Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, hefur þegar misst einn leikmann í HM-hópnum og nú á annar í hættu á að missa af HM í handbolta í Katar.
Kasper Söndergaard, besta örvhenta skytta Dana, meiddist á vinstri þumalfingri á æfingu í gær og danskir miðlar segja frá því að HM sé í hættu hjá kappanum enda meiðslin á skothendinni.
Áður hafði leikstjórnandinn Morten Olsen nefbrotnað á æfingu og þá hefur Bo Spellerberg verið að glíma við meiðsli á hæl þó svo að hann sé byrjaður að æfa á ný.
Fyrsta stórmót Guðmundar með danska landsliðið fer því ekki vel af stað en miklar væntingar eru bundnar við danska liðið á heimsmeistaramótinu.
Kasper Söndergaard er þó staðráðinn í að spila í gegnum meiðslin sem hann sagði í viðtali við Ekstra Bladet vera samskonar og hann varð fyrir á Ólympíuleikunum í London. Hann spilaði í meira en hálft ár með spelku.
Í morgun kom í ljós að Kasper Söndergaard er ekki brotinn sem eru góðar fréttir. Hann ætti því mögulega að geta spilað með spelku á HM.
Óheppnin eltir Guðmund - besta vinstri handar skyttan meiddist
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið
Enski boltinn

Gera grín að Jürgen Klopp
Fótbolti

Víkingar skipta um gír
Íslenski boltinn







Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum
Körfubolti