Nýr framkvæmdastjóri tekinn við hjá SVFR Karl Lúðvíksson skrifar 8. janúar 2015 10:07 Ari Hermóður Jafetsson nýr framkvæmdastjóri SVFR Nýr framkvæmdastjóri hefur tekið til starfa hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur og er sá maður öllum félögum SVFR vel kunnur. Ari Hermóður Jafetsson tók við stöðu framkvæmdastjóra af Halldóri Jörgenssyni sem hefur gengt þessari stöðu undanfarin ár. Aðspurður hvort vænti megi breytinga með nýjum segir Ari að það séu ekki neinar stórkostlegar breytingar í sjónmáli enda taki hann við góðu búi af Halldóri og félagið skilaði hagnaði í fyrsta skipti í 7 ár á síðasta rekstarári. Ari hefur verið félagi í SVFR síðan 2010. "Ég var búinn að vera mikið að starfa fyrir félagið fyrir þann tíma, mæta á opin hús og sækja skemmtanir á vegum félagsins. Það gleymdist bara einhvern veginn hjá mér að ganga í félagið."SVFR er einn elsti félagsskapur landsins en hvað er það sem dregur menn í félag eins og SVFR? "Ég vill meina að það sé þessi frábæri félagsandi sem ríkir innan félagsins. Það sést kannski best á opnu húsunum eða vorfögnuðum sem eru haldnir á vegum félagsins, ég hef kynnst ótrúlega skemmtilegum hóp veiðimanna í gegnum félagið og það bætist í þann hóp á hverjum degi. Það eru ótrúlegustu karekterar sem eru í félaginu og ég myndi segja að þar væri rjóminn af íslenskum veiðimönnum samankominn. Síðan er náttúrulega þessi stemming sem myndast í kringum útgáfu söluskránnar og Veiðimannsins hjá okkur og úthlutunin sjálf." segir Ari og varðandi ársvæðin fyrir komandi sumar bætir hann við: "Stærsta breytingin var kannski sú að maðkurinn var tekinn úr Langá, það var búið að vera gerjast í einhvern tíma að láta verða af því, og var ákveðið að fara í það frá og með 2015. Annars héldust verðskrár okkar að mestu óbreyttar á ársvæðunum okkar. Haukadalsáin kom ný inn núna í desember og við endurnýjuðum samninga við Leirvogsá, Bíldsfell og Andakílsá." Við óskum Ara til hamingju með starfið. Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði
Nýr framkvæmdastjóri hefur tekið til starfa hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur og er sá maður öllum félögum SVFR vel kunnur. Ari Hermóður Jafetsson tók við stöðu framkvæmdastjóra af Halldóri Jörgenssyni sem hefur gengt þessari stöðu undanfarin ár. Aðspurður hvort vænti megi breytinga með nýjum segir Ari að það séu ekki neinar stórkostlegar breytingar í sjónmáli enda taki hann við góðu búi af Halldóri og félagið skilaði hagnaði í fyrsta skipti í 7 ár á síðasta rekstarári. Ari hefur verið félagi í SVFR síðan 2010. "Ég var búinn að vera mikið að starfa fyrir félagið fyrir þann tíma, mæta á opin hús og sækja skemmtanir á vegum félagsins. Það gleymdist bara einhvern veginn hjá mér að ganga í félagið."SVFR er einn elsti félagsskapur landsins en hvað er það sem dregur menn í félag eins og SVFR? "Ég vill meina að það sé þessi frábæri félagsandi sem ríkir innan félagsins. Það sést kannski best á opnu húsunum eða vorfögnuðum sem eru haldnir á vegum félagsins, ég hef kynnst ótrúlega skemmtilegum hóp veiðimanna í gegnum félagið og það bætist í þann hóp á hverjum degi. Það eru ótrúlegustu karekterar sem eru í félaginu og ég myndi segja að þar væri rjóminn af íslenskum veiðimönnum samankominn. Síðan er náttúrulega þessi stemming sem myndast í kringum útgáfu söluskránnar og Veiðimannsins hjá okkur og úthlutunin sjálf." segir Ari og varðandi ársvæðin fyrir komandi sumar bætir hann við: "Stærsta breytingin var kannski sú að maðkurinn var tekinn úr Langá, það var búið að vera gerjast í einhvern tíma að láta verða af því, og var ákveðið að fara í það frá og með 2015. Annars héldust verðskrár okkar að mestu óbreyttar á ársvæðunum okkar. Haukadalsáin kom ný inn núna í desember og við endurnýjuðum samninga við Leirvogsá, Bíldsfell og Andakílsá." Við óskum Ara til hamingju með starfið.
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði