Árstíðir komnar frá Kasakstan, Kína og Mongólíu til Akureyrar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. nóvember 2014 13:45 Daníel, Karl Aldinsteinn Pestka, Ragnar Ólafsson og Gunnar Már Jakobsson mynda hópinn Árstíðir. Mynd/Matthew Eisman „Okkur líkar alltaf vel að koma fram á Akureyri,“ segir Daníel Auðunsson, píanóleikari í hljómsveitinni Árstíðum, þar sem hann er nýstiginn út úr flugvél á Akureyrarvelli. Hann segir þá félaga hafa verið beðna að spila og syngja með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands á morgun í Hofi. „Músíkin okkar hentar ágætlega fyrir það og við erum líka nýkomnir frá Rússlandi þar sem við tókum tvö sinfóníugigg, annað þeirra í Síberíu. Þannig að við höfum æfingu í að koma fram með sinfóníuhljómsveitum og ég gæti trúað að leiðir okkar eigi eftir að liggja meira í þá átt,“ lýsir hann. Daníel segir sveitina hafa spilað í risatónleikahöllum í gömlum gúlag-borgum sem liggja að Kasakstan, Kína og Mongólíu, auk Moskvu og Sankti Pétursborgar. Tónleikarnir á morgun, laugardag, hefjast klukkan 18 í Hofi. Þar verða flutt jólalög ásamt bæði eldri og nýrri lögum Árstíða, meðal annars af nýútkominni breiðskífu þeirra, Hvel, og á tónleikunum stekkur Hallgrímur Jónas Jensson sellóleikari inn í bandið með þeim. Öllum flutningnum stjórnar svo Guðmundur Óli Gunnarsson, stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Menning Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Okkur líkar alltaf vel að koma fram á Akureyri,“ segir Daníel Auðunsson, píanóleikari í hljómsveitinni Árstíðum, þar sem hann er nýstiginn út úr flugvél á Akureyrarvelli. Hann segir þá félaga hafa verið beðna að spila og syngja með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands á morgun í Hofi. „Músíkin okkar hentar ágætlega fyrir það og við erum líka nýkomnir frá Rússlandi þar sem við tókum tvö sinfóníugigg, annað þeirra í Síberíu. Þannig að við höfum æfingu í að koma fram með sinfóníuhljómsveitum og ég gæti trúað að leiðir okkar eigi eftir að liggja meira í þá átt,“ lýsir hann. Daníel segir sveitina hafa spilað í risatónleikahöllum í gömlum gúlag-borgum sem liggja að Kasakstan, Kína og Mongólíu, auk Moskvu og Sankti Pétursborgar. Tónleikarnir á morgun, laugardag, hefjast klukkan 18 í Hofi. Þar verða flutt jólalög ásamt bæði eldri og nýrri lögum Árstíða, meðal annars af nýútkominni breiðskífu þeirra, Hvel, og á tónleikunum stekkur Hallgrímur Jónas Jensson sellóleikari inn í bandið með þeim. Öllum flutningnum stjórnar svo Guðmundur Óli Gunnarsson, stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands.
Menning Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira