Átján örleikrit sýnd Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. október 2014 14:00 Þorgeir leikstýrir tveimur stuttverkum í dag sem leikfélagið Hugleikur teflir fram. Fréttablaðið/Stefán „Það verða fimmtán örleikrit frá sjö íslenskum áhugaleikfélögum sýnd í dag í Funalind 2 í Kópavogi. Auk þess koma þrjú frá Færeyjum,“ segir Þorgeir Tryggvason, einn þeirra sem halda utan um stuttverkahátíð undir merkjum Norður-Evrópska áhugaleikhússambandsins, NEATA. Hann er líka leikstjóri tveggja verkanna sem Hugleikur teflir fram. Hátíðin byrjar klukkan 13 í dag og endar á sameiginlegum hátíðarkvöldverði í Hlégarði í Mosfellsbæ. Þorgeir segir leikverkin vera frá þremur upp í fimmtán mínútur að lengd og að umgjörðin sé einföld. „Mörg þessara leikrita verða til á námskeiðum innan áhugaleikfélaganna, þar er lögð rækt við þetta form. Frændur okkar í Færeyjum hafa líka tileinkað sér stuttverkasmíð á síðustu árum og þetta er í þriðja sinn sem þeir taka þátt í svona hátíð með okkur, ein þeirra var í Færeyjum.“ Hann upplýsir líka að íslensku verkin fari í leikritabanka Bandalags íslenskra leikfélaga. Þegar sýningum lýkur síðdegis í dag sjá Sigríður Lára Sigurjónsdóttir og Karl Ágúst Úlfsson um gagnrýni og umræður. Menning Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Það verða fimmtán örleikrit frá sjö íslenskum áhugaleikfélögum sýnd í dag í Funalind 2 í Kópavogi. Auk þess koma þrjú frá Færeyjum,“ segir Þorgeir Tryggvason, einn þeirra sem halda utan um stuttverkahátíð undir merkjum Norður-Evrópska áhugaleikhússambandsins, NEATA. Hann er líka leikstjóri tveggja verkanna sem Hugleikur teflir fram. Hátíðin byrjar klukkan 13 í dag og endar á sameiginlegum hátíðarkvöldverði í Hlégarði í Mosfellsbæ. Þorgeir segir leikverkin vera frá þremur upp í fimmtán mínútur að lengd og að umgjörðin sé einföld. „Mörg þessara leikrita verða til á námskeiðum innan áhugaleikfélaganna, þar er lögð rækt við þetta form. Frændur okkar í Færeyjum hafa líka tileinkað sér stuttverkasmíð á síðustu árum og þetta er í þriðja sinn sem þeir taka þátt í svona hátíð með okkur, ein þeirra var í Færeyjum.“ Hann upplýsir líka að íslensku verkin fari í leikritabanka Bandalags íslenskra leikfélaga. Þegar sýningum lýkur síðdegis í dag sjá Sigríður Lára Sigurjónsdóttir og Karl Ágúst Úlfsson um gagnrýni og umræður.
Menning Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira