Bragðbætum lífið með smá mintu 19. janúar 2015 18:00 Þegar Davíð Oddgeirsson, hugmyndasmiður og framleiðandi, Mint Productions, ferðaðist um Ísland síðasta sumar féll hann algjörlega fyrir fallegri náttúrunni og þeirri fjölbreyttu afþreyingu sem í boði var. Hann segir hér frá hugmyndinni á bak við ferðaþættina Illa farnir, sem hófu göngu sína á Vísi fyrir jól. „Það kom mér algjörlega í opna skjöldu hvað landið var fallegt og um leið hvað ég vissi raunar lítið um það. Þá kom upp sú hugmynd að gera netþáttaseríu þar sem einblínt er á hvern landsfjórðung í einu. Ég vildi strax ferðast meira og gera eitthvað eftirminnilegt úr þessum ferðalögum. Meðeigandi Mint Production, Arnar Þór Þórsson, tók vel í hugmyndina og við fengum annan félaga okkar, Brynjólf Löve Mogensson, með í verkefnið.“ Illa farnir er 16 þátta sería þar sem fjórir þættir verða helgaðir hverjum landsfjórðungi. „Við bara lögðum í hann með opinn huga fyrir að prófa sem flest. Innihald þáttanna verður eitthvað skipulagt en að sama skapi spilum við þetta bara eftir eyranu og stemningunni hverju sinni. Hver þáttur er aðeins í 7-8 mínútur þannig að þetta er mjög hæfileg lengd. Við leggjum upp með að blanda saman skemmtanagildi, fræðslu og fagurfræði.“ Þeir Davíð og Arnar eru engin nýgræðingar á þessu sviði. Saman gerðu þeir netþáttaseríuna Og hvað sem sýnd var á mbl.is á síðasta ári. „Við framleiðum líka myndefni fyrir önnur fyrirtæki hvort sem það séu viðburðir, tónleikar eða einhvers konar hátíðir. Svo er Arnar með drónaþjónustu og hefur verið að fljúga þyrlum eins og vindurinn uppá síðkastið. Það tvennt hefur því tekið mestan tíma okkar undanfarna mánuði en nú fannst okkur tími kominn á nýja netþáttaseríu þar sem við fáum að stjórna ferðinni og framleiðslunni.” Hingað til hafa strákarnir mest verið að stunda snjóbrettin og stofnaði Davíð m.a. snjóbrettaskóla í Bláfjöllum sem er starkfræktur á veturna við góðan orðstír. „Allt sem við erum að gera eru hlutir sem við höfum ástríðu fyrir. Við bragðbætum lífið með smá mintu og gerum hlutina á okkar eigin hátt. Einn af þessum hlutum er augljóslega að taka upp og framleiða myndefni. Þetta helst því svolítið í hendur, að ferðast um, gera hluti og festa herlegheitin á filmu í leiðinni.“ Búið er að sýna fjóra þætti frá ferðalagi þeirra félaga um Suðurlandið og næst tekur Norðurlandið við. Hægt er að nálgast alla þættina á síðunni visir.is/illafarnir. Hægt verður að fylgjast með strákunum á helstu samfélagsmiðlunum, þ.á.m. Facebook og Instagram. Þar eru þeir mjög virkir á meðan á upptöku þáttanna stendur og leyfa áhorfendum að fylgjast með á rauntíma. Þeir hvetja fólk einnig til að fylgjast með þeim á Snapchat þar sem þeir nota nöfnin davidoddgeirs, binnilove, arnarthth.Í spilaranum efst í fréttinni má sjá kynningarmyndband með efni þeirra félaga og í spilaranum hér fyrir neðan má sjá nokkur myndbönd tekinn á drónann sem Arnar stjórnar. Illa farnir Video-kassi-lfid Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Nýjasta bók Gunna Helga sprengir TikTok Þessar jólagjafir hitta í mark Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Sjá meira
Þegar Davíð Oddgeirsson, hugmyndasmiður og framleiðandi, Mint Productions, ferðaðist um Ísland síðasta sumar féll hann algjörlega fyrir fallegri náttúrunni og þeirri fjölbreyttu afþreyingu sem í boði var. Hann segir hér frá hugmyndinni á bak við ferðaþættina Illa farnir, sem hófu göngu sína á Vísi fyrir jól. „Það kom mér algjörlega í opna skjöldu hvað landið var fallegt og um leið hvað ég vissi raunar lítið um það. Þá kom upp sú hugmynd að gera netþáttaseríu þar sem einblínt er á hvern landsfjórðung í einu. Ég vildi strax ferðast meira og gera eitthvað eftirminnilegt úr þessum ferðalögum. Meðeigandi Mint Production, Arnar Þór Þórsson, tók vel í hugmyndina og við fengum annan félaga okkar, Brynjólf Löve Mogensson, með í verkefnið.“ Illa farnir er 16 þátta sería þar sem fjórir þættir verða helgaðir hverjum landsfjórðungi. „Við bara lögðum í hann með opinn huga fyrir að prófa sem flest. Innihald þáttanna verður eitthvað skipulagt en að sama skapi spilum við þetta bara eftir eyranu og stemningunni hverju sinni. Hver þáttur er aðeins í 7-8 mínútur þannig að þetta er mjög hæfileg lengd. Við leggjum upp með að blanda saman skemmtanagildi, fræðslu og fagurfræði.“ Þeir Davíð og Arnar eru engin nýgræðingar á þessu sviði. Saman gerðu þeir netþáttaseríuna Og hvað sem sýnd var á mbl.is á síðasta ári. „Við framleiðum líka myndefni fyrir önnur fyrirtæki hvort sem það séu viðburðir, tónleikar eða einhvers konar hátíðir. Svo er Arnar með drónaþjónustu og hefur verið að fljúga þyrlum eins og vindurinn uppá síðkastið. Það tvennt hefur því tekið mestan tíma okkar undanfarna mánuði en nú fannst okkur tími kominn á nýja netþáttaseríu þar sem við fáum að stjórna ferðinni og framleiðslunni.” Hingað til hafa strákarnir mest verið að stunda snjóbrettin og stofnaði Davíð m.a. snjóbrettaskóla í Bláfjöllum sem er starkfræktur á veturna við góðan orðstír. „Allt sem við erum að gera eru hlutir sem við höfum ástríðu fyrir. Við bragðbætum lífið með smá mintu og gerum hlutina á okkar eigin hátt. Einn af þessum hlutum er augljóslega að taka upp og framleiða myndefni. Þetta helst því svolítið í hendur, að ferðast um, gera hluti og festa herlegheitin á filmu í leiðinni.“ Búið er að sýna fjóra þætti frá ferðalagi þeirra félaga um Suðurlandið og næst tekur Norðurlandið við. Hægt er að nálgast alla þættina á síðunni visir.is/illafarnir. Hægt verður að fylgjast með strákunum á helstu samfélagsmiðlunum, þ.á.m. Facebook og Instagram. Þar eru þeir mjög virkir á meðan á upptöku þáttanna stendur og leyfa áhorfendum að fylgjast með á rauntíma. Þeir hvetja fólk einnig til að fylgjast með þeim á Snapchat þar sem þeir nota nöfnin davidoddgeirs, binnilove, arnarthth.Í spilaranum efst í fréttinni má sjá kynningarmyndband með efni þeirra félaga og í spilaranum hér fyrir neðan má sjá nokkur myndbönd tekinn á drónann sem Arnar stjórnar.
Illa farnir Video-kassi-lfid Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Nýjasta bók Gunna Helga sprengir TikTok Þessar jólagjafir hitta í mark Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Sjá meira