„Þetta snýst um okkur gegn helvítis vélinni!“ Þórður Ingi Jónsson skrifar 28. nóvember 2014 12:00 Killer Mike hefur látið mikið til sín heyra yfir framferði lögreglu, meðal annars í viðtali við Fox News. nordicphotos/getty Rapparinn og verðandi Íslandsvinurinn Killer Mike var gráti næst í byrjun tónleika hans og El-P í St. Louis á þriðjudaginn eftir að tilkynnt var um að lögreglumaðurinn Darren Wilson yrði ekki ákærður fyrir að hafa skotið hinn 18 ára Michael Brown til bana. Sá var óvopnaður og ríkir nú mikil reiði þar vestra vegna framferði lögregluyfirvalda. „Í kvöld var eins og sparkað væri í magann á mér þegar ég heyrði úrskurð dómarans,“ sagði Mike, sem myndar tvíeykið Run the Jewels ásamt rapparanum og taktsmiðnum El-P. „Þið spörkuðuð í mig í dag af því að ég á syni sem eru 20 ára og 12 ára, og ég hræðist svo innilega fyrir þeirra hönd.“ Mike, sem mun troða upp með El-P á All Tomorrow‘s Parties í Keflavík í júlí, hefur á seinustu árum látið mikið til sín heyra yfir því hvernig bandaríska lögreglan kemur fram við fólk af öðrum kynþáttum. „Þetta snýst um fátækt, þetta snýst um græðgi og þetta snýst um stríðsvél. Þetta snýst um stríðsvél sem notar ykkur. Ef ég dey á morgun eða hinn, þá vil ég aðeins að þið vitið að þetta snýst um okkur gegn helvítis vélinni!“ Hér fyrir neðan er svo viðtal við Mike á CNN sjónvarpsstöðinni sem tekið var í sumar eftir að Michael Brown var skotinn til bana. Tónlist Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Rapparinn og verðandi Íslandsvinurinn Killer Mike var gráti næst í byrjun tónleika hans og El-P í St. Louis á þriðjudaginn eftir að tilkynnt var um að lögreglumaðurinn Darren Wilson yrði ekki ákærður fyrir að hafa skotið hinn 18 ára Michael Brown til bana. Sá var óvopnaður og ríkir nú mikil reiði þar vestra vegna framferði lögregluyfirvalda. „Í kvöld var eins og sparkað væri í magann á mér þegar ég heyrði úrskurð dómarans,“ sagði Mike, sem myndar tvíeykið Run the Jewels ásamt rapparanum og taktsmiðnum El-P. „Þið spörkuðuð í mig í dag af því að ég á syni sem eru 20 ára og 12 ára, og ég hræðist svo innilega fyrir þeirra hönd.“ Mike, sem mun troða upp með El-P á All Tomorrow‘s Parties í Keflavík í júlí, hefur á seinustu árum látið mikið til sín heyra yfir því hvernig bandaríska lögreglan kemur fram við fólk af öðrum kynþáttum. „Þetta snýst um fátækt, þetta snýst um græðgi og þetta snýst um stríðsvél. Þetta snýst um stríðsvél sem notar ykkur. Ef ég dey á morgun eða hinn, þá vil ég aðeins að þið vitið að þetta snýst um okkur gegn helvítis vélinni!“ Hér fyrir neðan er svo viðtal við Mike á CNN sjónvarpsstöðinni sem tekið var í sumar eftir að Michael Brown var skotinn til bana.
Tónlist Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira