Sala veiðileyfa góð þrátt fyrir aflabrest í fyrra Karl Lúðvíksson skrifar 19. janúar 2015 09:56 Frekar er reiknað með góðri laxgengd á komandi sumri Sala veiðileyfa er samkvæmt þeim veiðileyfasölum sem við heyrðum stuttlega í góð þrátt fyrir aflabrestinn í fyrra. Fjöldi erlendra veiðimanna virðist aftur á uppleið og hefur aukningin ekki aðeins verið í laxveiðinni heldur sækja þessir veiðimenn meira og meira í silungsveiði, jafnt í ám og vötnum. Það er þegar orðið uppselt í Laxá á Ásum og besti tíminn að verða uppseldur eða orðinn það nú þegar í mörgum ám. Eystri Rangá er til að mynda að verða uppseld hjá Lax-Á samkvæmt heimildum og eftirspurnin miklu meiri en framboðið enda hefur áin notið mikilla vinsælda í mörg ár. Þær vinsældir dvínuðu ekkert þrátt fyrir að mun minna hafi veiðst í henni en oft áður sökum þess að meðalþyngdin í ánni var mjög góð. Hjá Hreggnasa gengur salan vel og hollin hægt og rólega að fyllast. Lítið er eftir af dögum þar á bæ og má helst finna einhverjar örfáar stangir lausar á jaðartímum. Eftir aflabrestinn í fyrra reiknuðu margir með því að salan í ár yrði þyngri en 2013 sem þá galt fyrir aflabrest 2012 sem þó var ekki nærri jafn mikill og 2014. Það sem líklega heldur góðri von á lofti er sú staða að eins árs laxinn sem vantaði í fyrra hafi ekki náð kynþroska og taki annað ár í sjó og komi þá til baka sem 8-12 punda lax eða með öðrum orðum smár tveggja ára fiskur. Þessi lax verður þá viðbót við gönguna sem kemur í sumar og miðað við ástand sjávar og veðurfar síðasta sumar þegar gönguseiðin fóru til sjávar er mikil bjartsýni um að sú ganga verði góð. Ofan á þetta bætast svo seiði sem fóru ekki til sjávar á kalda vorinu 2013 en tóku auka ár í ánni og gengu til sjávar 2014. Þau verða líka viðbót við hina eðlilegu göngu og þá eru forsendurnar þær að þrír viðbótar árgangar bætist við hina eðlilegu göngu komandi sumars og gangi það eftir verður fjör á bakkanum. Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði
Sala veiðileyfa er samkvæmt þeim veiðileyfasölum sem við heyrðum stuttlega í góð þrátt fyrir aflabrestinn í fyrra. Fjöldi erlendra veiðimanna virðist aftur á uppleið og hefur aukningin ekki aðeins verið í laxveiðinni heldur sækja þessir veiðimenn meira og meira í silungsveiði, jafnt í ám og vötnum. Það er þegar orðið uppselt í Laxá á Ásum og besti tíminn að verða uppseldur eða orðinn það nú þegar í mörgum ám. Eystri Rangá er til að mynda að verða uppseld hjá Lax-Á samkvæmt heimildum og eftirspurnin miklu meiri en framboðið enda hefur áin notið mikilla vinsælda í mörg ár. Þær vinsældir dvínuðu ekkert þrátt fyrir að mun minna hafi veiðst í henni en oft áður sökum þess að meðalþyngdin í ánni var mjög góð. Hjá Hreggnasa gengur salan vel og hollin hægt og rólega að fyllast. Lítið er eftir af dögum þar á bæ og má helst finna einhverjar örfáar stangir lausar á jaðartímum. Eftir aflabrestinn í fyrra reiknuðu margir með því að salan í ár yrði þyngri en 2013 sem þá galt fyrir aflabrest 2012 sem þó var ekki nærri jafn mikill og 2014. Það sem líklega heldur góðri von á lofti er sú staða að eins árs laxinn sem vantaði í fyrra hafi ekki náð kynþroska og taki annað ár í sjó og komi þá til baka sem 8-12 punda lax eða með öðrum orðum smár tveggja ára fiskur. Þessi lax verður þá viðbót við gönguna sem kemur í sumar og miðað við ástand sjávar og veðurfar síðasta sumar þegar gönguseiðin fóru til sjávar er mikil bjartsýni um að sú ganga verði góð. Ofan á þetta bætast svo seiði sem fóru ekki til sjávar á kalda vorinu 2013 en tóku auka ár í ánni og gengu til sjávar 2014. Þau verða líka viðbót við hina eðlilegu göngu og þá eru forsendurnar þær að þrír viðbótar árgangar bætist við hina eðlilegu göngu komandi sumars og gangi það eftir verður fjör á bakkanum.
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði