Handknattleikssamband Íslands fékk það einstaka tækifæri frá mótshöldurum á HM í Katar að senda 20 stuðningsmenn frítt á mótið. Það er allt í boði heimamanna - flug, gisting og miðar á mótið.
HSÍ er þegar búið að útdeila frímiðunum en sú leið var farin að verðlauna sjálfboðaliða sambandsins sem hafa staðið vaktina um árabil á landsleikjum Íslands án þess að þiggja neina greiðslu fyrir.
Einnig fengu nokkrir harðir stuðningsmenn landsliðsins, sem hafa elt það út um allan heim, frímiða. Nægir þar að nefna menn eins og Einar „Riffil" Guðlaugsson og dómaraparið góðkunna Gísla Hlyn Jóhannsson og Hafstein Ingibergsson. Þessir menn hafa ekkert gefið eftir í stuðningi sínum við landsliðið um árabil.
Einar hefur verið sérstaklega harður að elta landsliðið og hefur á stundum verið eini stuðningsmaður landsliðsins eins og leikjum liðsins á EM í Serbíu árið 2012.
Miðunum tuttugu var útdeilt í kringum jólin og í forgangi voru sjálfboðaliðarnir.
„Við reyndum að vanda okkur í þessu máli. Það er mjög sterkur kjarni í kringum landsliðsverkefnin og hefur verið í 10-15 ár. Menn sem hjálpa okkur að leggja dúkinn og taka hann af eftir leik. Svo er annað fólk líka í umgjörðinni. Það var ákvörðun stjórnar að láta þetta fólk njóta góðs af þessu tilboði Katara," segir Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ.
Tuttugu boðið til Katar | Einar "Riffill" fer með

Mest lesið



Þriggja ára reglan heyrir sögunni til
Körfubolti





Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann
Handbolti

Víðir og Reynir ekki í eina sæng
Íslenski boltinn
