Minecraft: Grafðu í grænni lautu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 5. október 2014 12:30 Minecraft Mynd/Mojang/Microsoft Fimm ár eru síðan sænski tölvuleikjaframleiðandinn Mojang kynnti Minecraft til sögunnar. Sú þróun sem hefur átt sér stað síðan þá er einu orði sagt ævintýraleg. Samfélag leikjaspilara tók leiknum með opnum örmum og Minecraft dafnaði vel á PC. Á endanum var leikurinn gefin út á Xbox 360-leikjavélina í nánast óbreyttri mynd. Uppfærð útgáfa er nú fáanleg á nýrri kynslóð (Xbox One, PS4) og framtíð Minecraft hefur aldrei verið jafn björt. Spilarinn finnur sig nú í veröld sem er 36 sinnum stærri en á fyrri kynslóð. Með ekkert nema kort í hönd hefst ævintýrið, frelsið sem fylgir því að spila Minecraft er einstakt í leikjaheiminum. Engar reglur og sköpunargleðin ræður ríkjum. Mojang nýtir sér tækjakost nýju kynslóðarinnar til fulls. Útlit leiksins er fágaðra, með örlitlum breytingum sem vanir spilarar munu vafalaust gleðjast yfir. Þrátt fyrir þetta er hin kunnuglega fagurfræði Minecraft til staðar. Uppátæki spilara í Minecraft eru oft á tíðum makalaus (einn metnaðarfullur bjó til starfhæfan 1Kb harðan disk í PC-útgáfunni um daginn). Engu að síður er leikjatölvu-útgáfa Minecraft háð eðlislægum takmörkunum sem ekki er að finna á PC. Netspilunin getur verið leiðinleg og fyrirframgefinn arkitektúr hugbúnaðarins er óhagganlegur (ekkert „modding“). Minecraft á nýrri kynslóð leikjatölva er stórkostleg upplifun og þeir sem ekki hafa kynnst Minecraft í öllu sínu veldi ættu að næla sér í eintak hið snarasta. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Fimm ár eru síðan sænski tölvuleikjaframleiðandinn Mojang kynnti Minecraft til sögunnar. Sú þróun sem hefur átt sér stað síðan þá er einu orði sagt ævintýraleg. Samfélag leikjaspilara tók leiknum með opnum örmum og Minecraft dafnaði vel á PC. Á endanum var leikurinn gefin út á Xbox 360-leikjavélina í nánast óbreyttri mynd. Uppfærð útgáfa er nú fáanleg á nýrri kynslóð (Xbox One, PS4) og framtíð Minecraft hefur aldrei verið jafn björt. Spilarinn finnur sig nú í veröld sem er 36 sinnum stærri en á fyrri kynslóð. Með ekkert nema kort í hönd hefst ævintýrið, frelsið sem fylgir því að spila Minecraft er einstakt í leikjaheiminum. Engar reglur og sköpunargleðin ræður ríkjum. Mojang nýtir sér tækjakost nýju kynslóðarinnar til fulls. Útlit leiksins er fágaðra, með örlitlum breytingum sem vanir spilarar munu vafalaust gleðjast yfir. Þrátt fyrir þetta er hin kunnuglega fagurfræði Minecraft til staðar. Uppátæki spilara í Minecraft eru oft á tíðum makalaus (einn metnaðarfullur bjó til starfhæfan 1Kb harðan disk í PC-útgáfunni um daginn). Engu að síður er leikjatölvu-útgáfa Minecraft háð eðlislægum takmörkunum sem ekki er að finna á PC. Netspilunin getur verið leiðinleg og fyrirframgefinn arkitektúr hugbúnaðarins er óhagganlegur (ekkert „modding“). Minecraft á nýrri kynslóð leikjatölva er stórkostleg upplifun og þeir sem ekki hafa kynnst Minecraft í öllu sínu veldi ættu að næla sér í eintak hið snarasta.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira