Lil B bannaður af Facebook Þórður Ingi Jónsson skrifar 18. desember 2014 11:30 Lil B hefur verið kallaður vinsælasti tónlistarmaður veraldarvefsins. Póstmóderníski rappgrallarinn Lil B The Based God segist hafa verið bannaður af Facebook í 30 daga fyrir það eitt að segja það sem honum lægi á hjarta. „Facebook hefur lokað á mig í 30 daga fyrir að tala tæpitungulaust án ills ásetnings,“ ritaði hann á Twitter-síðu sína. Lil B, sem mætti kalla vinsælasta tónlistarmann veraldarvefsins, fór mikinn á Facebook-síðu sinni í vikunni á sinn sérvitra hátt. „Ef þú fæddist á sjötta áratugnum eða fyrr og fjölskyldan þín barðist ekki gegn aðskilnaðarhyggju eða þrælahaldi, þá eru amma þín og afi aumingjar.“ Þá bölsótaðist hann einnig út í dýraníðinga. „Dýrum er nauðgað á hverjum degi og þau drepin af mönnum svo að þú getir borðað matinn,“ sagði hann og bætti við: „Flestum Bandaríkjamönnum finnst allt í lagi að nauðga dýrum og láta þau verða hina nýju raddlausu þræla Bandaríkjanna og heimsins, svona er auðvaldið.“ Facebook hefur ekki enn svarað fyrirspurnum fjölmiðla um hvaða ummæli hans urðu til þess að lokað væri á hann. Tónlist Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Póstmóderníski rappgrallarinn Lil B The Based God segist hafa verið bannaður af Facebook í 30 daga fyrir það eitt að segja það sem honum lægi á hjarta. „Facebook hefur lokað á mig í 30 daga fyrir að tala tæpitungulaust án ills ásetnings,“ ritaði hann á Twitter-síðu sína. Lil B, sem mætti kalla vinsælasta tónlistarmann veraldarvefsins, fór mikinn á Facebook-síðu sinni í vikunni á sinn sérvitra hátt. „Ef þú fæddist á sjötta áratugnum eða fyrr og fjölskyldan þín barðist ekki gegn aðskilnaðarhyggju eða þrælahaldi, þá eru amma þín og afi aumingjar.“ Þá bölsótaðist hann einnig út í dýraníðinga. „Dýrum er nauðgað á hverjum degi og þau drepin af mönnum svo að þú getir borðað matinn,“ sagði hann og bætti við: „Flestum Bandaríkjamönnum finnst allt í lagi að nauðga dýrum og láta þau verða hina nýju raddlausu þræla Bandaríkjanna og heimsins, svona er auðvaldið.“ Facebook hefur ekki enn svarað fyrirspurnum fjölmiðla um hvaða ummæli hans urðu til þess að lokað væri á hann.
Tónlist Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira