Utan vallar: Migið upp í vindinn Guðjón Guðmundsson skrifar 7. nóvember 2014 06:30 Úr leik Íslands og Ísraels á dögunum. vísir/andri marinó Eftir tap íslenska landsliðsins fyrir Svartfellingum í undankeppni Evrópumótsins hafa menn velt því fyrir sér hvort HSÍ og þeir sem stjórna íslenska landsliðinu hafi sofnað á verðinum. Meðalaldur liðsins hefur hækkað og endurnýjun liðsins sé lítil sem engin. Er þetta rétt? Nei. Þegar grannt er skoðað eru þetta rangar fullyrðingar og í raun hafa menn verið míga upp í vindinn. Frá árinu 2010 hafa nýir leikmenn fengið tækifæri með landsliðinu. Ekki bara í æfingaleikjum heldur á stórmótum. Hvaða leikmenn spyrja menn? Leikmenn fæddir 1987 til 1990 hafa verið fyrirferðarmiklir. Leikmenn úr 20 ára landsliðum okkar Íslendinga. Menn eins og Rúnar Kárason, Ólafur Bjarki Ragnarsson, Stefán Rafn Sigurmannsson, Bjarki Már Gunnarsson, Aron Rafn Eðvarðsson, Ólafur Gústafsson, Ólafur Guðmundsson, Oddur Grétarsson, Aron Pálmarsson, Sveinbjörn Pétursson, Árni Steinn Steinþórsson, Arnór Þór Gunnarsson og Gunnar Steinn Jónsson. Tólf þessara leikmanna hafa fengið dýrmæta reynslu á stórmótum. Hafa þeir fengið tækifæri? Já. Hefur þeim verið treyst fyrir stórum hlutverkum? Já. Hafa þeir staðið sig vel? Já, sumir hverjir. Hafa þeir verið heilir heilsu? Þar er aftur á móti svarið nei. Fjórir þessara leikmanna hefðu án nokkurs vafa verið valdir í verkefnin gegn Ísrael og Svartfellingum. En því miður voru þeir meiddir. Þeirra á meðal einn af fimm bestu handboltamönnum heims um þessar mundir – Aron Pálmarsson. Með hann innanborðs hefðu leikirnir gegn Bosníu og Svartfjallalandi ekki tapast. Það fullyrði ég. Að viðbættum Ólafi Bjarka og Rúnari Kárasyni hefðum við verið enn betur settir. Ólafur Gústafsson hefði einnig hjálpað varnarlega væri hann heill. Síðastliðinn áratug hefur íslenska landsliðið verið skipað afburðaleikmönnum. Leikmönnum í heimsklassa. Ekki einum heldur sex til sjö og aukinheldur var einn besti leikmaður sögunnar með þessum hópi. Þar erum við að sjálfsögðu að tala um Ólaf Stefánsson. Eru leikmenn af sama gæðaflokki að taka við? Nei. Þessi kynslóð var í raun einstök. Því miður hafa meiðsli komið í veg fyrir að núverandi landsliðsþjálfari hafi getað teflt fram sínu sterkasta liði. Það hefur hann ekki getað gert síðan hann tók við. Það er rétt að lykilmenn íslenska liðsins eru margir hverjir að eldast. Það er hins vegar rangt að ekki hafi verið reynt að finna leikmenn sem fyllt geta í skörðin. Þeir hafa fengið tækifæri. Fengið leiki. Fengið ábyrgð. Fengið traust. Vandamálið er hins vegar að þeir eru ekki í sama gæðaflokki og þeir leikmenn sem eru að ljúka sínum ferli með íslenska landsliðinu innan tíðar. Þar liggur hundurinn grafinn. Á sínum tíma gátum við vart án Ólafs Stefánssonar verið. Í dag getum við vart án Arons Pálmarsonar verið. Þrátt fyrir tap í Svartfjallandi er draumurinn um sæti á EM í Póllandi ekki úr sögunni. Með okkar sterkasta lið förum við þangað. En kvarnist úr hópnum, eins og gerðist á dögunum, og gegn Bosníu og Svartfjallalandi, verðum við í vandræðum. Við þurfum alla okkar bestu menn heila heilsu. Hinir sem bíða við þröskuldinn eru því miður eins og staðan er ekki nógu góðir. Eiga í það minnsta langt í land. Öll gagnrýni og skoðanaskipti eiga rétt á sér. En að tala um að menn hafi sofnað á verðinum hvað varðar endurnýjun er einfaldlega rangt. B-landslið Íslands fékk tækifæri gegn Portúgal í vor. Liðið féll á prófinu. Það fá hins vegar annað tækifæri í janúar á næsta ári. Við skulum vona að liðið standist það próf. Það er hægt. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Landsliðið í dag er eldra en liðið sem kvaddi Bogdan Íslenska karlalandsliðið er orðið gamalt, það sást á leik liðsins gegn Svartfellingum í undankeppni EM um helgina og stingur líka í augun þegar meðalaldur hópsins er skoðaður betur. 4. nóvember 2014 06:30 Aron vill sjá meiri grimmd hjá yngri leikmönnum Aron Kristjánsson segir að viljann hafi ekki vantað til að auðvelda yfirvofandi kynslóðaskipti íslenska landsliðsins. Rót vandans liggi í takmörkuðum fjárráðum og kallar hann eftir auknum stuðningi ríkisvaldsins. 6. nóvember 2014 06:45 Erum dálítið að sofna á verðinum "Ungu strákarnir hafa fengið að spila allt of lítið í þessum stóru og mikilvægu leikjum,“ segir Valdimar Grímsson en hann og Bjarki Sigurðsson hafa báðir áhyggjur af háum meðalaldri íslenska landsliðsins. Bjarki nefnir B-landslið sem mögulega 5. nóvember 2014 06:30 Valdimar Grímsson: Má ekki fara fyrir okkur eins og Svíum Valdimar Grímsson, fyrrum landsliðsmaður og einn af markahæstu mönnum A-landsliðsins frá upphafi, ræddi við Valtý Björn Valtýsson um stöðuna hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta. 5. nóvember 2014 11:30 Bjarki Sig: Við þurfum að gyrða okkur í brók Bjarki Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður og núverandi þjálfari HK í Olís-deild karla í handbolta, ræddi við Valtý Björn Valtýsson um stöðuna hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta. 5. nóvember 2014 09:57 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Eftir tap íslenska landsliðsins fyrir Svartfellingum í undankeppni Evrópumótsins hafa menn velt því fyrir sér hvort HSÍ og þeir sem stjórna íslenska landsliðinu hafi sofnað á verðinum. Meðalaldur liðsins hefur hækkað og endurnýjun liðsins sé lítil sem engin. Er þetta rétt? Nei. Þegar grannt er skoðað eru þetta rangar fullyrðingar og í raun hafa menn verið míga upp í vindinn. Frá árinu 2010 hafa nýir leikmenn fengið tækifæri með landsliðinu. Ekki bara í æfingaleikjum heldur á stórmótum. Hvaða leikmenn spyrja menn? Leikmenn fæddir 1987 til 1990 hafa verið fyrirferðarmiklir. Leikmenn úr 20 ára landsliðum okkar Íslendinga. Menn eins og Rúnar Kárason, Ólafur Bjarki Ragnarsson, Stefán Rafn Sigurmannsson, Bjarki Már Gunnarsson, Aron Rafn Eðvarðsson, Ólafur Gústafsson, Ólafur Guðmundsson, Oddur Grétarsson, Aron Pálmarsson, Sveinbjörn Pétursson, Árni Steinn Steinþórsson, Arnór Þór Gunnarsson og Gunnar Steinn Jónsson. Tólf þessara leikmanna hafa fengið dýrmæta reynslu á stórmótum. Hafa þeir fengið tækifæri? Já. Hefur þeim verið treyst fyrir stórum hlutverkum? Já. Hafa þeir staðið sig vel? Já, sumir hverjir. Hafa þeir verið heilir heilsu? Þar er aftur á móti svarið nei. Fjórir þessara leikmanna hefðu án nokkurs vafa verið valdir í verkefnin gegn Ísrael og Svartfellingum. En því miður voru þeir meiddir. Þeirra á meðal einn af fimm bestu handboltamönnum heims um þessar mundir – Aron Pálmarsson. Með hann innanborðs hefðu leikirnir gegn Bosníu og Svartfjallalandi ekki tapast. Það fullyrði ég. Að viðbættum Ólafi Bjarka og Rúnari Kárasyni hefðum við verið enn betur settir. Ólafur Gústafsson hefði einnig hjálpað varnarlega væri hann heill. Síðastliðinn áratug hefur íslenska landsliðið verið skipað afburðaleikmönnum. Leikmönnum í heimsklassa. Ekki einum heldur sex til sjö og aukinheldur var einn besti leikmaður sögunnar með þessum hópi. Þar erum við að sjálfsögðu að tala um Ólaf Stefánsson. Eru leikmenn af sama gæðaflokki að taka við? Nei. Þessi kynslóð var í raun einstök. Því miður hafa meiðsli komið í veg fyrir að núverandi landsliðsþjálfari hafi getað teflt fram sínu sterkasta liði. Það hefur hann ekki getað gert síðan hann tók við. Það er rétt að lykilmenn íslenska liðsins eru margir hverjir að eldast. Það er hins vegar rangt að ekki hafi verið reynt að finna leikmenn sem fyllt geta í skörðin. Þeir hafa fengið tækifæri. Fengið leiki. Fengið ábyrgð. Fengið traust. Vandamálið er hins vegar að þeir eru ekki í sama gæðaflokki og þeir leikmenn sem eru að ljúka sínum ferli með íslenska landsliðinu innan tíðar. Þar liggur hundurinn grafinn. Á sínum tíma gátum við vart án Ólafs Stefánssonar verið. Í dag getum við vart án Arons Pálmarsonar verið. Þrátt fyrir tap í Svartfjallandi er draumurinn um sæti á EM í Póllandi ekki úr sögunni. Með okkar sterkasta lið förum við þangað. En kvarnist úr hópnum, eins og gerðist á dögunum, og gegn Bosníu og Svartfjallalandi, verðum við í vandræðum. Við þurfum alla okkar bestu menn heila heilsu. Hinir sem bíða við þröskuldinn eru því miður eins og staðan er ekki nógu góðir. Eiga í það minnsta langt í land. Öll gagnrýni og skoðanaskipti eiga rétt á sér. En að tala um að menn hafi sofnað á verðinum hvað varðar endurnýjun er einfaldlega rangt. B-landslið Íslands fékk tækifæri gegn Portúgal í vor. Liðið féll á prófinu. Það fá hins vegar annað tækifæri í janúar á næsta ári. Við skulum vona að liðið standist það próf. Það er hægt.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Landsliðið í dag er eldra en liðið sem kvaddi Bogdan Íslenska karlalandsliðið er orðið gamalt, það sást á leik liðsins gegn Svartfellingum í undankeppni EM um helgina og stingur líka í augun þegar meðalaldur hópsins er skoðaður betur. 4. nóvember 2014 06:30 Aron vill sjá meiri grimmd hjá yngri leikmönnum Aron Kristjánsson segir að viljann hafi ekki vantað til að auðvelda yfirvofandi kynslóðaskipti íslenska landsliðsins. Rót vandans liggi í takmörkuðum fjárráðum og kallar hann eftir auknum stuðningi ríkisvaldsins. 6. nóvember 2014 06:45 Erum dálítið að sofna á verðinum "Ungu strákarnir hafa fengið að spila allt of lítið í þessum stóru og mikilvægu leikjum,“ segir Valdimar Grímsson en hann og Bjarki Sigurðsson hafa báðir áhyggjur af háum meðalaldri íslenska landsliðsins. Bjarki nefnir B-landslið sem mögulega 5. nóvember 2014 06:30 Valdimar Grímsson: Má ekki fara fyrir okkur eins og Svíum Valdimar Grímsson, fyrrum landsliðsmaður og einn af markahæstu mönnum A-landsliðsins frá upphafi, ræddi við Valtý Björn Valtýsson um stöðuna hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta. 5. nóvember 2014 11:30 Bjarki Sig: Við þurfum að gyrða okkur í brók Bjarki Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður og núverandi þjálfari HK í Olís-deild karla í handbolta, ræddi við Valtý Björn Valtýsson um stöðuna hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta. 5. nóvember 2014 09:57 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Landsliðið í dag er eldra en liðið sem kvaddi Bogdan Íslenska karlalandsliðið er orðið gamalt, það sást á leik liðsins gegn Svartfellingum í undankeppni EM um helgina og stingur líka í augun þegar meðalaldur hópsins er skoðaður betur. 4. nóvember 2014 06:30
Aron vill sjá meiri grimmd hjá yngri leikmönnum Aron Kristjánsson segir að viljann hafi ekki vantað til að auðvelda yfirvofandi kynslóðaskipti íslenska landsliðsins. Rót vandans liggi í takmörkuðum fjárráðum og kallar hann eftir auknum stuðningi ríkisvaldsins. 6. nóvember 2014 06:45
Erum dálítið að sofna á verðinum "Ungu strákarnir hafa fengið að spila allt of lítið í þessum stóru og mikilvægu leikjum,“ segir Valdimar Grímsson en hann og Bjarki Sigurðsson hafa báðir áhyggjur af háum meðalaldri íslenska landsliðsins. Bjarki nefnir B-landslið sem mögulega 5. nóvember 2014 06:30
Valdimar Grímsson: Má ekki fara fyrir okkur eins og Svíum Valdimar Grímsson, fyrrum landsliðsmaður og einn af markahæstu mönnum A-landsliðsins frá upphafi, ræddi við Valtý Björn Valtýsson um stöðuna hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta. 5. nóvember 2014 11:30
Bjarki Sig: Við þurfum að gyrða okkur í brók Bjarki Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður og núverandi þjálfari HK í Olís-deild karla í handbolta, ræddi við Valtý Björn Valtýsson um stöðuna hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta. 5. nóvember 2014 09:57
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn