Franskur ruglufugl Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 24. desember 2014 12:00 Salka segir nafn leikhópsins afleiðingu af hláturskasti rétt fyrir miðnætti. Vísir/Vilhelm „Þetta var einhver svona aulahúmor á elleftu stundu þegar við vorum að fylla út umsóknir og áttuðum okkur á að við vorum ekki með neitt nafn,“ segir Salka Guðmundsdóttir, sem stofnaði leikhópinn Soðið svið árið 2009 ásamt Aðalbjörgu Árnadóttur. „Það er svona með ákvarðanir sem maður tekur í hláturskasti rétt fyrir miðnætti, þær geta reynst afdrifaríkar,“ segir Salka og hlær. Um síðustu helgi hófust aftur sýningar á barnaleikritinu Hættuför í Huliðsdal en Salka skrifaði handritið að verkinu og því er leikstýrt af Hörpu Arnardóttur. Leikhópinn stofnuðu Salka og Aðalbjörg þegar þær voru nýkomnar úr námi en þær langaði til þess að skapa eigin verkefni. „Við Aðalbjörg vorum saman í unglingaleikhóp í Kramhúsinu hjá Hörpu. Við erum því að vinna með gamla „mentornum“ okkar.“ Hættuför í Huliðsdal fjallar um Eyju, ellefu ára stelpu sem er nýflutt út í sveit. Í herberginu hennar opnast töfrahlið og hún fer inn í Huliðsdal þar sem hún hittir fyrir margar sérkennilegar verur. Meðal þeirra er franski ruglufuglinn sem leikinn er af Esther Talíu Casey. „Ruglufuglinn er alveg ótrúlega skemmtilegur karakter sem Eyja hittir í Huliðsdal, Esther Talía leikur hann og fann sér einhvern innri franskan ruglufugl. Þetta er mjög sannfærandi allt saman og hann er í uppáhaldi hjá okkur öllum,“ segir hún. „Þegar við vorum að vinna verkið hittumst við nokkur úr leikhópnum og spjölluðum um það sem okkur fannst skemmtilegt þegar við vorum börn. Leiksýningar, bækur og sjónvarpsþætti,“ bætir hún við um hugmyndavinnuna. „Við erum með leikmynd sem leikararnir þurfa svolítið að æfa sig að hreyfa sig í, fólk þarf að ganga blindandi um sviðið vafið í silki og það hefur alveg dottið um koll og um hvert annað,“ segir Salka um æfingaferlið og bætir við: „Það sem var skemmtilegt í fyrra var hvað krakkarnir lifðu sig mikið inn í verkið, hrópuðu á aðalhetjuna og púuðu á vondu kallana. Það er svo skemmtilegt að finna viðbrögðin.“ Sýningar á Hættuför í Huliðsdal fara fram í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu og hentar sýningin börnum frá fimm ára aldri. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Þetta var einhver svona aulahúmor á elleftu stundu þegar við vorum að fylla út umsóknir og áttuðum okkur á að við vorum ekki með neitt nafn,“ segir Salka Guðmundsdóttir, sem stofnaði leikhópinn Soðið svið árið 2009 ásamt Aðalbjörgu Árnadóttur. „Það er svona með ákvarðanir sem maður tekur í hláturskasti rétt fyrir miðnætti, þær geta reynst afdrifaríkar,“ segir Salka og hlær. Um síðustu helgi hófust aftur sýningar á barnaleikritinu Hættuför í Huliðsdal en Salka skrifaði handritið að verkinu og því er leikstýrt af Hörpu Arnardóttur. Leikhópinn stofnuðu Salka og Aðalbjörg þegar þær voru nýkomnar úr námi en þær langaði til þess að skapa eigin verkefni. „Við Aðalbjörg vorum saman í unglingaleikhóp í Kramhúsinu hjá Hörpu. Við erum því að vinna með gamla „mentornum“ okkar.“ Hættuför í Huliðsdal fjallar um Eyju, ellefu ára stelpu sem er nýflutt út í sveit. Í herberginu hennar opnast töfrahlið og hún fer inn í Huliðsdal þar sem hún hittir fyrir margar sérkennilegar verur. Meðal þeirra er franski ruglufuglinn sem leikinn er af Esther Talíu Casey. „Ruglufuglinn er alveg ótrúlega skemmtilegur karakter sem Eyja hittir í Huliðsdal, Esther Talía leikur hann og fann sér einhvern innri franskan ruglufugl. Þetta er mjög sannfærandi allt saman og hann er í uppáhaldi hjá okkur öllum,“ segir hún. „Þegar við vorum að vinna verkið hittumst við nokkur úr leikhópnum og spjölluðum um það sem okkur fannst skemmtilegt þegar við vorum börn. Leiksýningar, bækur og sjónvarpsþætti,“ bætir hún við um hugmyndavinnuna. „Við erum með leikmynd sem leikararnir þurfa svolítið að æfa sig að hreyfa sig í, fólk þarf að ganga blindandi um sviðið vafið í silki og það hefur alveg dottið um koll og um hvert annað,“ segir Salka um æfingaferlið og bætir við: „Það sem var skemmtilegt í fyrra var hvað krakkarnir lifðu sig mikið inn í verkið, hrópuðu á aðalhetjuna og púuðu á vondu kallana. Það er svo skemmtilegt að finna viðbrögðin.“ Sýningar á Hættuför í Huliðsdal fara fram í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu og hentar sýningin börnum frá fimm ára aldri.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið