Óvíst er með þátttöku markvarðarins Johans Sjöstrand í leik Svíþjóðar og Tékklands á HM í handbolta í kvöld.
Sjöstrand fékk magakveisu í nótt og er haldið í hálfgerðri einangrun á hóteli sænska liðsins. Herbergisfélagi hans, Niclas Barud, var t.a.m. látinn skipta um herbergi vegna smithættu.
„Sjöstrand er nú einn í herbergi og fær herbergisþjónustu,“ segir Daniel Vandor, fjölmiðlafulltrúi sænska liðsins.
Þó er búist við því að Sjöstrand verði á bekknum í kvöld, en Svíar eru aðeins með tvo markverði í leikmannahópi sínum.
Hinn er Mattias Andersson sem átti frábæran leik gegn Íslandi á föstudaginn. Líklegt þykir að hann standi allan tímann í markinu gegn Tékklandi í kvöld.
Samherji Sjöstrands, Filip Jicha, hefur einnig þjáðst af magakveisu síðan hann kom til Katar og missti af þeim sökum af leik Tékklands og Frakklands á föstudaginn. Óvíst er hvort hann verður klár í slaginn í kvöld.
Markvörður Svía fékk í magann
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti

Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París
Handbolti

Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti
Enski boltinn



Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg
Handbolti

„Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“
Handbolti

Bologna kom til baka gegn AC Milan
Fótbolti

