„Við erum að spila vínyl og fólk má koma með eigin plötu til að fá óskalög, eða þá fletta í gegnum okkar plötur,“ segir plötusnældan Katla Ásgeirsdóttir, sem stendur fyrir sérstöku óskalagakvöldi á Þorláksmessu á skemmtistaðnum Bravó, ásamt plötusnúðnum Ísari Loga Arnarssyni.
Tvíeykið hélt fyrsta kvöldið nú á sunnudag. „Ég var bara með „spontant“ í fyrradag, það var ógeðslega skemmtilegt þannig að við ákváðum að kýla í annað,“ segir Katla.
„Hugmyndin var að fólk kæmi með sínar eigin vínylplötur og fá óskalög, þannig að maður þarf að hafa smá fyrir óskalaginu.“
