Við sjálf og þeir sem við elskum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. október 2014 12:30 Arnhildur, Trausti og Ingibjörg. Mynd/Úr einkasafni „Þessi músík hefur svo margar víddir. Ég get ekki lýst henni á fræðilegan hátt en hún er sterkt og hrífandi verk,“ segir Trausti Ólafsson, leiklistarfræðingur, kennari og þýðandi, um tónlist Benjamíns Britten við ljóðaflokkinn Á eynni þeirri eftir W.H. Auden. Trausti hefur þýtt ljóðin og nú mun Ingibjörg Guðjónsdóttir sópransöngkona syngja þau við undirleik Arnhildar Valgarðsdóttur í Hannesarholti annað kvöld. Trausti kveðst hafa gert tvær atrennur að þýðingunni, þá seinni sérstaklega svo hún félli vel að tónlistinni. Hann líkir útkomunni við fallegt hjónaband. En hver er eyjan? „Mér finnst hún vera við sjálf og þeir sem við elskum. Allur heimurinn, hafið, litbrigðin og hringrás vatnsins. Það er ótrúleg stemning í þessu verki.“ Stundin í Hannesarholti hefst klukkan 20 annað kvöld, fimmtudag. Trausti mun þar einnig lesa þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar á ljóðinu Ferð til Íslands eftir Auden. Menning Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Þessi músík hefur svo margar víddir. Ég get ekki lýst henni á fræðilegan hátt en hún er sterkt og hrífandi verk,“ segir Trausti Ólafsson, leiklistarfræðingur, kennari og þýðandi, um tónlist Benjamíns Britten við ljóðaflokkinn Á eynni þeirri eftir W.H. Auden. Trausti hefur þýtt ljóðin og nú mun Ingibjörg Guðjónsdóttir sópransöngkona syngja þau við undirleik Arnhildar Valgarðsdóttur í Hannesarholti annað kvöld. Trausti kveðst hafa gert tvær atrennur að þýðingunni, þá seinni sérstaklega svo hún félli vel að tónlistinni. Hann líkir útkomunni við fallegt hjónaband. En hver er eyjan? „Mér finnst hún vera við sjálf og þeir sem við elskum. Allur heimurinn, hafið, litbrigðin og hringrás vatnsins. Það er ótrúleg stemning í þessu verki.“ Stundin í Hannesarholti hefst klukkan 20 annað kvöld, fimmtudag. Trausti mun þar einnig lesa þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar á ljóðinu Ferð til Íslands eftir Auden.
Menning Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira