Súsanna Svavarsdóttir rithöfundur heldur um taumana á höfundakvöldi Bókasafns Seltjarnarness í kvöld.
Þar lesa þau Einar Kárason, Gerður Kristný Guðjónsdóttir, Guðrún Eva Mínervudóttir og Stefán Máni Sigþórsson úr nýútkomnum bókum sínum, Skálmöld, Drápu, Englaryki og Litlu dauðunum.
Dagskráin stendur frá klukkan 20 til 22 og boðið er upp á kaffi og gómsætar smákökur úr Björnsbakaríi.
Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.
Upplestur og smákökur
