„Ég hef tekið eftir því að stemningin minnir fólk á kvikmyndatónlist. Jónas Sen sagði í gagnrýni sinni að þetta væri afar þægilegt og rynni ljúflega niður en það er nákvæmlega það sem ég vildi gera.“

„Þá leigði ég mér risavaxið rafmagnspíanó, fór að leika mér á hljóðfærið og það kallaði á einhverja þörf fyrir að semja,“ segir Ólafur, sem fór brátt að spila í veislum og á mannamótum til að prófa hugmyndir sínar áfram. Þessi fyrsta plata hans markar síðan umgjörð um það sem hann hefur starfað við í tónlistinni undanfarin ár.