Umfjöllun: Danmörk - Ísland 29-30 | Innkoma Arons skipti sköpum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. janúar 2015 00:01 Íslendingar höfðu betur gegn Guðmundi Guðmundssyni og lærisveinum hans í danska landsliðinu. Vísir/Ernir Ísland vann frábæran eins marks sigur, 29-30, á Danmörku í öðrum leik liðanna á Totalkredit-æfingamótinu í kvöld en leikið var í Álaborg. Það var allt annað að sjá sóknarleik íslenska liðsins í kvöld en í undanförnum leikjum. Aron Pálmarsson lék með liðinu á ný eftir langa fjarveru og innkoma hans hafði heldur betur góð áhrif á íslensku sóknina. Danir byrjuðu framarlega í vörninni, en Íslendingar voru alltaf með svör á reiðum höndum og opnuðu dönsku vörnina hvað eftir annað. Alexander Petersson var magnaður í fyrri hálfleik og skoraði sjö mörk úr jafn mörgum skotum. Auk Alexanders voru þeir Stefán Rafn Sigurmannsson og Róbert Gunnarsson vel tengdir í sóknarleiknum og skiluðu fimm mörkum hvor í leiknum. Aron Pálmarsson skaut lítið á markið framan af leik, en var duglegur að spila samherja sína uppi og átti fjöldan allan af stoðsendingum. Aron tók oftar af skarið í seinni hálfleik og lauk leik með fjögur mörk og á annan tug stoðsendinga. Varnarleikur íslenska liðsins var hins vegar ekki í sama gæðaflokki og sóknin í fyrri hálfleik og markvarslan var lítil sem engin. Danir voru duglegir að keyra í bakið á íslenska liðinu og skoruðu alls 10 mörk eftir hraðaupphlaup í leiknum. Fyrri hálfleikur var hraður og skemmtilegur og aldrei munaði miklu á liðunum. Íslendingar komust þremur mörkum yfir, 7-10, um miðjan fyrri hálfleik, en Danir unnu þann mun fljótt upp. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks munaði aldrei meira en einu marki á liðunum, en þegar þau gengu til búningsherbergja var staðan 17-18, Íslandi í vil. Íslenska liðið byrjaði seinni hálfleikinn frábærlega, skoraði fjögur fyrstu mörk hans og komst fimm mörkum yfir. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska liðsins, setti þá Michael Damgaard inn á í sóknina og hann átti mestan þátt í því að Dönum tókst að jafna í 23-23. Sóknarleikur íslenska liðsins datt niður um miðjan seinni hálfleik þegar Snorri Steinn Guðjónsson var utan vallar, en það er áhyggjuefni hversu illa liðinu gengur í sókninni án leikstjórnandans snjalla. Liðin héldust í hendur næstu mínútur eða þar til Ísland sleit sig örlítið frá danska liðinu á lokametrunum, þökk sé bættum sóknarleik og góðri markvörslu Arons Rafns Eðvarðssonar. Haukamaðurinn fyrrverandi varði alls 11 skot í leiknum, eða 42% þeirra skota sem hann fékk á sig. Ísland landaði að lokum eins marks sigri, 29-30, sem er kærkominn eftir ófarirnar gegn Svíum í gær. Ísland mætir Slóveníu í síðasta leik sínum á mótinu á morgun. Leikurinn hefst klukkan 13:45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. HM 2015 í Katar Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Ísland vann frábæran eins marks sigur, 29-30, á Danmörku í öðrum leik liðanna á Totalkredit-æfingamótinu í kvöld en leikið var í Álaborg. Það var allt annað að sjá sóknarleik íslenska liðsins í kvöld en í undanförnum leikjum. Aron Pálmarsson lék með liðinu á ný eftir langa fjarveru og innkoma hans hafði heldur betur góð áhrif á íslensku sóknina. Danir byrjuðu framarlega í vörninni, en Íslendingar voru alltaf með svör á reiðum höndum og opnuðu dönsku vörnina hvað eftir annað. Alexander Petersson var magnaður í fyrri hálfleik og skoraði sjö mörk úr jafn mörgum skotum. Auk Alexanders voru þeir Stefán Rafn Sigurmannsson og Róbert Gunnarsson vel tengdir í sóknarleiknum og skiluðu fimm mörkum hvor í leiknum. Aron Pálmarsson skaut lítið á markið framan af leik, en var duglegur að spila samherja sína uppi og átti fjöldan allan af stoðsendingum. Aron tók oftar af skarið í seinni hálfleik og lauk leik með fjögur mörk og á annan tug stoðsendinga. Varnarleikur íslenska liðsins var hins vegar ekki í sama gæðaflokki og sóknin í fyrri hálfleik og markvarslan var lítil sem engin. Danir voru duglegir að keyra í bakið á íslenska liðinu og skoruðu alls 10 mörk eftir hraðaupphlaup í leiknum. Fyrri hálfleikur var hraður og skemmtilegur og aldrei munaði miklu á liðunum. Íslendingar komust þremur mörkum yfir, 7-10, um miðjan fyrri hálfleik, en Danir unnu þann mun fljótt upp. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks munaði aldrei meira en einu marki á liðunum, en þegar þau gengu til búningsherbergja var staðan 17-18, Íslandi í vil. Íslenska liðið byrjaði seinni hálfleikinn frábærlega, skoraði fjögur fyrstu mörk hans og komst fimm mörkum yfir. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska liðsins, setti þá Michael Damgaard inn á í sóknina og hann átti mestan þátt í því að Dönum tókst að jafna í 23-23. Sóknarleikur íslenska liðsins datt niður um miðjan seinni hálfleik þegar Snorri Steinn Guðjónsson var utan vallar, en það er áhyggjuefni hversu illa liðinu gengur í sókninni án leikstjórnandans snjalla. Liðin héldust í hendur næstu mínútur eða þar til Ísland sleit sig örlítið frá danska liðinu á lokametrunum, þökk sé bættum sóknarleik og góðri markvörslu Arons Rafns Eðvarðssonar. Haukamaðurinn fyrrverandi varði alls 11 skot í leiknum, eða 42% þeirra skota sem hann fékk á sig. Ísland landaði að lokum eins marks sigri, 29-30, sem er kærkominn eftir ófarirnar gegn Svíum í gær. Ísland mætir Slóveníu í síðasta leik sínum á mótinu á morgun. Leikurinn hefst klukkan 13:45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
HM 2015 í Katar Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira