Spila á 38 hljóðfæri Freyr Bjarnason skrifar 1. desember 2014 09:30 Tónleikarnir Tubular Bells fyrir tvo verða haldnir í Háskólabíói 21. janúar. Þar spila Ástralarnir Aidan Roberts og Daniel Holdsworth lög af frægri plötu Mikes Oldfield, Tubular Bells, og verða aðeins tveir á sviðinu. Hljóðfærin verða aftur á móti 38 talsins. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni 40 ára afmælis plötunnar, sem var í fyrra. „Það er svolítið spennandi að sjá hvort þeir nái næsta hljóðfæri. Það er hluti af þessu,“ segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson. „Eins og þeir segja: „Ein plata, allt of mörg hljóðfæri“. Þetta er sýning í leiðinni.“ Tubular Bells kom út árið 1973 og er fyrsta plata enska tónlistarmannsins Mikes Oldfield. Platan sat á breska vinsældalistanum í 279 vikur samfleytt og er sú fyrsta sem Virgin Records, fyrirtæki auðjöfursins Richards Branson, gaf út. „Mike Oldfield var átján ára þegar hann ætlaði að selja þessa hugmynd um að gefa út þessa plötu og spila á öll hljóðfærin sjálfur. Enginn leit við honum þangað til ungur strákur á svipuðum aldri ákvað að taka verkefnið að sér. Þessi plata lagði grunninn að veldi Bransons því hún seldist svo rosalega,“ segir Guðbjartur. Roberts og Holdsworth hafa hlotið mikið lof fyrir tónleika sína úti um allan heim. Þeir eru á sinni fyrstu tónleikaferð um Bandaríkin og munu ljúka ferðalaginu hér á landi. Miðasala hefst næstkomandi fimmtudag á Midi.is. Tónlist Mest lesið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Tónleikarnir Tubular Bells fyrir tvo verða haldnir í Háskólabíói 21. janúar. Þar spila Ástralarnir Aidan Roberts og Daniel Holdsworth lög af frægri plötu Mikes Oldfield, Tubular Bells, og verða aðeins tveir á sviðinu. Hljóðfærin verða aftur á móti 38 talsins. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni 40 ára afmælis plötunnar, sem var í fyrra. „Það er svolítið spennandi að sjá hvort þeir nái næsta hljóðfæri. Það er hluti af þessu,“ segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson. „Eins og þeir segja: „Ein plata, allt of mörg hljóðfæri“. Þetta er sýning í leiðinni.“ Tubular Bells kom út árið 1973 og er fyrsta plata enska tónlistarmannsins Mikes Oldfield. Platan sat á breska vinsældalistanum í 279 vikur samfleytt og er sú fyrsta sem Virgin Records, fyrirtæki auðjöfursins Richards Branson, gaf út. „Mike Oldfield var átján ára þegar hann ætlaði að selja þessa hugmynd um að gefa út þessa plötu og spila á öll hljóðfærin sjálfur. Enginn leit við honum þangað til ungur strákur á svipuðum aldri ákvað að taka verkefnið að sér. Þessi plata lagði grunninn að veldi Bransons því hún seldist svo rosalega,“ segir Guðbjartur. Roberts og Holdsworth hafa hlotið mikið lof fyrir tónleika sína úti um allan heim. Þeir eru á sinni fyrstu tónleikaferð um Bandaríkin og munu ljúka ferðalaginu hér á landi. Miðasala hefst næstkomandi fimmtudag á Midi.is.
Tónlist Mest lesið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira