Það var sól þegar ég hitti Hákon fyrst Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. desember 2014 14:15 Æft fyrir útförina María Heba, Elma Lísa, Katla Margrét og Tinna eru að undirbúa atriði að ósk hins látna. Myndir/GVA „Það var sól þegar ég hitti Hákon fyrst.“ Einhvern veginn þannig er setning sem leggur í eyra mitt þegar ég opna dyrnar að litla sviði Borgarleikhússins. Þar er æfing í gangi á leikriti Auðar Övu Ólafsdóttur, Ekki hætta að anda, og ég hef fengið leyfi til að fylgjast með. Fjórar konur eru á sviðinu. Þær virðast allar hafa deilt lífi sínu með sama manninum á mismunandi tímum og vera að undirbúa útför hans. „Hver á að lesa?“ „Ætluðum við ekki að syngja?“ „Jú, hann vildi bara söng.“ Allar reyna að finna eitthvað til að byggja á en ýmislegt er í þoku. „Hvað höfum við í höndunum ef við hugsum lausnamiðað?“ spyr ein. „Getum við ekki verið sammála um að Hákon hafi verið með ljósar krullur og meðalmaður á hæð?“ „Jú, hann þurfti stól þegar hann skipti um peru?“ „Var hann kominn í viðhaldið hjá þér? Festi hann einhvern tíma hurð á eldhússkáp?“ „Nei, hann var bara í rafmagninu.“ Þegar smá hlé er gert á æfingunni fæ ég nokkrar mínútur með leikstjóranum, Stefáni Jónssyni. „Ekki hætta að anda er blanda af raunsæi og fantasíu sem fléttast saman við eigin drauma og óra kvennanna fjögurra um eigin sögu og sína réttu mynd af manninum Hákoni. Þær teljast eiga það sameiginlegt að eiga allar með honum börn,“ byrjar hann þegar hann er beðinn að útskýra verkið. Hann segir leikið á mörgum plönum. „Hákon getur líka staðið fyrir guð eða sannleikann,“ segir hann. „Þessar konur eru allar á einhverjum flótta. Um leið og þær vilja fá fullvissu og festu eru þær ekki tilbúnar til að takast á við vissar staðreyndir.“ Er Auður Ava búin að koma á æfingu? „Nei, en hún fær það í jólagjöf að koma á eina æfingu fyrir jól. Hún er mjög spennt.“ Ertu búinn að breyta leikritinu mikið? „Nei, ég vann í handritinu með höfundinum. Það er alltaf þannig með ný íslensk verk að þeim er kastað á milli höfundar og leikstjóra. Þetta er fjórða eða fimmta uppkast sem við lásum á fyrsta samlestri.“ Dansinn sem ég sá, hvað á hann að túlka? „Síðasta konan sem Hákon átti í sambandi við heitir Agnes. Hún setti sig í samband við hinar konurnar og bað þær að hitta sig því hann væri dáinn. Að ósk hins látna eigi þær að koma saman við jarðarförina hans og flytja atriði er byggist á dægurlagi sem heitir Ekki hætta að anda.“ Leikkonurnar eru Elma Lísa Gunnarsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, María Heba Þorkelsdóttir og Tinna Hrafnsdóttir. Á leiðinni út rekst ég á þær Tinnu og Maríu Hebu og þakka þeim fyrir ánægjulega stund. Þær minna á að mánuður sé eftir af æfingatímanum. Auður Ava Ólafsdóttir hefur áður skrifað þrjú leikrit, Svartur hundur prestsins (2011) og Svanir skilja ekki (2014) sem Þjóðleikhúsið setti upp. Einnig útvarpsleikritið Lán til góðverka (2014). Þar að auki er hún höfundur fjögurra skáldsagna og einnar ljóðabókar. Skáldsaga Auðar Övu, Afleggjarinn, hefur verið þýdd á tuttugu og tvö tungumál.Leikstjórinn„Ekki hætta að anda er blanda af raunsæi og fantasíu,“ segir Stefán Jónsson.Dansinn sem ég sá, hvað á hann að túlka? „Síðasta konan sem Hákon átti í sambandi við heitir Agnes. Hún setti sig í samband við hinar konurnar og bað þær að hitta sig því hann væri dáinn. Að ósk hins látna eigi þær að koma saman við jarðarförina hans og flytja atriði er byggist á dægurlagi sem heitir Ekki hætta að anda.“ Leikkonurnar eru Elma Lísa Gunnarsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, María Heba Þorkelsdóttir og Tinna Hrafnsdóttir. Á leiðinni út rekst ég á þær Tinnu og Maríu Hebu og þakka þeim fyrir ánægjulega stund. Þær minna á að mánuður sé eftir af æfingatímanum. Auður Ava Ólafsdóttir hefur áður skrifað þrjú leikrit, Svartur hundur prestsins (2011) og Svanir skilja ekki (2014) sem Þjóðleikhúsið setti upp. Einnig útvarpsleikritið Lán til góðverka (2014). Þar að auki er hún höfundur fjögurra skáldsagna og einnar ljóðabókar. Skáldsaga Auðar Övu, Afleggjarinn, hefur verið þýdd á tuttugu og tvö tungumál. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Það var sól þegar ég hitti Hákon fyrst.“ Einhvern veginn þannig er setning sem leggur í eyra mitt þegar ég opna dyrnar að litla sviði Borgarleikhússins. Þar er æfing í gangi á leikriti Auðar Övu Ólafsdóttur, Ekki hætta að anda, og ég hef fengið leyfi til að fylgjast með. Fjórar konur eru á sviðinu. Þær virðast allar hafa deilt lífi sínu með sama manninum á mismunandi tímum og vera að undirbúa útför hans. „Hver á að lesa?“ „Ætluðum við ekki að syngja?“ „Jú, hann vildi bara söng.“ Allar reyna að finna eitthvað til að byggja á en ýmislegt er í þoku. „Hvað höfum við í höndunum ef við hugsum lausnamiðað?“ spyr ein. „Getum við ekki verið sammála um að Hákon hafi verið með ljósar krullur og meðalmaður á hæð?“ „Jú, hann þurfti stól þegar hann skipti um peru?“ „Var hann kominn í viðhaldið hjá þér? Festi hann einhvern tíma hurð á eldhússkáp?“ „Nei, hann var bara í rafmagninu.“ Þegar smá hlé er gert á æfingunni fæ ég nokkrar mínútur með leikstjóranum, Stefáni Jónssyni. „Ekki hætta að anda er blanda af raunsæi og fantasíu sem fléttast saman við eigin drauma og óra kvennanna fjögurra um eigin sögu og sína réttu mynd af manninum Hákoni. Þær teljast eiga það sameiginlegt að eiga allar með honum börn,“ byrjar hann þegar hann er beðinn að útskýra verkið. Hann segir leikið á mörgum plönum. „Hákon getur líka staðið fyrir guð eða sannleikann,“ segir hann. „Þessar konur eru allar á einhverjum flótta. Um leið og þær vilja fá fullvissu og festu eru þær ekki tilbúnar til að takast á við vissar staðreyndir.“ Er Auður Ava búin að koma á æfingu? „Nei, en hún fær það í jólagjöf að koma á eina æfingu fyrir jól. Hún er mjög spennt.“ Ertu búinn að breyta leikritinu mikið? „Nei, ég vann í handritinu með höfundinum. Það er alltaf þannig með ný íslensk verk að þeim er kastað á milli höfundar og leikstjóra. Þetta er fjórða eða fimmta uppkast sem við lásum á fyrsta samlestri.“ Dansinn sem ég sá, hvað á hann að túlka? „Síðasta konan sem Hákon átti í sambandi við heitir Agnes. Hún setti sig í samband við hinar konurnar og bað þær að hitta sig því hann væri dáinn. Að ósk hins látna eigi þær að koma saman við jarðarförina hans og flytja atriði er byggist á dægurlagi sem heitir Ekki hætta að anda.“ Leikkonurnar eru Elma Lísa Gunnarsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, María Heba Þorkelsdóttir og Tinna Hrafnsdóttir. Á leiðinni út rekst ég á þær Tinnu og Maríu Hebu og þakka þeim fyrir ánægjulega stund. Þær minna á að mánuður sé eftir af æfingatímanum. Auður Ava Ólafsdóttir hefur áður skrifað þrjú leikrit, Svartur hundur prestsins (2011) og Svanir skilja ekki (2014) sem Þjóðleikhúsið setti upp. Einnig útvarpsleikritið Lán til góðverka (2014). Þar að auki er hún höfundur fjögurra skáldsagna og einnar ljóðabókar. Skáldsaga Auðar Övu, Afleggjarinn, hefur verið þýdd á tuttugu og tvö tungumál.Leikstjórinn„Ekki hætta að anda er blanda af raunsæi og fantasíu,“ segir Stefán Jónsson.Dansinn sem ég sá, hvað á hann að túlka? „Síðasta konan sem Hákon átti í sambandi við heitir Agnes. Hún setti sig í samband við hinar konurnar og bað þær að hitta sig því hann væri dáinn. Að ósk hins látna eigi þær að koma saman við jarðarförina hans og flytja atriði er byggist á dægurlagi sem heitir Ekki hætta að anda.“ Leikkonurnar eru Elma Lísa Gunnarsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, María Heba Þorkelsdóttir og Tinna Hrafnsdóttir. Á leiðinni út rekst ég á þær Tinnu og Maríu Hebu og þakka þeim fyrir ánægjulega stund. Þær minna á að mánuður sé eftir af æfingatímanum. Auður Ava Ólafsdóttir hefur áður skrifað þrjú leikrit, Svartur hundur prestsins (2011) og Svanir skilja ekki (2014) sem Þjóðleikhúsið setti upp. Einnig útvarpsleikritið Lán til góðverka (2014). Þar að auki er hún höfundur fjögurra skáldsagna og einnar ljóðabókar. Skáldsaga Auðar Övu, Afleggjarinn, hefur verið þýdd á tuttugu og tvö tungumál.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið