Hann ætti að vera kunnur Íslendingum en The xx tóku upp plötu hér á landi í ár. Einnig kemur fram teknóplötusnúðurinn Jimmy Edgar frá Detroit og kanadíski taktsmiðurinn Ryan Hemsworth, eins og Fréttablaðið sagði frá í seinustu viku.
Þeir íslensku tónlistarmenn sem tilkynntir verða í dag eru Jón Ólafsson & Futuregrapher sem leiða saman hesta sína, Emmsjé Gauti, Páll Ivan frá Eiðum, Kött Grá Pjé, AMFJ og Bjarki.
Sónar Reykjavík verður haldin á fimm sviðum í Hörpunni í þrjá daga, 12.-14. febrúar. Tónlistarmenn og hljómsveitir sem hafa þegar verið tilkynnt eru Skrillex, Yung Lean, SBTRKT, Kindness, Todd Terje, Nina Kraviz og fleiri.
Sónar var upprunalega haldin í Barcelona en hátíðin hefur stækkað í gegnum árin og verið haldin víðs vegar um heiminn. Hátíðin verður haldin á fimm sviðum í Hörpu 12.-14. febrúar.