lógískt að við héldum tónleika saman,“ segir söngkonan Sigríður Thorlacius. Hún heldur jólatónleika í Eldborgarsal Hörpu þann 17. desember ásamt tónlistarmanninum Sigurði Guðmundssyni. „Við höfum náttúrulega sungið milljón sinnum saman. Við höfum oft sungið með fleirum og ég hef sungið á jólatónleikum sem Siggi hefur haldið. Núna ákváðum við að hafa þetta stærra í sniðum og í stærra rými. Gera þetta dálítið grand,“ bætir Sigríður við. „Inntak laganna er það sem er í alvöru hátíðlegt við jólin. Það er ekki mikill æsingur, sem ég hef aldrei verið hrifin af. Þess vegna vildum við halda tónleikana rétt fyrir jól því við höfum hvorugt áhuga á að syngja jólamúsík alltof snemma,“ segir Sigríður en þau Siggi ætla að gefa út nýtt lag saman í vikunni. „Þetta er lag eftir Sigga sem heitir Freistingar. Það er ekki jólalag en það má auðvitað spila það á jólunum eins og öll önnur lög,“ segir Sigríður kát í bragði. Miðasala á jólatónleikana hefst 2. október.
Jólafréttir Tónlist Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira