Aron: Greinilegar framfarir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. janúar 2015 00:00 Aron hugsi á hliðarlínunni. vísir/ernir Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var vitanlega ánægður með eins marks sigur Íslands á Þýskalandi í Laugardalshöllinni í kvöld, 25-24. „Það er alveg ljóst að það voru miklar framfarir frá því í gær,“ sagði Aron og vísaði þá til sjö marka taps í fyrri leik liðanna sem fór fram í gær. „Okkar aðaláhersla í þessum stutta undirbúningi til þessa hefur verið á varnarleiknum og hraðaupplhaupunum og ég er ánægður með hversu fljótt okkur hefur tekist að ná okkar grimmu 6-0 vörn í gang. Venjulega tekur það tíma en menn virðast í fínu standi - og þá hefur markvarslan fylgt með.“ „Það voru einnig framfarir í sóknarleiknum frá því í gær - meiri agi og við fáum vinstri vænginn aðeins í gang. Við fækkum líka mistökum í hraðaupphlaupum sem gerir það að verkum að við unnum þennan leik.“ Hann var ánægður með baráttuvilja íslensku strákanna og leikgleðina í hópnum. „Menn voru að berjast - það var greinilegt. Við áttum erfiðan leik í gær þar sem við byrjuðum vel og náðum góðu forskoti. En þegar við gerðum okkur seka um mistök í sóknarleiknum í síðari hálfleik var eins og neistinn hafi farið og við koðnað nokkuð niður.“ „Ég er því ánægður með að menn skuli hafa svarað fyrir það í dag með því að mæta jafn grimmir til leiks og þeir gerðu og halda ákefðinni allan leikinn. Svona vörn eins og við viljum spila útheimtir baráttu, vilja og kraft.“ „Svo í hvert skipti sem að Þjóðverjarnir náðu að vinna sig til baka inn í leikinn og komast í forystu náðum við að setja stopparann í og ná aftur tökum á leiknum. Það krefst samheldni vilja og baráttu sem við sýndum í dag.“ Aron játar því að sigrar í æfingaleikjum séu mikilvægir. „Það gefur ákveðna ró og tiltrú á liðið. Sigur gefur manni sjálfstraust en menn verða þó að leyfa sér að prófa ákveðna hluti í æfingaleikjum enda er HM langt mótt og þar þarf maður að hafa hlutina á hreinu.“ Hann segir að Sigurbergur Sveinsson hafi átt góða innkomu á vinstri sóknarvæng íslenska liðsins og Arnór hafi líka komið sterkur inn á miðjuna sem. „Það er gott að vera með leikmenn sem geta komið inn og skapað hættu utan af velli. Nú þurfum við að byggja ofan á þetta í næstu þremur leikjum og vonandi fáum við Aron inn. Það myndi styrkja okkur enn frekar.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Þýskaland 25-24 | Strákarnir kvöddu með sigri Flott frammistaða íslensku strákanna og mikil framför frá því í gær. 5. janúar 2015 11:52 Hefð fyrir því að kveðja þjóðina með sigri Strákarnir okkar í handboltalandsliðinu spila í kvöld síðasta heimaleik sinn fyrir Heimsmeistaramótið í Katar þegar þeir mæta Degi Sigurðssyni og lærisveinum hans í þýska landsliðinu í Laugardalshöllinni. 5. janúar 2015 08:00 Sigurbergur: Var afslappaðari í kvöld "Mér leið betur í dag en í gær. Það þurfti einn leik til að hrista úr sér jólin og áramótin,“ sagði Sigurbergur Sveinsson sem átti góðan leik fyrir Ísland í kvöld. 5. janúar 2015 21:45 Bjarki Már: Mátti búast við vörninni sterkri "Það er mikill léttir að hafa unnið hérna þó þetta skipti í rauninni engu máli. Það er alltaf gaman að vinna,“ sagði Bjarki Már Gunnarsson sem lék allan leikinn í vörn íslenska liðsins. 5. janúar 2015 21:45 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Sjá meira
Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var vitanlega ánægður með eins marks sigur Íslands á Þýskalandi í Laugardalshöllinni í kvöld, 25-24. „Það er alveg ljóst að það voru miklar framfarir frá því í gær,“ sagði Aron og vísaði þá til sjö marka taps í fyrri leik liðanna sem fór fram í gær. „Okkar aðaláhersla í þessum stutta undirbúningi til þessa hefur verið á varnarleiknum og hraðaupplhaupunum og ég er ánægður með hversu fljótt okkur hefur tekist að ná okkar grimmu 6-0 vörn í gang. Venjulega tekur það tíma en menn virðast í fínu standi - og þá hefur markvarslan fylgt með.“ „Það voru einnig framfarir í sóknarleiknum frá því í gær - meiri agi og við fáum vinstri vænginn aðeins í gang. Við fækkum líka mistökum í hraðaupphlaupum sem gerir það að verkum að við unnum þennan leik.“ Hann var ánægður með baráttuvilja íslensku strákanna og leikgleðina í hópnum. „Menn voru að berjast - það var greinilegt. Við áttum erfiðan leik í gær þar sem við byrjuðum vel og náðum góðu forskoti. En þegar við gerðum okkur seka um mistök í sóknarleiknum í síðari hálfleik var eins og neistinn hafi farið og við koðnað nokkuð niður.“ „Ég er því ánægður með að menn skuli hafa svarað fyrir það í dag með því að mæta jafn grimmir til leiks og þeir gerðu og halda ákefðinni allan leikinn. Svona vörn eins og við viljum spila útheimtir baráttu, vilja og kraft.“ „Svo í hvert skipti sem að Þjóðverjarnir náðu að vinna sig til baka inn í leikinn og komast í forystu náðum við að setja stopparann í og ná aftur tökum á leiknum. Það krefst samheldni vilja og baráttu sem við sýndum í dag.“ Aron játar því að sigrar í æfingaleikjum séu mikilvægir. „Það gefur ákveðna ró og tiltrú á liðið. Sigur gefur manni sjálfstraust en menn verða þó að leyfa sér að prófa ákveðna hluti í æfingaleikjum enda er HM langt mótt og þar þarf maður að hafa hlutina á hreinu.“ Hann segir að Sigurbergur Sveinsson hafi átt góða innkomu á vinstri sóknarvæng íslenska liðsins og Arnór hafi líka komið sterkur inn á miðjuna sem. „Það er gott að vera með leikmenn sem geta komið inn og skapað hættu utan af velli. Nú þurfum við að byggja ofan á þetta í næstu þremur leikjum og vonandi fáum við Aron inn. Það myndi styrkja okkur enn frekar.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Þýskaland 25-24 | Strákarnir kvöddu með sigri Flott frammistaða íslensku strákanna og mikil framför frá því í gær. 5. janúar 2015 11:52 Hefð fyrir því að kveðja þjóðina með sigri Strákarnir okkar í handboltalandsliðinu spila í kvöld síðasta heimaleik sinn fyrir Heimsmeistaramótið í Katar þegar þeir mæta Degi Sigurðssyni og lærisveinum hans í þýska landsliðinu í Laugardalshöllinni. 5. janúar 2015 08:00 Sigurbergur: Var afslappaðari í kvöld "Mér leið betur í dag en í gær. Það þurfti einn leik til að hrista úr sér jólin og áramótin,“ sagði Sigurbergur Sveinsson sem átti góðan leik fyrir Ísland í kvöld. 5. janúar 2015 21:45 Bjarki Már: Mátti búast við vörninni sterkri "Það er mikill léttir að hafa unnið hérna þó þetta skipti í rauninni engu máli. Það er alltaf gaman að vinna,“ sagði Bjarki Már Gunnarsson sem lék allan leikinn í vörn íslenska liðsins. 5. janúar 2015 21:45 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Þýskaland 25-24 | Strákarnir kvöddu með sigri Flott frammistaða íslensku strákanna og mikil framför frá því í gær. 5. janúar 2015 11:52
Hefð fyrir því að kveðja þjóðina með sigri Strákarnir okkar í handboltalandsliðinu spila í kvöld síðasta heimaleik sinn fyrir Heimsmeistaramótið í Katar þegar þeir mæta Degi Sigurðssyni og lærisveinum hans í þýska landsliðinu í Laugardalshöllinni. 5. janúar 2015 08:00
Sigurbergur: Var afslappaðari í kvöld "Mér leið betur í dag en í gær. Það þurfti einn leik til að hrista úr sér jólin og áramótin,“ sagði Sigurbergur Sveinsson sem átti góðan leik fyrir Ísland í kvöld. 5. janúar 2015 21:45
Bjarki Már: Mátti búast við vörninni sterkri "Það er mikill léttir að hafa unnið hérna þó þetta skipti í rauninni engu máli. Það er alltaf gaman að vinna,“ sagði Bjarki Már Gunnarsson sem lék allan leikinn í vörn íslenska liðsins. 5. janúar 2015 21:45