Jólasálmar í kyrrlátum djassútsetningum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. desember 2014 16:00 Andrés Þór, Karl og Jón láta jólalögin óma í nýjum útsetningum. Jólasöngvar og sálmar óma í kyrrlátum djassútsetningum í Fríkirkjunum í Hafnarfirði og Reykjavík á sunnudaginn, 14. desember. Þeir Karl Olgeirsson píanóleikari, Andrés Þór Gunnlaugsson gítarleikari og Jón Rafnsson kontrabassaleikari annast hljóðfæraleik. Snúið verður upp á upprunalegar útgáfur laganna en þó fá gullfallegar laglínurnar notið sín. „Við förum hingað og þangað í lagavalinu,“ segir Jón sem er að ljúka æfingu þegar hringt er í hann. „Þarna eru lög eins og Í dag er glatt, Hátíð fer að höndum ein, Jólin alls staðar og Opin standa himins hlið. Svo er eitt rosalega fallegt frumsamið jólalag eftir Kalla (Karl Olgeirsson). Það heitir Leiðin til Betlehem og þegar fólk heyrir það finnst því það vera að hlusta á sálm. Við frumfluttum það fyrir tuttugu árum á jólatónleikum á Akureyri. Síðan hefur það ekki verið spilað fyrr en núna.“ Tónleikarnir í Fríkirkjunni í Hafnarfirði hefjast klukkan 17 en í Fríkirkjunni í Reykjavík klukkan 20. Aðgangseyrir er krónur 2.000 og miðar verða seldir við innganginn. Jólafréttir Menning Mest lesið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Myrkt ástarljóð til Íslands Menning Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Jólasöngvar og sálmar óma í kyrrlátum djassútsetningum í Fríkirkjunum í Hafnarfirði og Reykjavík á sunnudaginn, 14. desember. Þeir Karl Olgeirsson píanóleikari, Andrés Þór Gunnlaugsson gítarleikari og Jón Rafnsson kontrabassaleikari annast hljóðfæraleik. Snúið verður upp á upprunalegar útgáfur laganna en þó fá gullfallegar laglínurnar notið sín. „Við förum hingað og þangað í lagavalinu,“ segir Jón sem er að ljúka æfingu þegar hringt er í hann. „Þarna eru lög eins og Í dag er glatt, Hátíð fer að höndum ein, Jólin alls staðar og Opin standa himins hlið. Svo er eitt rosalega fallegt frumsamið jólalag eftir Kalla (Karl Olgeirsson). Það heitir Leiðin til Betlehem og þegar fólk heyrir það finnst því það vera að hlusta á sálm. Við frumfluttum það fyrir tuttugu árum á jólatónleikum á Akureyri. Síðan hefur það ekki verið spilað fyrr en núna.“ Tónleikarnir í Fríkirkjunni í Hafnarfirði hefjast klukkan 17 en í Fríkirkjunni í Reykjavík klukkan 20. Aðgangseyrir er krónur 2.000 og miðar verða seldir við innganginn.
Jólafréttir Menning Mest lesið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Myrkt ástarljóð til Íslands Menning Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira