Bragðbætum lífið með smá mintu 19. janúar 2015 18:00 Þegar Davíð Oddgeirsson, hugmyndasmiður og framleiðandi, Mint Productions, ferðaðist um Ísland síðasta sumar féll hann algjörlega fyrir fallegri náttúrunni og þeirri fjölbreyttu afþreyingu sem í boði var. Hann segir hér frá hugmyndinni á bak við ferðaþættina Illa farnir, sem hófu göngu sína á Vísi fyrir jól. „Það kom mér algjörlega í opna skjöldu hvað landið var fallegt og um leið hvað ég vissi raunar lítið um það. Þá kom upp sú hugmynd að gera netþáttaseríu þar sem einblínt er á hvern landsfjórðung í einu. Ég vildi strax ferðast meira og gera eitthvað eftirminnilegt úr þessum ferðalögum. Meðeigandi Mint Production, Arnar Þór Þórsson, tók vel í hugmyndina og við fengum annan félaga okkar, Brynjólf Löve Mogensson, með í verkefnið.“ Illa farnir er 16 þátta sería þar sem fjórir þættir verða helgaðir hverjum landsfjórðungi. „Við bara lögðum í hann með opinn huga fyrir að prófa sem flest. Innihald þáttanna verður eitthvað skipulagt en að sama skapi spilum við þetta bara eftir eyranu og stemningunni hverju sinni. Hver þáttur er aðeins í 7-8 mínútur þannig að þetta er mjög hæfileg lengd. Við leggjum upp með að blanda saman skemmtanagildi, fræðslu og fagurfræði.“ Þeir Davíð og Arnar eru engin nýgræðingar á þessu sviði. Saman gerðu þeir netþáttaseríuna Og hvað sem sýnd var á mbl.is á síðasta ári. „Við framleiðum líka myndefni fyrir önnur fyrirtæki hvort sem það séu viðburðir, tónleikar eða einhvers konar hátíðir. Svo er Arnar með drónaþjónustu og hefur verið að fljúga þyrlum eins og vindurinn uppá síðkastið. Það tvennt hefur því tekið mestan tíma okkar undanfarna mánuði en nú fannst okkur tími kominn á nýja netþáttaseríu þar sem við fáum að stjórna ferðinni og framleiðslunni.” Hingað til hafa strákarnir mest verið að stunda snjóbrettin og stofnaði Davíð m.a. snjóbrettaskóla í Bláfjöllum sem er starkfræktur á veturna við góðan orðstír. „Allt sem við erum að gera eru hlutir sem við höfum ástríðu fyrir. Við bragðbætum lífið með smá mintu og gerum hlutina á okkar eigin hátt. Einn af þessum hlutum er augljóslega að taka upp og framleiða myndefni. Þetta helst því svolítið í hendur, að ferðast um, gera hluti og festa herlegheitin á filmu í leiðinni.“ Búið er að sýna fjóra þætti frá ferðalagi þeirra félaga um Suðurlandið og næst tekur Norðurlandið við. Hægt er að nálgast alla þættina á síðunni visir.is/illafarnir. Hægt verður að fylgjast með strákunum á helstu samfélagsmiðlunum, þ.á.m. Facebook og Instagram. Þar eru þeir mjög virkir á meðan á upptöku þáttanna stendur og leyfa áhorfendum að fylgjast með á rauntíma. Þeir hvetja fólk einnig til að fylgjast með þeim á Snapchat þar sem þeir nota nöfnin davidoddgeirs, binnilove, arnarthth.Í spilaranum efst í fréttinni má sjá kynningarmyndband með efni þeirra félaga og í spilaranum hér fyrir neðan má sjá nokkur myndbönd tekinn á drónann sem Arnar stjórnar. Illa farnir Video-kassi-lfid Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Jólaundirbúningurinn byrjar í KiDS Coolshop Augnablikin sem urðu að minni þjóðar Setningar sem eiga skilið innrömmun Konráð kveður á mildan hátt Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Íslensk nauta- og sælkeratólg slær í gegn Sú besta hingað til Sjórinn er enn á sínum stað Þroskuð húð fær aukinn ljóma Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina Sjá meira
Þegar Davíð Oddgeirsson, hugmyndasmiður og framleiðandi, Mint Productions, ferðaðist um Ísland síðasta sumar féll hann algjörlega fyrir fallegri náttúrunni og þeirri fjölbreyttu afþreyingu sem í boði var. Hann segir hér frá hugmyndinni á bak við ferðaþættina Illa farnir, sem hófu göngu sína á Vísi fyrir jól. „Það kom mér algjörlega í opna skjöldu hvað landið var fallegt og um leið hvað ég vissi raunar lítið um það. Þá kom upp sú hugmynd að gera netþáttaseríu þar sem einblínt er á hvern landsfjórðung í einu. Ég vildi strax ferðast meira og gera eitthvað eftirminnilegt úr þessum ferðalögum. Meðeigandi Mint Production, Arnar Þór Þórsson, tók vel í hugmyndina og við fengum annan félaga okkar, Brynjólf Löve Mogensson, með í verkefnið.“ Illa farnir er 16 þátta sería þar sem fjórir þættir verða helgaðir hverjum landsfjórðungi. „Við bara lögðum í hann með opinn huga fyrir að prófa sem flest. Innihald þáttanna verður eitthvað skipulagt en að sama skapi spilum við þetta bara eftir eyranu og stemningunni hverju sinni. Hver þáttur er aðeins í 7-8 mínútur þannig að þetta er mjög hæfileg lengd. Við leggjum upp með að blanda saman skemmtanagildi, fræðslu og fagurfræði.“ Þeir Davíð og Arnar eru engin nýgræðingar á þessu sviði. Saman gerðu þeir netþáttaseríuna Og hvað sem sýnd var á mbl.is á síðasta ári. „Við framleiðum líka myndefni fyrir önnur fyrirtæki hvort sem það séu viðburðir, tónleikar eða einhvers konar hátíðir. Svo er Arnar með drónaþjónustu og hefur verið að fljúga þyrlum eins og vindurinn uppá síðkastið. Það tvennt hefur því tekið mestan tíma okkar undanfarna mánuði en nú fannst okkur tími kominn á nýja netþáttaseríu þar sem við fáum að stjórna ferðinni og framleiðslunni.” Hingað til hafa strákarnir mest verið að stunda snjóbrettin og stofnaði Davíð m.a. snjóbrettaskóla í Bláfjöllum sem er starkfræktur á veturna við góðan orðstír. „Allt sem við erum að gera eru hlutir sem við höfum ástríðu fyrir. Við bragðbætum lífið með smá mintu og gerum hlutina á okkar eigin hátt. Einn af þessum hlutum er augljóslega að taka upp og framleiða myndefni. Þetta helst því svolítið í hendur, að ferðast um, gera hluti og festa herlegheitin á filmu í leiðinni.“ Búið er að sýna fjóra þætti frá ferðalagi þeirra félaga um Suðurlandið og næst tekur Norðurlandið við. Hægt er að nálgast alla þættina á síðunni visir.is/illafarnir. Hægt verður að fylgjast með strákunum á helstu samfélagsmiðlunum, þ.á.m. Facebook og Instagram. Þar eru þeir mjög virkir á meðan á upptöku þáttanna stendur og leyfa áhorfendum að fylgjast með á rauntíma. Þeir hvetja fólk einnig til að fylgjast með þeim á Snapchat þar sem þeir nota nöfnin davidoddgeirs, binnilove, arnarthth.Í spilaranum efst í fréttinni má sjá kynningarmyndband með efni þeirra félaga og í spilaranum hér fyrir neðan má sjá nokkur myndbönd tekinn á drónann sem Arnar stjórnar.
Illa farnir Video-kassi-lfid Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Jólaundirbúningurinn byrjar í KiDS Coolshop Augnablikin sem urðu að minni þjóðar Setningar sem eiga skilið innrömmun Konráð kveður á mildan hátt Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Íslensk nauta- og sælkeratólg slær í gegn Sú besta hingað til Sjórinn er enn á sínum stað Þroskuð húð fær aukinn ljóma Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina Sjá meira