Tónleikagestir fá að taka undir Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. desember 2014 10:45 Söngfjelagið var stofnað fyrir þremur árum og auk þess að fagna sumri í Iðnó eru aðventutónleikar fastur liður í starfsemi þess. „Elsta lagið á tónleikunum er frá miðöldum en uppruna flestra jólalaganna má rekja til síðari hluta 19. aldar, sem kallaður hefur verið Viktoríutíminn. Öll eru þau í anda enskrar jólahefðar,“ segir Hilmar Örn Agnarsson um aðventutónleika Söngfélagsins sem verða á morgun í Langholtskirkju klukkan 16 og 20. Hilmar Örn segir mikla vakningu hafa orðið í varðveislu og skráningu á þjóðlögum og mörg ný jólalög og sálma hafa litið dagsins ljós á Viktoríutímanum. Það hafi orðið til að efla jólin sem fagnaðarhátíð alþýðunnar. „Tónlistin einkennist af gleði og fögnuði og hún hefur notið vinsælda víða um heim um árabil,“ segir Hilmar Örn og bætir við: „Líkt og tíðkast ytra gefst gestum kjörið tækifæri til að taka undir með kórnum í sígildum jólalögum.“ Í bland við ensku jólalögin verður flutt frönsk og íslensk jólatónlist auk þess sem frumflutt verður jólalag Söngfjelagsins 2014, Ave Maria, eftir Georg Kára Hilmarsson. Fyrrverandi organisti í Westminster Abbey verður meðal sérlegra gesta Söngfjelagsins á jólatónleikunum. Hann heitir Martin Neary. Auk hans verða þau Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona, Hrólfur Sæmundsson barítón, og Adrian Peacock djúpbassi með á tónleikunum. Elísabet Waage leikur á hörpu og Peter Tompkins á óbó. Menning Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Elsta lagið á tónleikunum er frá miðöldum en uppruna flestra jólalaganna má rekja til síðari hluta 19. aldar, sem kallaður hefur verið Viktoríutíminn. Öll eru þau í anda enskrar jólahefðar,“ segir Hilmar Örn Agnarsson um aðventutónleika Söngfélagsins sem verða á morgun í Langholtskirkju klukkan 16 og 20. Hilmar Örn segir mikla vakningu hafa orðið í varðveislu og skráningu á þjóðlögum og mörg ný jólalög og sálma hafa litið dagsins ljós á Viktoríutímanum. Það hafi orðið til að efla jólin sem fagnaðarhátíð alþýðunnar. „Tónlistin einkennist af gleði og fögnuði og hún hefur notið vinsælda víða um heim um árabil,“ segir Hilmar Örn og bætir við: „Líkt og tíðkast ytra gefst gestum kjörið tækifæri til að taka undir með kórnum í sígildum jólalögum.“ Í bland við ensku jólalögin verður flutt frönsk og íslensk jólatónlist auk þess sem frumflutt verður jólalag Söngfjelagsins 2014, Ave Maria, eftir Georg Kára Hilmarsson. Fyrrverandi organisti í Westminster Abbey verður meðal sérlegra gesta Söngfjelagsins á jólatónleikunum. Hann heitir Martin Neary. Auk hans verða þau Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona, Hrólfur Sæmundsson barítón, og Adrian Peacock djúpbassi með á tónleikunum. Elísabet Waage leikur á hörpu og Peter Tompkins á óbó.
Menning Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira