Guðmundur: Ég tek nú ekki þátt í sálfræðistríði við Dag Arnar Björnsson í Katar skrifar 19. janúar 2015 11:15 Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins í handbolta. Vísir/Getty Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, var ögn brosmildari eftir tuttugu marka sigur á Sádi Aröbum á HM í handbolta í Katar en eftir jafnteflisleikinn við Argentínu . Gummi Gumm gat leyft sér að gantast við leikmenn sína á bekknum í fyrri hálfleik þegar Danir skoruðu hvert markið á fætur öðru. Brúnin þyngdist þó aðeins á honum í seinni hálfleik þegar Sádarnir náðu að finna leið framhjá dönsku varnarmönnunum. „Ég var ánægður með mína menn, þeir voru mjög einbeittir og héldu fókus allan tímann. Það er hættulegt ef maður er ekki alltaf á fullu í leik eins og þessum, því það koma óvæntir hlutir hjá andstæðingnum stundum,“ sagði Guðmundur í viðtali við Arnar Björnsson eftir leikinn.Dagur og Guðmundur rifust heiftarlega í fjölmiðlum árið 2011 þegar Alexander Petersson lék undir stjórn Dags hjá Füsche Berlín. Guðmundur var þá landsliðsþjálfari og voru skiptar skoðanir um meiðsli Alexanders og spiltíma hans hjá þýska liðinu.Vísir/Eva BjörkSjá einnig:Dagur gagnrýnir Guðmund í þýskum miðlum „Það var kannski ágætt að fá þennan leik eftir Argentínuleikinn. Það er alveg klárt mál að við eigum þrjá erfiðustu leikina eftir, það er alveg ljóst. Nú getum við sagt að mótið byrji hjá okkur,“ sagði Guðmundur. Guðmundur segir að leikurinn við Þjóðverja verði erfiður. „Þeir eru að spila vel og það er stemning hjá þeim en við ætlum okkur sigur í leiknum og ekkert annað,“ sagði Guðmundur.Sjá einnig:Guðmundur vísar ummælum Dags til föðurhúsanna Dagur Sigurðsson sagði í viðtali við íþróttadeild að Danir væru með betri menn í öllum stöðum. Guðmundur hló lengi þegar honum voru sögð þessi ummæli. „Ég tek nú ekki þátt í sálfræðistríði við Dag, hann verður bara að leika sér með þetta eitthvað. En ég hlakka mikið til að spila við þá. Guðmundur átti andvökunótt eftir Argentínuleikinn en verður næsta nótt auðveldari. „Já ég held það og nú klæjar mann í fingurna að komast í þessa næstu leiki sem eftir eru,“ sagði Guðmundur að lokum en það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Annar sigur hjá Degi og félögum | Pólland marði Argentínu Tveimur leikjum er lokið í D-riðli á HM í handbolta í Katar í dag. 18. janúar 2015 17:53 Stórsigur hjá Dönum | Svíar líta vel út Þremur leikjum er nýlokið á HM í handbolta í Katar. 18. janúar 2015 19:52 Umfjöllun: Þýskur sigur í hörkuleik Dagur Sigurðsson og drengir hans í þýska landsliðinu mættu grjóthörðum Rússum í Lusail í dag. 18. janúar 2015 18:17 Roggisch: Dagur kann að finna réttu orðin Varnartröllið Oliver Roggisch er nú liðsstjóri Þýskalands og lofaði Dag Sigurðsson í hástert. 18. janúar 2015 10:00 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, var ögn brosmildari eftir tuttugu marka sigur á Sádi Aröbum á HM í handbolta í Katar en eftir jafnteflisleikinn við Argentínu . Gummi Gumm gat leyft sér að gantast við leikmenn sína á bekknum í fyrri hálfleik þegar Danir skoruðu hvert markið á fætur öðru. Brúnin þyngdist þó aðeins á honum í seinni hálfleik þegar Sádarnir náðu að finna leið framhjá dönsku varnarmönnunum. „Ég var ánægður með mína menn, þeir voru mjög einbeittir og héldu fókus allan tímann. Það er hættulegt ef maður er ekki alltaf á fullu í leik eins og þessum, því það koma óvæntir hlutir hjá andstæðingnum stundum,“ sagði Guðmundur í viðtali við Arnar Björnsson eftir leikinn.Dagur og Guðmundur rifust heiftarlega í fjölmiðlum árið 2011 þegar Alexander Petersson lék undir stjórn Dags hjá Füsche Berlín. Guðmundur var þá landsliðsþjálfari og voru skiptar skoðanir um meiðsli Alexanders og spiltíma hans hjá þýska liðinu.Vísir/Eva BjörkSjá einnig:Dagur gagnrýnir Guðmund í þýskum miðlum „Það var kannski ágætt að fá þennan leik eftir Argentínuleikinn. Það er alveg klárt mál að við eigum þrjá erfiðustu leikina eftir, það er alveg ljóst. Nú getum við sagt að mótið byrji hjá okkur,“ sagði Guðmundur. Guðmundur segir að leikurinn við Þjóðverja verði erfiður. „Þeir eru að spila vel og það er stemning hjá þeim en við ætlum okkur sigur í leiknum og ekkert annað,“ sagði Guðmundur.Sjá einnig:Guðmundur vísar ummælum Dags til föðurhúsanna Dagur Sigurðsson sagði í viðtali við íþróttadeild að Danir væru með betri menn í öllum stöðum. Guðmundur hló lengi þegar honum voru sögð þessi ummæli. „Ég tek nú ekki þátt í sálfræðistríði við Dag, hann verður bara að leika sér með þetta eitthvað. En ég hlakka mikið til að spila við þá. Guðmundur átti andvökunótt eftir Argentínuleikinn en verður næsta nótt auðveldari. „Já ég held það og nú klæjar mann í fingurna að komast í þessa næstu leiki sem eftir eru,“ sagði Guðmundur að lokum en það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Annar sigur hjá Degi og félögum | Pólland marði Argentínu Tveimur leikjum er lokið í D-riðli á HM í handbolta í Katar í dag. 18. janúar 2015 17:53 Stórsigur hjá Dönum | Svíar líta vel út Þremur leikjum er nýlokið á HM í handbolta í Katar. 18. janúar 2015 19:52 Umfjöllun: Þýskur sigur í hörkuleik Dagur Sigurðsson og drengir hans í þýska landsliðinu mættu grjóthörðum Rússum í Lusail í dag. 18. janúar 2015 18:17 Roggisch: Dagur kann að finna réttu orðin Varnartröllið Oliver Roggisch er nú liðsstjóri Þýskalands og lofaði Dag Sigurðsson í hástert. 18. janúar 2015 10:00 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjá meira
Annar sigur hjá Degi og félögum | Pólland marði Argentínu Tveimur leikjum er lokið í D-riðli á HM í handbolta í Katar í dag. 18. janúar 2015 17:53
Stórsigur hjá Dönum | Svíar líta vel út Þremur leikjum er nýlokið á HM í handbolta í Katar. 18. janúar 2015 19:52
Umfjöllun: Þýskur sigur í hörkuleik Dagur Sigurðsson og drengir hans í þýska landsliðinu mættu grjóthörðum Rússum í Lusail í dag. 18. janúar 2015 18:17
Roggisch: Dagur kann að finna réttu orðin Varnartröllið Oliver Roggisch er nú liðsstjóri Þýskalands og lofaði Dag Sigurðsson í hástert. 18. janúar 2015 10:00