Innblásin af Einari Jónssyni og Hallgrími Friðrika Benónýsdóttir skrifar 24. október 2014 11:00 Sigurbjörg Þrastardóttir: „Ég hef átt Passíusálmana síðan ég var lítil og samdi einu sinni ljóð út frá þeim.“ Vísir/Pjetur „Tónmenntasjóður þjóðkirkjunnar bað okkur Oliver Kentish um að semja kórverk til flutnings við hátíðarhöld vegna 400 ára afmælis Hallgríms Péturssonar,“ segir Sigurbjörg Þrastardóttir skáld um tilurð verksins Við strjúkum þitt enni sem frumflutt verður í Hallgrímskirkju á laugardaginn. Flytjendur eru kammerkórinn Hljómeyki og Björn Steinar Sólbergsson orgelleikari en stjórnandi er Marta Guðrún Halldórsdóttir. Sigurbjörg segist hafa samið ljóðið áður en hún heyrði tónlistina og notið við það hjálpar úr óvæntri átt. „Ég ákvað nefnilega að vera líka í samstarfi við Einar Jónsson myndhöggvara,“ segir hún. „Í garðinum við Listasafn Einars Jónssonar er minnismerki um Hallgrím sem Einar gerði á fyrri hluta síðustu aldar. Þar er Hallgrímur á banabeði og meðan ég var að semja ljóðið heimsótti ég hann dálítið stíft. Þetta er stórbrotið verk með stöllum og stuðlum sem endurspeglast síðan í formi Hallgrímskirkju, sem varð mér innblástur líka.“ Sigurbjörg segist hafa haft frjálsar hendur um efnisval en hafa valið að fjalla um Hallgrím á banasæng. Spurð hvort ljóðið taki mið af ljóðum Hallgríms sjálfs segist hún ekki geta neitað því. „Það er í þessu hans taktur, svolítið, já. Ég hef átt Passíusálmana síðan ég var lítil og samdi einu sinni ljóð út frá þeim en í þessu ljóði var hann nú meira í kringum mig heldur en að ég tæki hann beinlínis til fyrirmyndar.“ Tónleikarnir á laugardag eru liður í afmælishátíð sem hefst í dag og stendur í viku. Hátíðin hefst með myndlistarsýningu sem Sigtryggur Bjarni Baldvinsson hefur unnið til heiðurs Hallgrími og verður hún opnuð í forkirkjunni í dag klukkan 18.15 en hátíðin verður hringd inn með því að Hörður Áskelsson, listrænn stjórnandi hátíðarinnar, leikur á kirkjuklukkurnar frá kl. 18. Meðal annarra viðburða hátíðarinnar má nefna frumflutning á tónverkinu Celebrations eftir ameríska prófessorinn Wayne Siegel sem samdi verkið fyrir Klais-orgelið og tölvu tengda veðurtungli, en íslensk tónskáld eru í öndvegi á tónleikum Mótettukórs Hallgrímskirkju undir stjórn Harðar Áskelssonar og á tónleikum Ernu Kristínar Blöndal og félaga og einnig flytur Michael Jón Clarke nýlegt verk sitt við Passíusálmana ásamt Eyþóri Inga Jónssyni orgelleikara. Einnig verða í tengslum við afmælishátíðina tvö málþing, tvær hátíðamessur og frumflutt verða ljóð eftir átta íslensk ljóðskáld. Menning Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Tónmenntasjóður þjóðkirkjunnar bað okkur Oliver Kentish um að semja kórverk til flutnings við hátíðarhöld vegna 400 ára afmælis Hallgríms Péturssonar,“ segir Sigurbjörg Þrastardóttir skáld um tilurð verksins Við strjúkum þitt enni sem frumflutt verður í Hallgrímskirkju á laugardaginn. Flytjendur eru kammerkórinn Hljómeyki og Björn Steinar Sólbergsson orgelleikari en stjórnandi er Marta Guðrún Halldórsdóttir. Sigurbjörg segist hafa samið ljóðið áður en hún heyrði tónlistina og notið við það hjálpar úr óvæntri átt. „Ég ákvað nefnilega að vera líka í samstarfi við Einar Jónsson myndhöggvara,“ segir hún. „Í garðinum við Listasafn Einars Jónssonar er minnismerki um Hallgrím sem Einar gerði á fyrri hluta síðustu aldar. Þar er Hallgrímur á banabeði og meðan ég var að semja ljóðið heimsótti ég hann dálítið stíft. Þetta er stórbrotið verk með stöllum og stuðlum sem endurspeglast síðan í formi Hallgrímskirkju, sem varð mér innblástur líka.“ Sigurbjörg segist hafa haft frjálsar hendur um efnisval en hafa valið að fjalla um Hallgrím á banasæng. Spurð hvort ljóðið taki mið af ljóðum Hallgríms sjálfs segist hún ekki geta neitað því. „Það er í þessu hans taktur, svolítið, já. Ég hef átt Passíusálmana síðan ég var lítil og samdi einu sinni ljóð út frá þeim en í þessu ljóði var hann nú meira í kringum mig heldur en að ég tæki hann beinlínis til fyrirmyndar.“ Tónleikarnir á laugardag eru liður í afmælishátíð sem hefst í dag og stendur í viku. Hátíðin hefst með myndlistarsýningu sem Sigtryggur Bjarni Baldvinsson hefur unnið til heiðurs Hallgrími og verður hún opnuð í forkirkjunni í dag klukkan 18.15 en hátíðin verður hringd inn með því að Hörður Áskelsson, listrænn stjórnandi hátíðarinnar, leikur á kirkjuklukkurnar frá kl. 18. Meðal annarra viðburða hátíðarinnar má nefna frumflutning á tónverkinu Celebrations eftir ameríska prófessorinn Wayne Siegel sem samdi verkið fyrir Klais-orgelið og tölvu tengda veðurtungli, en íslensk tónskáld eru í öndvegi á tónleikum Mótettukórs Hallgrímskirkju undir stjórn Harðar Áskelssonar og á tónleikum Ernu Kristínar Blöndal og félaga og einnig flytur Michael Jón Clarke nýlegt verk sitt við Passíusálmana ásamt Eyþóri Inga Jónssyni orgelleikara. Einnig verða í tengslum við afmælishátíðina tvö málþing, tvær hátíðamessur og frumflutt verða ljóð eftir átta íslensk ljóðskáld.
Menning Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira