Sumt gott, annað ekki – en gaman Jónas Sen skrifar 10. desember 2014 12:30 „Greinilegt var að kórinn hafði gaman af því sem hann var að gera og það var smitandi,“ segir meðal annars í dómnum. Tónlist: Söngfjelagið flutti jólatónlist í Langholtskirkju sunnudaginn 7. desember. Stjórnandi: Hilmar Örn Agnarsson. Einsöngvarar: Björg Þórhallsdóttir og Hrólfur Sæmundsson. Svokallaðir sing along-tónleikar geta verið skemmtilegir. Slíkar samkomur einkennast af því að áheyrendur taka undir í söngnum. Þá er eins gott að sessunautur manns haldi lagi. Það væri ferlegt ef hann eða hún öskraði upp í eyrað á manni eitthvað falskt. Eða væri með ljóta rödd. Ég var heppinn að svo var ekki á tónleikum í Langholtskirkju á sunnudagskvöldið. Þarna kom fram blandaður kór, Söngfjelagið, sem laut stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar. Þetta voru jólatónleikar að breskum sið og fyrri hluti dagskrárinnar var helgaður lögum sem allir þekkja. Þar á meðal var Fögur er foldin, O Little Town of Bethlehem, o.s.frv. Tónlistarflutningurinn var pottþéttur, kraftmikill og lifandi. Tveir einsöngvarar voru á tónleikunum, þau Björg Þórhallsdóttir sópran og Hrólfur Sæmundsson barítón. Björg söng fallega og Hrólfur var stórglæsilegur, röddin var þétt og sterk. Ave María eftir Sigvalda Kaldalóns var áhrifarík hjá þeim tveimur, lagið var þrungið tilfinningu. Því miður syrti í álinn þegar hléið fór að nálgast. Dagskráin varð þá metnaðarfyllri, en frammistaðan oft síðri. Tónleikagestir hættu að syngja með er hér var komið sögu. Enda þekktu færri lögin sem voru á boðstólunum. Cantique de Jean Racine eftir Fauré olli t.d. vonbrigðum. Karlarnir í byrjun sungu svo loðið að það var hálf óskiljanlegt. Lagið í heild vantaði allan fókus. Svipað er að segja um frumflutninginn á Ave Maríu eftir Georg Kára Hilmarsson. Lagið sjálft virtist lofa góðu, laglínurnar voru áheyrilegar og hljómagangurinn sjarmerandi. En annaðhvort var raddsetningin bölvað klúður eða þá að kórinn söng svona illa. Þetta var nánast eins og veislusöngur í áttræðisafmæli þar sem hver syngur með sínu nefi. Ekki var þó allt slæmt á síðari hluta tónleikanna. Ég vil lofa eina þá eftir Báru Grímsdóttur var frábærlega sungin, skýr og samtaka. Og Hallelújakórinn úr Messíasi eftir Händel var alveg magnaður, tandurhreinn og þróttmikill. Hljóðfæraleikurinn var oftast fínn. Peter Tompkins spilaði á óbó og gerði það yfirleitt vel; sama var uppi á teningnum hjá Elísabetu Waage hörpuleikara. Undirleikur Martins Neary orgelleikara var líka fagmannlegur, en einleikur hans í Pastorale BWV 590 eftir Bach var síðri. Hraður kafli var býsna órólegur og eftir því óskýr, það var hálfgerður andarteppustíll á honum. En samt! Þrátt fyrir þá annmarka sem hér hafa verið taldir upp voru tónleikarnir ekki leiðinlegir. Greinilegt var að kórinn hafði gaman af því sem hann var að gera og það var smitandi. Sem aukalag söng hann We Wish You a Merry Christmas, en það mun vera siður í lok jólatónleika í Bretlandi. Kórinn hálfpartinn dansaði út úr kirkjunni um leið og hann söng lagið, sem var skemmtilegt. Óneitanlega var maður í jólaskapi að tónleikunum loknum.Niðurstaða: Dálítið misjafnir tónleikar, en fullir af gleði. Menning Mest lesið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Tónlist: Söngfjelagið flutti jólatónlist í Langholtskirkju sunnudaginn 7. desember. Stjórnandi: Hilmar Örn Agnarsson. Einsöngvarar: Björg Þórhallsdóttir og Hrólfur Sæmundsson. Svokallaðir sing along-tónleikar geta verið skemmtilegir. Slíkar samkomur einkennast af því að áheyrendur taka undir í söngnum. Þá er eins gott að sessunautur manns haldi lagi. Það væri ferlegt ef hann eða hún öskraði upp í eyrað á manni eitthvað falskt. Eða væri með ljóta rödd. Ég var heppinn að svo var ekki á tónleikum í Langholtskirkju á sunnudagskvöldið. Þarna kom fram blandaður kór, Söngfjelagið, sem laut stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar. Þetta voru jólatónleikar að breskum sið og fyrri hluti dagskrárinnar var helgaður lögum sem allir þekkja. Þar á meðal var Fögur er foldin, O Little Town of Bethlehem, o.s.frv. Tónlistarflutningurinn var pottþéttur, kraftmikill og lifandi. Tveir einsöngvarar voru á tónleikunum, þau Björg Þórhallsdóttir sópran og Hrólfur Sæmundsson barítón. Björg söng fallega og Hrólfur var stórglæsilegur, röddin var þétt og sterk. Ave María eftir Sigvalda Kaldalóns var áhrifarík hjá þeim tveimur, lagið var þrungið tilfinningu. Því miður syrti í álinn þegar hléið fór að nálgast. Dagskráin varð þá metnaðarfyllri, en frammistaðan oft síðri. Tónleikagestir hættu að syngja með er hér var komið sögu. Enda þekktu færri lögin sem voru á boðstólunum. Cantique de Jean Racine eftir Fauré olli t.d. vonbrigðum. Karlarnir í byrjun sungu svo loðið að það var hálf óskiljanlegt. Lagið í heild vantaði allan fókus. Svipað er að segja um frumflutninginn á Ave Maríu eftir Georg Kára Hilmarsson. Lagið sjálft virtist lofa góðu, laglínurnar voru áheyrilegar og hljómagangurinn sjarmerandi. En annaðhvort var raddsetningin bölvað klúður eða þá að kórinn söng svona illa. Þetta var nánast eins og veislusöngur í áttræðisafmæli þar sem hver syngur með sínu nefi. Ekki var þó allt slæmt á síðari hluta tónleikanna. Ég vil lofa eina þá eftir Báru Grímsdóttur var frábærlega sungin, skýr og samtaka. Og Hallelújakórinn úr Messíasi eftir Händel var alveg magnaður, tandurhreinn og þróttmikill. Hljóðfæraleikurinn var oftast fínn. Peter Tompkins spilaði á óbó og gerði það yfirleitt vel; sama var uppi á teningnum hjá Elísabetu Waage hörpuleikara. Undirleikur Martins Neary orgelleikara var líka fagmannlegur, en einleikur hans í Pastorale BWV 590 eftir Bach var síðri. Hraður kafli var býsna órólegur og eftir því óskýr, það var hálfgerður andarteppustíll á honum. En samt! Þrátt fyrir þá annmarka sem hér hafa verið taldir upp voru tónleikarnir ekki leiðinlegir. Greinilegt var að kórinn hafði gaman af því sem hann var að gera og það var smitandi. Sem aukalag söng hann We Wish You a Merry Christmas, en það mun vera siður í lok jólatónleika í Bretlandi. Kórinn hálfpartinn dansaði út úr kirkjunni um leið og hann söng lagið, sem var skemmtilegt. Óneitanlega var maður í jólaskapi að tónleikunum loknum.Niðurstaða: Dálítið misjafnir tónleikar, en fullir af gleði.
Menning Mest lesið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira