Róbert: Kom mér mikið á óvart hvað þeir eru almennilegir Arnar Björnsson í Katar skrifar 20. janúar 2015 08:45 Róbert Gunnarsson. Vísir/Eva Björk Róbert Gunnarsson hittir fyrir marga liðsfélaga sína í Frakkaleiknum í kvöld. Róbert spilar með Paris Handball og fjórir samherjar hans verða hinum megin á vellinum. Óvíst er með þátttöku þess fimmta því Daniel Narcisse er búinn að vera meiddur og hefur ekki verið á leikskýrslu í tveimur fyrstu leikjunum. Markvörðurinn, Thierry Omeyer, skytturnar Xavier Barachet og William Accambray og hornamaðurinn Samuel Honrubia eru allir samherjar Róberts hjá Paris Handball. „Okkur hefur yfirleitt gengið erfiðlega með Frakka en höfum unnið þá. Það er ljóst að við þurfum að eiga frábæran dag til að geta strítt þeim og unnið þá," sagði Róbert í samtali við Arnar Björnsson. Róbert ber Frökkum vel söguna. „Þetta eru frábærir strákar, jarðbundnir og engar stjörnur og vilja eiginlega allt fyrir alla gera. Það kom mér mikið á óvart hvað þeir voru almennilegir. Við tölum mikið um það hjónin að okkur finnst við liggja miklu nær Frökkunum en Þjóðverjunum í hugsunarhætti. Þeir eru kannski aðeins blóðheitari en mjög almennilegir," segir Róbert.Eru Frakkarnir ennþá eins sterkir og þeir hafa verið? „Það héldu allir að þeir væru á niðurleið en þeir hafa náð að endurnýja liðið og haldið gömlu jöxlunum inni og þeir eru alltaf seigir þegar á reynir og gætu átt gott mót núna," segir Róbert.Veikir það franska liðið að spila án Daniels Narcisse og Luc Abalo? „Vissulega veikir það Frakka en þeir eru vel staddir með aðra en ég held að Narcisse komi inn þegar líður á mótið. Þá er hann ferskur á meðan eitthvað er farið af tanknum hjá hinum leikmönnunum," segir Róbert. „Við þurfum að hætta að vera sjálfum okkur verstir og þurfum að fara að byrja leikina þegar dómararnir flauta. Við þurfum að passa að missa þá ekki frá okkur í byrjun þá er við ramman reip að draga. Við þurfum að helst að leiða leikinn og stýra honum, þá er allt hægt," segir Róbert. „Ég hlakka til að spila þennan leik því það er alltaf gaman að spila við mótherja þar sem maður hefur sjálfur spilað. Það er gaman að spila á móti Dönum, Þjóðverjum og núna Frökkunum. Maður vill alltaf sýna hvað maður getur en við erum á HM og það eru allir leikir skemmtilegir," segir Róbert að lokum en það má sjá allt viðtal Arnars við hann hér fyrir neðan.Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365). HM 2015 í Katar Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Íslenski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira
Róbert Gunnarsson hittir fyrir marga liðsfélaga sína í Frakkaleiknum í kvöld. Róbert spilar með Paris Handball og fjórir samherjar hans verða hinum megin á vellinum. Óvíst er með þátttöku þess fimmta því Daniel Narcisse er búinn að vera meiddur og hefur ekki verið á leikskýrslu í tveimur fyrstu leikjunum. Markvörðurinn, Thierry Omeyer, skytturnar Xavier Barachet og William Accambray og hornamaðurinn Samuel Honrubia eru allir samherjar Róberts hjá Paris Handball. „Okkur hefur yfirleitt gengið erfiðlega með Frakka en höfum unnið þá. Það er ljóst að við þurfum að eiga frábæran dag til að geta strítt þeim og unnið þá," sagði Róbert í samtali við Arnar Björnsson. Róbert ber Frökkum vel söguna. „Þetta eru frábærir strákar, jarðbundnir og engar stjörnur og vilja eiginlega allt fyrir alla gera. Það kom mér mikið á óvart hvað þeir voru almennilegir. Við tölum mikið um það hjónin að okkur finnst við liggja miklu nær Frökkunum en Þjóðverjunum í hugsunarhætti. Þeir eru kannski aðeins blóðheitari en mjög almennilegir," segir Róbert.Eru Frakkarnir ennþá eins sterkir og þeir hafa verið? „Það héldu allir að þeir væru á niðurleið en þeir hafa náð að endurnýja liðið og haldið gömlu jöxlunum inni og þeir eru alltaf seigir þegar á reynir og gætu átt gott mót núna," segir Róbert.Veikir það franska liðið að spila án Daniels Narcisse og Luc Abalo? „Vissulega veikir það Frakka en þeir eru vel staddir með aðra en ég held að Narcisse komi inn þegar líður á mótið. Þá er hann ferskur á meðan eitthvað er farið af tanknum hjá hinum leikmönnunum," segir Róbert. „Við þurfum að hætta að vera sjálfum okkur verstir og þurfum að fara að byrja leikina þegar dómararnir flauta. Við þurfum að passa að missa þá ekki frá okkur í byrjun þá er við ramman reip að draga. Við þurfum að helst að leiða leikinn og stýra honum, þá er allt hægt," segir Róbert. „Ég hlakka til að spila þennan leik því það er alltaf gaman að spila við mótherja þar sem maður hefur sjálfur spilað. Það er gaman að spila á móti Dönum, Þjóðverjum og núna Frökkunum. Maður vill alltaf sýna hvað maður getur en við erum á HM og það eru allir leikir skemmtilegir," segir Róbert að lokum en það má sjá allt viðtal Arnars við hann hér fyrir neðan.Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
HM 2015 í Katar Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Íslenski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn