Nú legg ég á, og mæli ég um Sara McMahon skrifar 14. október 2014 07:00 Þegar ég var barn gekk ég í gegnum tímabil þar sem ég sóttist mjög í að lesa íslenskar þjóðsögur. Hrifnust var ég af útilegumannasögum, sögum af huldufólki og draugasögum (sem héldu oft fyrir mér vöku á nóttunni). Ég vissi sem var að sögurnar væru oftast hreinn uppspuni þó oft mætti finna einhvers konar sannleikskorn í þeim, þá helst um alþýðutrú, siðferði og dagleg störf fólks á öldum áður. Við vitum að hér áður fyrr skemmti fólk hverju öðru með munnmælum og þjóðsögum. Þó við nútímafólkið búum á „gervihnattaöld“ er hinn íslenski sagnaarfur enn sprelllifandi, nú í formi reynslu- og flökkusagna sem nútíma sagnamenn og -konur á öllum aldri krydda hvert með sínu nefi. Í kringum mig eru til að mynda margir færir sagnamenn (vinkonur, foreldrar og frændfólk), en líklega eru fáir eins færir og Sigurður nokkur Atlason á Hólmavík. Sigurður þessi er allt í öllu á Galdrasýningunni á Ströndum, sem ég heimsótti í þriðja sinn nú um helgina. Tröllasögur, útilegumannasögur, frásagnir af ýmiss konar yfirnáttúrulegum atburðum og verum – Sigurður kann þær allar og meira til. Það að hlýða á Sigurð segja frá uppvakningum, lýsa notkun nábrókar og síðast en ekki síst segja frá galdrafárinu sem ríkti hér á landi á 17. öld vakti áhuga minn á íslenskum sögnum að nýju – svo mikið meira að segja að liðna nótt dreymdi mig bæði galdrastafi og tilbera! Nú legg ég á, og mæli eindregið með að þú, lesandi góður, leggir leið þína til Hólmavíkur og heimsækir Galdrasýninguna og Sigurð því sögurnar hans eru betri en Game of Thrones, Mad Men, Breaking Bad og Forbrydelsen til samans! Ég lofa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Game of Thrones Sara McMahon Mest lesið Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Þegar ég var barn gekk ég í gegnum tímabil þar sem ég sóttist mjög í að lesa íslenskar þjóðsögur. Hrifnust var ég af útilegumannasögum, sögum af huldufólki og draugasögum (sem héldu oft fyrir mér vöku á nóttunni). Ég vissi sem var að sögurnar væru oftast hreinn uppspuni þó oft mætti finna einhvers konar sannleikskorn í þeim, þá helst um alþýðutrú, siðferði og dagleg störf fólks á öldum áður. Við vitum að hér áður fyrr skemmti fólk hverju öðru með munnmælum og þjóðsögum. Þó við nútímafólkið búum á „gervihnattaöld“ er hinn íslenski sagnaarfur enn sprelllifandi, nú í formi reynslu- og flökkusagna sem nútíma sagnamenn og -konur á öllum aldri krydda hvert með sínu nefi. Í kringum mig eru til að mynda margir færir sagnamenn (vinkonur, foreldrar og frændfólk), en líklega eru fáir eins færir og Sigurður nokkur Atlason á Hólmavík. Sigurður þessi er allt í öllu á Galdrasýningunni á Ströndum, sem ég heimsótti í þriðja sinn nú um helgina. Tröllasögur, útilegumannasögur, frásagnir af ýmiss konar yfirnáttúrulegum atburðum og verum – Sigurður kann þær allar og meira til. Það að hlýða á Sigurð segja frá uppvakningum, lýsa notkun nábrókar og síðast en ekki síst segja frá galdrafárinu sem ríkti hér á landi á 17. öld vakti áhuga minn á íslenskum sögnum að nýju – svo mikið meira að segja að liðna nótt dreymdi mig bæði galdrastafi og tilbera! Nú legg ég á, og mæli eindregið með að þú, lesandi góður, leggir leið þína til Hólmavíkur og heimsækir Galdrasýninguna og Sigurð því sögurnar hans eru betri en Game of Thrones, Mad Men, Breaking Bad og Forbrydelsen til samans! Ég lofa.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun