Fyrirvari á lækin Atli Fannar Bjarkason skrifar 2. október 2014 07:00 Það hlaut að koma að því. Byrjað er að takast á um læk á Facebook fyrir dómstólum. Ólafur Garðarsson, verjandi Gísla Freys Valdórssonar í lekamálinu, sagði í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari málsins, hefði tjáð afstöðu sína til málsins með því að læka Facebook-færslu um málið. Saksóknari væri vanhæfur og ætti því að víkja sæti. Þetta er ekki grín. Ólafur bætti við að fólk tjáði sig með því að læka. Þar með væri það sammála síðasta ræðumanni. Dómari í málinu spurði hvort þetta þýddi að sækjandi mætti ekki vera á Facebook. Ólafur sagðist hafa fengið svar frá Facebook hvað læk þýddi og á þeim forsendum ætti Helgi Magnús að víkja. Þetta gerðist í alvöru. Um leið og ég bendi höfundum Áramótaskaupsins á þessa umræðu í héraðsdómi þá vil ég benda á veikleika í málflutningi Ólafs. Hann túlkar læk á aðeins einn hátt og afskrifar þar með stóran hluta af þeim lækum sem fólk setur á óteljandi ummæli og myndir á hverjum einasta degi. Hvað með t.d. djók-lækið? passive-aggressive-lækið? Og vinsælasta lækið: meðvirknis-lækið. Fyrst það er byrjað túlka að læk fyrir dómstólum vil ég setja fyrirvara á læk sem koma frá mér í framtíðinni: Ef ég þekki þig er líklegt að ég læki eitthvað frá þér þrátt fyrir að mér líki í raun ekkert við það. Þá er ég í raun að læka þig og/eða vináttu okkar. Myndir úr sumarfríinu þínu læka ég til að opna á möguleika á að geta sett inn samskonar myndir sjálfur. Þó ég læki mynd af matnum þínum er ekki öruggt að mér finnist hann girnilegur og það er ekkert víst að mér líki eitthvað sérstaklega vel við börnin þín þó ég læki myndirnar af þeim. Og ef ég læka ummæli sem þú skilur eftir undir stöðuuppfærslu frá mér er líklegra að ég sé að læka viðleitni þína til að staðfesta tilveru mína á internetinu, frekar en að læka það sem þú sagðir. Sorrí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun
Það hlaut að koma að því. Byrjað er að takast á um læk á Facebook fyrir dómstólum. Ólafur Garðarsson, verjandi Gísla Freys Valdórssonar í lekamálinu, sagði í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari málsins, hefði tjáð afstöðu sína til málsins með því að læka Facebook-færslu um málið. Saksóknari væri vanhæfur og ætti því að víkja sæti. Þetta er ekki grín. Ólafur bætti við að fólk tjáði sig með því að læka. Þar með væri það sammála síðasta ræðumanni. Dómari í málinu spurði hvort þetta þýddi að sækjandi mætti ekki vera á Facebook. Ólafur sagðist hafa fengið svar frá Facebook hvað læk þýddi og á þeim forsendum ætti Helgi Magnús að víkja. Þetta gerðist í alvöru. Um leið og ég bendi höfundum Áramótaskaupsins á þessa umræðu í héraðsdómi þá vil ég benda á veikleika í málflutningi Ólafs. Hann túlkar læk á aðeins einn hátt og afskrifar þar með stóran hluta af þeim lækum sem fólk setur á óteljandi ummæli og myndir á hverjum einasta degi. Hvað með t.d. djók-lækið? passive-aggressive-lækið? Og vinsælasta lækið: meðvirknis-lækið. Fyrst það er byrjað túlka að læk fyrir dómstólum vil ég setja fyrirvara á læk sem koma frá mér í framtíðinni: Ef ég þekki þig er líklegt að ég læki eitthvað frá þér þrátt fyrir að mér líki í raun ekkert við það. Þá er ég í raun að læka þig og/eða vináttu okkar. Myndir úr sumarfríinu þínu læka ég til að opna á möguleika á að geta sett inn samskonar myndir sjálfur. Þó ég læki mynd af matnum þínum er ekki öruggt að mér finnist hann girnilegur og það er ekkert víst að mér líki eitthvað sérstaklega vel við börnin þín þó ég læki myndirnar af þeim. Og ef ég læka ummæli sem þú skilur eftir undir stöðuuppfærslu frá mér er líklegra að ég sé að læka viðleitni þína til að staðfesta tilveru mína á internetinu, frekar en að læka það sem þú sagðir. Sorrí.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun