Eitt ástsælasta tónverk allra tíma Friðrika Benónýsdóttir skrifar 25. október 2014 12:00 Söngsveitin Fílharmónía. Kórinn hefur nokkrum sinnum flutt sálumessuna áður, síðast árið 2008. Mynd: Fílharmónía Þetta er alveg geggjað verk,“ segir Magnús Ragnarsson stjórnandi Söngsveitarinnar Fílharmóníu sem flytur Ein deutsches Requiem eftir Johannes Brahms í Langholtskirkju í dag og á morgun klukkan 16 ásamt einsöngvurunum Kristni Sigmundssyni og Hallveigu Rúnarsdóttur. „Fílharmónía hefur nokkrum sinnum flutt þetta verk, í fyrsta skipti skömmu eftir stofnun kórsins,“ segir Magnús. „Síðast fluttum við það með Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 2008 og fórum þá með verkið til Póllands, en það er ennþá skemmtilegra að taka þetta upp núna enda eru þetta nærri sjötíu mínútur af nánast stöðugum kórsöng sem er mjög óvenjulegt í kórverkum, þau skiptast yfirleitt nokkuð jafnt milli einsöngvara og kórs.“ Magnús segir sálumessuna vera í miklu uppáhaldi, ekki bara hjá sér heldur tónlistarfólki almennt. „Þegar maður talar við fólk í bransanum, bæði hér heima og erlendis, og spyr um uppáhalds tónverkin þess þá er þetta verk oftar en ekki í efsta sætinu, enda er það mjög sérstakt. Þetta er sálumessa en ekki í hefðbundnum sálumessutakti. Brahms valdi sjálfur texta héðan og þaðan úr ritningunni meira út frá hinum syrgjandi en þeim dána.“ Verkið er í sjö köflum og Magnús segir Brahms hafa samið það á löngum tíma. „Það er talið að kveikjan að því hafi verið dauði tónskáldsins Roberts Schumann, sem var góður vinur Brahms, og þegar móðir hans dó nokkrum árum síðar bætti hann síðan köflum við sálumessuna og flutti hana.“ Útgáfan sem Fílharmónía flytur nú er fyrir kór og tvö píanó og Magnús segir hana hafa orðið til skömmu eftir frumflutning verksins. „Sú útgáfa gefur tækifæri til meiri blæbrigða í söngnum því þegar sungið er með hljómsveit þarf að hafa sig allan við til að yfirgnæfa hljóðfærin en núna getum við alveg leyft okkur að syngja mjög veikt á köflum.“ Menning Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Þetta er alveg geggjað verk,“ segir Magnús Ragnarsson stjórnandi Söngsveitarinnar Fílharmóníu sem flytur Ein deutsches Requiem eftir Johannes Brahms í Langholtskirkju í dag og á morgun klukkan 16 ásamt einsöngvurunum Kristni Sigmundssyni og Hallveigu Rúnarsdóttur. „Fílharmónía hefur nokkrum sinnum flutt þetta verk, í fyrsta skipti skömmu eftir stofnun kórsins,“ segir Magnús. „Síðast fluttum við það með Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 2008 og fórum þá með verkið til Póllands, en það er ennþá skemmtilegra að taka þetta upp núna enda eru þetta nærri sjötíu mínútur af nánast stöðugum kórsöng sem er mjög óvenjulegt í kórverkum, þau skiptast yfirleitt nokkuð jafnt milli einsöngvara og kórs.“ Magnús segir sálumessuna vera í miklu uppáhaldi, ekki bara hjá sér heldur tónlistarfólki almennt. „Þegar maður talar við fólk í bransanum, bæði hér heima og erlendis, og spyr um uppáhalds tónverkin þess þá er þetta verk oftar en ekki í efsta sætinu, enda er það mjög sérstakt. Þetta er sálumessa en ekki í hefðbundnum sálumessutakti. Brahms valdi sjálfur texta héðan og þaðan úr ritningunni meira út frá hinum syrgjandi en þeim dána.“ Verkið er í sjö köflum og Magnús segir Brahms hafa samið það á löngum tíma. „Það er talið að kveikjan að því hafi verið dauði tónskáldsins Roberts Schumann, sem var góður vinur Brahms, og þegar móðir hans dó nokkrum árum síðar bætti hann síðan köflum við sálumessuna og flutti hana.“ Útgáfan sem Fílharmónía flytur nú er fyrir kór og tvö píanó og Magnús segir hana hafa orðið til skömmu eftir frumflutning verksins. „Sú útgáfa gefur tækifæri til meiri blæbrigða í söngnum því þegar sungið er með hljómsveit þarf að hafa sig allan við til að yfirgnæfa hljóðfærin en núna getum við alveg leyft okkur að syngja mjög veikt á köflum.“
Menning Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira