Teflir saman nýrri tónlist og sígildri Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. nóvember 2014 15:30 "Mér finnst Ave Marían hans Kaldalóns ein sú fallegasta af öllum Ave Maríum sem samdar hafa verið,“ segir Jón Stefánsson. Vísir/GVA „Gælunafnið á þessum tónleikum er Valdatónleikar því þeir sameina tónlist Sigvalda Kaldalóns og Þorvalds Gylfasonar.“ Þannig byrjar Jón Stefánsson, stjórnandi Kórs Langholtskirkju, þegar hann er beðinn að segja stuttlega frá tónleikum kórsins á sunnudaginn. „Heildarútgáfa á verkum Sigvalda Kaldalóns er í undirbúningi, við tókum að okkur kórlögin og sjáum nú fyrir endann á því verkefni,“ heldur Jón áfram. „Þetta er rosalegt magn, næstum 50 lög og við ætlum að flytja úrvalið af þeim, til dæmis Þótt þú langförull legðir, Ísland ögrum skorið og Ave María. Mér finnst Ave Marían hans Kaldalóns ein sú fallegasta af öllum Ave Maríum sem samdar hafa verið. Hún hefur verið útsett fyrir einsöngvara og kór og það var voða lítið mál fyrir mig að breyta henni alfarið í kórverk. Við flytjum nefnilega tvö lög úr Dansinum í Hruna, annað þeirra fjallar um það þegar kirkjan sekkur, þess vegna fannst mér við verða að enda á Ave Maríu og bætti henni því við en hún er ekki á upptökunum.“ Jón segir Þorvald Gylfason svo hafa gaukað að honum sjö sálmum við texta eftir Kristján Hreinsson og kórinn ætla að frumflytja þá. „Þorvaldur er gríðarlega aktífur, alltaf að semja músík og er kominn í um 70 tónverk – fer að nálgast Kaldalóns,“ segir hann. „Mér finnst gaman að tefla saman því nýjasta í tónlistinni og því sígilda.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 17 á sunnudag. Tómas Guðni Eggertsson leikur á píanó. Miðasala fer fram á vefnum tix.is og almennt miðaverð er 2.000 en 1.500 fyrir félaga í Listafélagi Langholtskirkju og eftirlaunaþega. Menning Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Gælunafnið á þessum tónleikum er Valdatónleikar því þeir sameina tónlist Sigvalda Kaldalóns og Þorvalds Gylfasonar.“ Þannig byrjar Jón Stefánsson, stjórnandi Kórs Langholtskirkju, þegar hann er beðinn að segja stuttlega frá tónleikum kórsins á sunnudaginn. „Heildarútgáfa á verkum Sigvalda Kaldalóns er í undirbúningi, við tókum að okkur kórlögin og sjáum nú fyrir endann á því verkefni,“ heldur Jón áfram. „Þetta er rosalegt magn, næstum 50 lög og við ætlum að flytja úrvalið af þeim, til dæmis Þótt þú langförull legðir, Ísland ögrum skorið og Ave María. Mér finnst Ave Marían hans Kaldalóns ein sú fallegasta af öllum Ave Maríum sem samdar hafa verið. Hún hefur verið útsett fyrir einsöngvara og kór og það var voða lítið mál fyrir mig að breyta henni alfarið í kórverk. Við flytjum nefnilega tvö lög úr Dansinum í Hruna, annað þeirra fjallar um það þegar kirkjan sekkur, þess vegna fannst mér við verða að enda á Ave Maríu og bætti henni því við en hún er ekki á upptökunum.“ Jón segir Þorvald Gylfason svo hafa gaukað að honum sjö sálmum við texta eftir Kristján Hreinsson og kórinn ætla að frumflytja þá. „Þorvaldur er gríðarlega aktífur, alltaf að semja músík og er kominn í um 70 tónverk – fer að nálgast Kaldalóns,“ segir hann. „Mér finnst gaman að tefla saman því nýjasta í tónlistinni og því sígilda.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 17 á sunnudag. Tómas Guðni Eggertsson leikur á píanó. Miðasala fer fram á vefnum tix.is og almennt miðaverð er 2.000 en 1.500 fyrir félaga í Listafélagi Langholtskirkju og eftirlaunaþega.
Menning Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira