Small allt saman fyrir 40 árum Freyr Bjarnason skrifar 20. nóvember 2014 11:30 Pálmi Gunnarsson og Magnús Eiríksson hafa starfað saman í fjörutíu ár. Fréttablaðið/Valli Hljómsveitin Mannakorn hefur sent frá sér sína tíundu hljóðversplötu með nýju efni. Hún nefnist Í núinu og inniheldur níu ný lög úr laga- og textasmiðju Magnúsar Eiríkssonar. „Textarnir eru svolítið um núið, það sem er akkúrat í gangi í dag. Það er engin sérstök fortíðarhyggja í gangi í textagerðinni,“ segir Magnús aðspurður. Fjörutíu ár eru liðin síðan Þeir Pálmi Gunnarsson og Magnús hófu samstarf undir vinnuheitinu Hljómsveit Pálma Gunnarssonar. Fyrsta plata þeirra kom út árið 1975 og bar heitið Mannakorn, sem þróaðist svo út í verða nafn hljómsveitarinnar. „Við vorum í hljómsveit á þessum tíma sem hét Lísa og í henni voru ég, Björn Björnsson trommari og Baldur Már Arngrímsson, gítarleikari og söngvari. Við vorum að svipast um eftir bassaleikara. Við vorum með æfingaaðstöðu í skúr vestur í bæ, þar sem Ísbúð vesturbæjar er núna og eitthvað fleira,“ segir Magnús. „Einhvern tímann voru þeir að vinna saman, Baldur og Pálmi, í söngleiknum Jesus Christ Superstar, og þannig kynntust þeir. Baldur tók Pálma með á æfingu út í skúr og einhvern veginn small þetta allt saman,“ segir hann og bætir við: „Pálmi var frægastur út af Júdasar-hlutverkinu og um tíma hétum við Hljómsveit Pálma Gunnarssonar, því það seldist betur en eitthvað annað. Fljótlega gerðum við plötu saman og hún hét Mannakorn. Við tókum hana upp "74 og ætluðum að gefa út fyrir jól en það hafðist ekki.“ Pálmi og Magnús hafa alla tíð myndað kjarna Mannakorna en allt frá árinu 1979, á plötunni Brottför kl. 8, hefur Ellen Kristjánsdóttir einnig verið órjúfanlegur hluti af hljómsveitinni og hún kemur að sjálfsögðu við sögu á nýju plötunni. Einnig spila á plötunni synir Magnúsar, Stefán Már og Magnús, auk þess sem dætur Pálma, Ninna Rúna og Ragnheiður Helga, syngja. Af þeim hefur aðeins Magnús yngri spilað áður inn á plötu með Mannakornum. „Það er gaman að spila með strákunum, rosalegt stuð,“ segir Magnús eldri, spurður út í samstarfið með sonunum. „Ég á þrjá stráka, sem spila allir á hljóðfæri. Ég var nýlega að gera mér grein fyrir því að við gætum verið með hljómsveit,“ segir hann en þriðji sonurinn er bassaleikarinn Andri sem starfar sem rafmagnstæknifræðingur. Tónlist Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Hljómsveitin Mannakorn hefur sent frá sér sína tíundu hljóðversplötu með nýju efni. Hún nefnist Í núinu og inniheldur níu ný lög úr laga- og textasmiðju Magnúsar Eiríkssonar. „Textarnir eru svolítið um núið, það sem er akkúrat í gangi í dag. Það er engin sérstök fortíðarhyggja í gangi í textagerðinni,“ segir Magnús aðspurður. Fjörutíu ár eru liðin síðan Þeir Pálmi Gunnarsson og Magnús hófu samstarf undir vinnuheitinu Hljómsveit Pálma Gunnarssonar. Fyrsta plata þeirra kom út árið 1975 og bar heitið Mannakorn, sem þróaðist svo út í verða nafn hljómsveitarinnar. „Við vorum í hljómsveit á þessum tíma sem hét Lísa og í henni voru ég, Björn Björnsson trommari og Baldur Már Arngrímsson, gítarleikari og söngvari. Við vorum að svipast um eftir bassaleikara. Við vorum með æfingaaðstöðu í skúr vestur í bæ, þar sem Ísbúð vesturbæjar er núna og eitthvað fleira,“ segir Magnús. „Einhvern tímann voru þeir að vinna saman, Baldur og Pálmi, í söngleiknum Jesus Christ Superstar, og þannig kynntust þeir. Baldur tók Pálma með á æfingu út í skúr og einhvern veginn small þetta allt saman,“ segir hann og bætir við: „Pálmi var frægastur út af Júdasar-hlutverkinu og um tíma hétum við Hljómsveit Pálma Gunnarssonar, því það seldist betur en eitthvað annað. Fljótlega gerðum við plötu saman og hún hét Mannakorn. Við tókum hana upp "74 og ætluðum að gefa út fyrir jól en það hafðist ekki.“ Pálmi og Magnús hafa alla tíð myndað kjarna Mannakorna en allt frá árinu 1979, á plötunni Brottför kl. 8, hefur Ellen Kristjánsdóttir einnig verið órjúfanlegur hluti af hljómsveitinni og hún kemur að sjálfsögðu við sögu á nýju plötunni. Einnig spila á plötunni synir Magnúsar, Stefán Már og Magnús, auk þess sem dætur Pálma, Ninna Rúna og Ragnheiður Helga, syngja. Af þeim hefur aðeins Magnús yngri spilað áður inn á plötu með Mannakornum. „Það er gaman að spila með strákunum, rosalegt stuð,“ segir Magnús eldri, spurður út í samstarfið með sonunum. „Ég á þrjá stráka, sem spila allir á hljóðfæri. Ég var nýlega að gera mér grein fyrir því að við gætum verið með hljómsveit,“ segir hann en þriðji sonurinn er bassaleikarinn Andri sem starfar sem rafmagnstæknifræðingur.
Tónlist Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira